Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

I ♥ Huckabees 2004

(I Love Huckabees, I Heart Huckabees)

Justwatch

Frumsýnd: 9. apríl 2005

An existential comedy

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Albert ræður til sín tvo sérfræðinga í tilvistarfræðum, til að komast að því afhverju sama dularfulli ókunnugi maðurinn birtist þrisvar á dag. Sérfræðingarnir, sem eru hjón, þurfa að njósna um daglegt líf hans í sínum rannsóknum, og deila síðan skoðunum sínum á lífinu og tilverunni.

Aðalleikarar

Jason Schwartzman

Albert Markovski

Isabelle Huppert

Caterine Vauban

Dustin Hoffman

Bernard Jaffe

Lily Tomlin

Vivian Jaffe

Jude Law

Brad Stand

Mark Wahlberg

Tommy Corn

Naomi Watts

Dawn Campbell

Isla Fisher

Heather

Christine Dye

Bret Hooten

Darlene Hunt

Darlene

Jean Smart

Mrs. Hooten

Talia Shire

Mrs. Silver

Tippi Hedren

Mary Jane Hutchinson

Bob Gunton

Mr. Silver

Richard Jenkins

Mr. Hooten (uncredited)

Shania Twain

Shania Twain

Ger Duany

Stephen Nimieri

John Rothman

Corporate Board

Leikstjórn

Handrit


Hér er á ferð, hvað get ég sagt, skrítin mynd. Hún er um Albert Markovski, náttúruverndarsinna sem fær exst-eitthvað spæjara (Dustin Hoffman og Lily Tomlin) til að komast að því hvað líf hans þýðir og til að finna út hver afríski maðurinn sem Albert rekst alltaf á er, hann vinnur hjá Huckabees og vinnufélagi hans Brad (Jude Law) reynir að stela starfi Alberts. Í gegnum spæjarana kynnist Albert slökkviliðsmanninum Tommy og gagnspæjaranum Catarine (Isabell Huppert) Spurningin í endinn er svo, til hvers erum við hér?

Skrítin, fyndin og heimspekileg gamanmynd sem fær mann virkilega til að hugsa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skv. þessari mynd er lífið afar steikt
Um hvað fjallar I Heart Huckabees? Satt að segja get ég ekki alveg svarað þessu. Myndin spilast út eins og einn stór, semi-djúpur existensíalískur farsi, þar sem varla einn einasti vottur er af söguþræði en því er bætt upp með heilmiklum pælingum um lífið - sem óvenju lítið vit er í. Samt sem áður fannst mér eitthvað ótrúlega skemmtilegt við þessa mynd.

Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi leikstjórans David O. Russell. Flirting With Disaster fannst mér aldrei vera neitt sérstök og Three Kings var dálítið ofmetin, en það er eitthvað við stemninguna og andann í Huckabees sem gerir myndina svo klikkaða. Leikararnir eru líka allir að skemmta sér vel. Dustin Hoffman og Lily Tomlin eru m.a. drullufyndin og allir hinir, þ.á.m. Mark Wahlberg, Jude Law, Naomi Watts og Jason Schwartzman (sem flestir þekkja líklegast úr hinni frábæru Rushmore), eru óborganlegir.

Það þýðir ósköp lítið að hrósa handritinu, því mér finnst eins og það séu leikararnir sem gera allt verkið hér. Myndin er annars á köflum ansi fyndin, en oftar fannst mér eins og ég hafi brosað meira heldur en almennilega hlegið. Það er samt ágætis hrós í sjálfu sér. I Heart Huckabees er þó óneitanlega frekar súr mynd, þrátt fyrir að vera gamanmynd. En að mínu mati er hún bæði frumleg og skemmtileg. Mæli með henni... En ekki fyrir alla.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn