Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

In Good Company 2004

Justwatch

Frumsýnd: 8. apríl 2005

He's rich, young and handsome. He's in love with you and he's your dad's boss.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Dan, sem er 51 árs gamal stjórnandi í góðri stöðu, lendir í því að fyrirtækið er endurskipulagt, og hann er lækkaður í tign. Carter, sem er 26 ára kemur í hans stað. Dan, sem á tvær ungar dætur og eina á leiðinni, ákveður að kyngja stoltinu og vinna með Carter. Það reynir á sambandið þegar Carter byrjar með dóttur Dan, Alex.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Notaleg og viðkunnanleg
In Good Company er ljúf og fyndin mynd sem virkar meginlega vegna þess að handritið er þétt og samskipti leikaranna góð. Myndin er hæg en gengur ekki út á ákveðinn söguþráð, heldur eru áherslurnar lagðar á persónurnar og þaðan fær myndin sinn helsta styrk.

Paul Weitz hefur sannað sig sem hinn prýðilegasti leikstjóri á sviði gamanmynda, sérstaklega eftir About a Boy og að sjálfsögðu hina "byltingarkenndu" American Pie. Fólk skal samt ekki búast við einhverju í líkingu við hina síðarnefndu. Leikararnir í þessari mynd standa sig mjög vel, og einhvern veginn fer stór hluti gæða hennar í það hversu vel leikin hún er. Dennis Quaid finnur sér loks hlutverk sem hentar honum vel eftir að hafa reynt á stórar, brelluhlaðnar kvikmyndir eins og The Day After Tomorrow og Flight of the Phoenix. Hann er mjög góður og á allan hátt sannfærandi í frammistöðu sinni þótt lágstemmd sé. Topher Grace eignar sér samt alla myndina, bæði á kómísku og dramatísku sviði. Samleikur hans og Scarlett Johansson kemur líka vel út, enda virðast þau ná ágætis neista saman.

In Good Company er að mörgu leyti svipuð About a Boy. Hún blandar saman trúverðugum persónudeilum við góðan - en þó aldrei neitt þvingaðan - húmor. Myndin gæti þó kannski talist fullróleg fyrir hefðbundinn áhorfendahóp gamanmynda, en það kemur ekki í veg fyrir það að hún er vel þess virði að horfa á, og jafnvel mæla með.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér á óvart. Myndin er vel leikin og ansi fyndin á köflum. Leikararnir koma vel frá sínum hlutverkum og Dennis Quaid er ansi góður í sínu hlutverki. Topher Grace er ansi góður leikari, gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Afbragðs skemmtum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.04.2013

Frumsýning: Admission

Sena frumsýnir gamanmyndina Admission á föstudaginn næsta, þann 5. apríl í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin fjallar um konu sem starfar við að samþykkja eða hafna umsóknum um nám vi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn