Náðu í appið
14
Öllum leyfð

Toy Story 1995

(Leikfangasaga)

Justwatch

Frumsýnd: 30. október 2009

Hang on for the comedy that goes to infinity and beyond!

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 96
/100
Óskarsverðlaun 1996 >VANN: Sérstök afreksverðlaun fyrir fyrstu tölvuteiknimyndina í fullri lengd >Tilnefnd (3): Besta handrit / Besta tónlist – Randy Newman / Besta lag – „You‘ve Got a Friend“

Toy Story segir frá nokkrum leikföngum í eigu stráksins Andy, en þó sér í lagi Woody, gamaldags kúreka sem er leiðtogi leikfanganna af því að hann er uppáhaldsleikfang Andys. Þegar Andy er ekki nálægt lifna leikföngin nefnilega við og lifa sínu eigin viðburðaríka lífi. Woody til mikils hryllings kemur Andy heim einn daginn með glænýtt leikfang, geimfarann... Lesa meira

Toy Story segir frá nokkrum leikföngum í eigu stráksins Andy, en þó sér í lagi Woody, gamaldags kúreka sem er leiðtogi leikfanganna af því að hann er uppáhaldsleikfang Andys. Þegar Andy er ekki nálægt lifna leikföngin nefnilega við og lifa sínu eigin viðburðaríka lífi. Woody til mikils hryllings kemur Andy heim einn daginn með glænýtt leikfang, geimfarann hugrakka Buzz Lightyear. Verður Buzz brátt hið nýja uppáhaldsleikfang Andys og verður Woody afar afbrýðisamur í kjölfarið. Á sama tíma gerir Buzz sér enga grein fyrir því að hann er í raun aðeins leikfang og horfir á hin leikföngin sem hindrun í mikilli geimför sinni. Þegar Woody ætlar að hefna sín á Buzz fellur hann út um gluggann og neyðist því að leggja í stórhættulega för út í heiminn til að bæta fyrir mistök sín og endurheimta Buzz.... minna

Aðalleikarar

Tom Hanks

Woody (voice)

Tim Allen

Buzz Lightyear (voice)

Don Rickles

Mr. Potato Head (voice)

Jim Varney

Slinky Dog (voice)

Peggy Forcellini

Hamm (voice)

Annie Potts

Bo Peep (voice)

John Morris

Andy (voice)

Erik von Detten

Sid (voice)

Nina Petri

Mrs. Davis (voice)

R. Lee Ermey

Sergeant (voice)

Sarah Freeman

Hannah (voice)

Steen Herdel

TV Announcer (voice)

Jack Angel

Shark / Rocky Gibraltar (voice)

Debi Derryberry

Aliens / Pizza Planet Announcer (voice)

Frank Gaeta

Monotone Announcer (voice)

Gregory Grudt

Kid (voice)

Robert Rodriguez

Kid (voice)

Leikstjórn

Handrit


Toy Story - 1995


Leikstjóri : John Lasseter

Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton


-

Toy Story er um Adda, sem er ungur drengur, og leikföngin hans. Addi á fullt af leikföngum og þar á meðal Vidda, sem er uppáhalds leikfangið hans og þar af leiðandi vinsælasta leikfangið í herberginu. Viddi er lögreglustjóri og stjórnar herberginu, og finnst öllum, m.a. okkur áhorfendum, hann gera það vel. Besti vinur Vidda, fyrir utan Adda, er Slínkur. Slínkur er gormahundur af guðs náð. Til að nefna nokkur af hinum leikföngunum þá heita þau : Bóthildur, Kartöfluhaus, Svínki, hermennirnir og margir fleiri. Viddi er hrifinn af Bóthildi og vita það allir, hún er líka hrifin af Vidda afþví hann er vinsælasta leikfangið. En það sýnir sig brátt að Bóthildur selur sig fyrir lítið.


Einn dag kemst Viddi að því að Addi sé að fara að halda upp á afmælið sitt, og lætur alla hina vita. Viddi segir ...afmælið verður haldið í dag... og er það mikið sjokk fyrir leikföngin, því með hverju afmæli koma ný leikföng, og með nýjum leikföngum koma óvinsældir. Afmælið byrjar með viðeigandi látum og verða hin leikföngin taugaóstyrk. Viddi sendir þá grænu sérsveitarmennina niður til að njósna og segja þeim, í gegnum talstöð, hvað sé í gangi. Því miður er mannsfall í sveitum grænu hermannana en komast þeir samt inn í blómabeð og sjá gjafirnar. Þeir segja Vidda og félögum hvað kemur upp úr pökkunum og allt gengur vel. Ekkert spennandi leikfang kom upp og anda allir léttar. En síðan tekur móðir Adda upp leynilegann pakka og úr honum kemur enginn annar en Bósi Ljósár.


Bósi Ljósár er geimlögga úr gammaferningi og berst þar við óvininn Zurg. Bósi veit ekki hvar hann er og ræðst á Vidda með leysigeislanum sínum þegar Viddi býður hann velkominn í herbergið hans Adda. Allir, m.a. Viddi, vita að Bósi er nýjasta leikfangið og þ.a.l. vinsælasta leikfangið. Fyrir afmælið var allt inn í herberginu hans Adda merkt Vidda en núna er allt merkt Bósa. Viddi verður mjög fýll og afbrýðisamur því að Bóthildur er núna orðin skotin í Bósa og ákveður að koma Bósa fyrir kattarnef. Einn dag þegar Siggi, vondi strákurinn í næsta húsi, er úti í garði með hundinum sínum að myrða einn af hermönnum Adda, hendir Viddi Bósa útum gluggann. Bósi dettur ofan í runna og enginn finnur hann. Leikföngin halda öll að Siggi hafi náð honum og kenna Vidda um verknaðinn.


Á þessum tíma í myndinni er Viddi og mamma hans og systir að flytja. Móðir hans er orðin leið á að pakka og ákveða þau að fara á Pizza Plánetuna. Addi vill fá að taka báða, Vidda og Bósa, með sér en móðir hans leyfir bara einn. Addi finnur ekki Bósa, vegna hvarfsins, og tekur Vidda bara með. Þegar þau eru að fara af stað stekkur Bósi upp í bílinn og kemst með þeim. Móðir Adda stoppar á besínstöð til að taka bensín og þar hoppar Bósi á Vidda og detta þeir útúr bílnum. Því miður fyrir þá þá fer móðir Adda af stað og skilur þá eftir. Þeir verða báðir miður sín og Bósi tilkynnir þetta til stjórnstöðvar. Þá sér Viddi Pizza Plánetan bíl og hoppa þeir upp í hann. Þeir komast á staðinn en lenda inní tæki hjá fullt af öðrum leikföngum. Þar sem Klóin er. Enginn annar en Siggi er að veiða upp úr tækinu og veiðir eitt leikfang, Vidda og Bósa.


Hann gefur hundinum sínum hitt venjulega leikfangið, en tekur Vidda og Bósa upp í herbergi til sín þar sem hann er búinn að misþyrma fullt af leikföngum, m.a. uppáhaldsdúkku systur sinnar. Hann á eldflaug og ætlar sér að binda hana við Vidda og sprengja hann með henni. Þegar Siggi ætlar að gera það byrjar að rigna og frestar hann eldskotinu til morguns. Viddi og Bósi eyða nóttini hjá Sigga en komast svo daginn eftir, sama dag og Addi flytur, út og nota eldflaugina til að komast upp í flutningarbílinn þar sem öll hin leikföngin eru. Myndin endar vel á jólum þar sem Addi fær hvolp og frú Kartöfluhaus. Í næstu mynd koma þau bæði mikið fram.

-


Kveðja,

Hrannar Már.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi teiknimynd er ein sú allra besta... Viddi lögreglustjóri er uppáhalds leikfangið hans Adda og þar með vinsælasta leikfangið í leikherberginu, þar til að Addi fær nýjast og flottasta leikfangið á markaðnum.... Bósi ljósár! Viddi óttast nú um vinsældir sínar og ætlar sér að láta Bósa hverfa.... Mögnuð saga sem sýnir hverjir eru vinir mans og hverjir ekki. Tim Allen og Tom Hanks talsetja aðalpersónurnar í þessari tölvuteiknimynd. Frábær skemmtun :c)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

TOY STORY er mjög góð kvikmynd en það mætti vera meira grín í henni og mér finnst að þaðsé asnalegt að seta hermennina í það asnalega hlutverk að koma fyrir talstöð í einhverjum asnalegum blómapotti. Svo ef TOY STORY yrði endurgerð ætti að vera meira grín og hermennernir fá flottara verkefni með meiri áhættu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær mynd í alla staði. Woody og öll hin dótin í herberginu hans Andy eru mjög spennt yfir því hvað hann fær í afmælisgjöfunum. Woody er svo viss að enginn mun leysa neinn af. Svo kemur Buzz Lightyear í herbergið og Woody heldur að Buzz sé að taka alla athyglina frá honum. Svo lenda þeir í alls konar ævintýrum og svoleiðis rugli. Þetta er mjög fyndin mynd og það er hægt að sjá þessa aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.02.2024

26 Pixar myndir frá verstu til bestu

Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en Elemental kom út í fyrrasumar.] Í formála segir Men´s Health að hægt sé að skipta árutugunum þr...

28.01.2024

Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl

Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir reka...

17.06.2022

Ástarbréf til vísindaskáldsagna

Bósi okkar Ljósár úr teiknimyndinni ástsælu Leikfangasögu, eða Toy Story, er loksins kominn í bíó og það á sjálfum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní. Það er vel við hæfi enda er Bósi skylduræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn