Náðu í appið
96
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blade: Trinity 2004

(Blade III)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2004

The final hunt begins.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Blade er aleinn, umkringdur óvinum, og berst við vampíruþjóð sem og menn. Hann slæst í lið með hóp af vampírubönum, sem kalla sig Nightstalkers. Vampíruþjóðin vekur upp konung vampíranna, Dracula, og ætla sér að nota blóð hans til að geta verið á ferli á daginn líka. Blade og hans fólk er að búa til veiru sem gæti útrýmt vampírukyninu í eitt skipti... Lesa meira

Blade er aleinn, umkringdur óvinum, og berst við vampíruþjóð sem og menn. Hann slæst í lið með hóp af vampírubönum, sem kalla sig Nightstalkers. Vampíruþjóðin vekur upp konung vampíranna, Dracula, og ætla sér að nota blóð hans til að geta verið á ferli á daginn líka. Blade og hans fólk er að búa til veiru sem gæti útrýmt vampírukyninu í eitt skipti fyrir öll. Að lokum þá mætast aðilar í átökum og aðeins einn mun standa uppi sem sigurvegari. Þetta er bardagi á milli vampíranna sem vita ekki hvað það er að tapa, og mesta vampírubana allra tíma.... minna

Aðalleikarar

Wesley Snipes

Eric Brooks / Blade

Jessica Biel

Abigail Whistler

Ryan Reynolds

Hannibal King

Kris Kristofferson

Abraham Whistler

Dominic Purcell

Dracula / Drake

Parker Posey

Danica Talos

Natasha Lyonne

Sommerfield

James Remar

Ray Cumberland

John Michael Higgins

Dr. Edgar Vance

Mark Berry

Chief Martin Vreede

Eric Bogosian

Bentley Tittle

Erica Cerra

Goth Vixen Wannabe

Brian Steele

Drake Creature (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Þvílík vonbrigði. Trailerinn gerði mig mjög spenntann fyrir þriðju myndina en það fór allt í vaskinn. Þetta er allavega hiklaust versta myndin af þessum þremur. Hér er Blade allavega að berjast við sinn versta óvin til þessa, Drake eða öllu heldur Drakúla. Sú persóna er mjög leiðinleg í þessari mynd. Hefði verið léttilega hægt að gera hana miklu meira creepy en er gert hérna. Hún fær samt plús fyrir fín action atriði og húmor. Mæli samt ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blade myndirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér alveg síðan fyrsta myndin kom út og ég fór á þessa mynd með væntingar um mjög góða hasarmynd og hún kom mér mjög á óvart varðandi húmorinn, bardaga atriðin og tæknibrellurnar en þær eru alltaf jafn góðar en söguþráðurinn svolítið götóttur en maður er ekkert með miklar væntingar um perfect handrit í svona myndum. Hún byrjar á því að nokkrar vampírur fara á afskekktan stað til að finna hina fullkomnu vampíru sem er Drakúla eða Drake til að losna við Blade(Wesley Snipes) og hjálpa til við yfirtöku vampíranna og nú eru yfirvöld og lögreglan líka að reyna að ná Blade af götunum en nú fær Blade hjálp frá svokölluðum Nightstalkers og í þeim hópi er meðal annars Abigail Chase(Jessica Biel) og Hannibal King(Ryan Reynolds) til að drepa Drake og enda stríðið í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst samt vondi kallinn Drake ekki virka of vel því maður sér ekki nógu mikið um hann og hvað hann er öflugur í raun og veru en eins og ég sagði þá eru bardaga atriðin sérstaklega flott gerð og ef þú ert að leita að góðum hasar, flottum tæknibrellum og pottþéttri spennu þá ferðu á Blade 3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gef þriðju Blade myndinni 2 og hálfar stjörnur. Hún kom mér svakalega á óvart og allt það, en þessi mynd var frekar ótrúleg satt að segja. En hún byrjar vel. Eins og í hinum myndunum, gerist eikkvað sem losnar úr læðingi, og byrjunin byrjaði þannig. Svo er audda kemur title á myndinni þegar Blade er að sinna starfinu sínu og svo heldur þetta áfram, en eitt furðaði ég mig ekki á. Hví var löggan ekkert að gera í Blade í fyrstu eða annari myndinni? Hví er hann svo efturlýstur í þessari mynd? En annars eru þetta bara smáatriði sem koma fyrir. Fínar tæknibrellur, alveg eins og í seinni myndinni. Svo eru sumir leikarar sem komu mér frekar á óvart. T.d. Ryan Reynolds ( Van Wilder, Harold and Kumar goes to the White castle ) lék eitt af atriðunum. Og mér fannst hann frekar góður í hlutverkið. En samt frekar lítið í hann spunnið fyrir spennumyndir. En annars kom þessi mynd mér vel á óvart, var nr. 1 í kvikmyndahúsunum, samt gaf ég henni 2 og hálfa stjörnur. Samt sem áður er þessi skárri en seinni myndin og kom mér sannarlega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ætlar þessi rigning af lélegum myndum frá Hollywood aldrei að enda.

Ég verð að segja að þessi mynd er með þeim slakari sem ég hef séð í langan tíma þvíllík hörmung, leikurinn er ömurlegur og handritið ennþá verra. Það er greinilegt að þeir sem stóðu á bak við þessa mynd höfðu næga fjármuni til að gera skemmtilega mynd en samt sem áður fer meira en helmingur myndarinnar í svonna óþarfa atriði til að lengja myndina vegna skorts á söguþráð eins og t.d atriðið þegar Blade hittir þennan Drakúla í fyrsta sinn þá hleypur Drakúla í burtu eins og hrædd skóla stelpa í svonna kortér og þegar Blade kemur að honum hótar hann að henda litlu barni fram af byggingu og talar á sama tíma um heiður bardagamanna !!!!!!!!!

Í Blade 1 var talað um mannfólk eins og sauðfé það gat ekkert barist við vampírur en nú eru komnar tvær manneskjur sem rota vampýrur í einu höggi jafnvel þó vampýrurnar sé í þykkum sérsveitarbúningum og með þykkar sérsveitargrímur og eiga að vera mörgum sinnum sterkari og harðgerðari en mannfólkið. Myndinn verður svo einhver asnalegur hnefabardagi allan tíman Blade og vampírubanarnir tveir labba um og lemja alla, sem verður alveg rosalega þreytt eftir svonna hálftíma og þessi Drakúla er gjörsamlega misheppnaður vondi kall.

Semsagt algjör hörmung mæli ekki með henni :).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn