Náðu í appið
Öllum leyfð

Í takt við tímann 2004

(In Tune with the Time)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2004

99 MÍNÍslenska

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóðhátíð í Herjólfsdal, eins og alþjóð er kunnugt. Stuðmenn... Lesa meira

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri. Í framlínunni eru söngvararnir Kristinn Styrkársson Proppé og Harpa Sjöfn Hermundardóttir, en örlögin réðu því að leiðir þeirra skildu á þjóðhátíð í Herjólfsdal, eins og alþjóð er kunnugt. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, en vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóðast hvert sem litið er. Dúddi er löngu hættur að róta og leggur nú stund á öllu andlegri störf og virðist sá eini sem hefur slegið almennilega í gegn. Í ljós kemur að á milli Kristins og Hörpu Sjafnar ríkir einkennileg spenna. Undarlegur atburður varpar algerlega nýju ljósi á samband þeirra og sagan tekur skyndilega áður ófyrirséða stefnu...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er besta mynd sem maður getur séð hún er ekkert annað en snilld! Það erbara skylda að sjá þessa mynd og bara alla settið s.s 1 og 2 líka! Þetta er mynd sem er full af spennu og er alltaf eitthvað að gerast í myndinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er tvímælalaust einhver sú best heppnaða sjálfstæða-framhaldsmynd sem að ég hef séð lengi. Gaman að því hvernig Stuðmönnum tekst að gera líkt og Dan Ackroyd tókst ásamt sínum spilafélögum þegar Blues Brothers 2000 kom út. Þeim tekst einstaklega vel að gera grín að sjálfum sér bæði í tali, tónum og síðast og ekki síst textum. Stórskemmtilegt að sjá aftur sömu hljómsveit þetta löngu síðar á hvíta tjaldinu eða eins og þeir hefðu sagt: „Engu gleymt og ekkert lært“.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í takt við tíman er óbeint framhald myndarinar Með allt á hreinu sem sló í gegn árið 1982. Myndin er nú aðeins lakari enn forveri hennar en hún hefur þó áhveðið skemmtana gildi sem er það sem skiptir máli. Leikurinn í myndinni er svona lon og don og eiga þeirr Stuðmenn alveg ágætis leik þó að þeir geri lítið annað en að syngja og dansa. En þeirr falla allir þó allir algjörlega í skuggan af Eggerti Þorleifssyninn en hann á magnaðan leik sem Dúddi rótari en í leik sínum gerir hann grín af mörgum þjóðþekktum Íslendingum og tekur hann þá Þórhall miðil svolítið í gegn. Eggert heldur uppi myndini alveg eins og hann gerði í Með allt á hreinu og er mokkuð ljóst að þessar stuðmanna myndir væru glataðar án hans. Löginn í myndini eru nokkuð skemmtileg og hafa stuðmenn sinnt lagasmíðinni af mikilli fagmennsku. Það sem fór helst í taugarnar á mér við þessa mynd hversu illa hún var klippit og var oft skippt mjög furðulega á milli atriða. Þegar í heildinna er litið er hér á ferðinni ágætis mynd sem er allveg fínn í það að drepa tíman með. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætir Stuðmenn
Í takt við tímann er mynd sem ég fór á með væntingar í lágmarki, og rúmlega það. Það er kannski enginn ákveðin ástæða þar á bakvið. Ég fílaði fyrri myndina ágætlega þótt ég færi aldrei að tala um hana sem einhverja snilld. Kannski það hafi eitthvað að gera með það að ég er ekki nógu gamall til að minnast hennar með sömu nostalgíu og flestir aðrir. Þar að auki hafði hún voða lítið innihald og var persónusköpun í algeru lágmarki, þannig að ég hef aldrei litið á hana sem mikið meira en ofurlangt tónlistarmyndband. Annars er ég ekki mjög bjartsýnn þegar það kemur að íslenskum framhaldsmyndum. Líf-myndirnar voru svosem fínar en Stella í Framboði var t.d. einhver almesti viðbjóður sem þjóðin hefur þurft að þola, og ég kenni henni fyllilega um að hafa eyðilagt fyrri myndina sem var nánast klassík. Ég viðurkenni að ég óttaðist það sama þegar ég fór á þessa mynd.

Í takt við tímann reynir að endurvekja sama kolruglaða og nett klikkaða fíling sem flæddi gegnum Með Allt á Hreinu, og það má eiginlega segja að hún reyni of mikið. Hins vegar kemst hún upp með það, kannski misoft, en það gerist. Það getur eiginlega ekki kallast annað en einskær heppni, því myndin er á köflum svo gífurlega absúrd og yfirdrifin að það er ekki eðlilegt. Mér dettur strax í hug stutta senu þar sem Egill Ólafs greiðir fyrir pylsu með DVD eintaki af fyrstu Stuðmannamyndinni, sem segir manni að þessi mynd setur sér nákvæmlega engar reglur. Það sem heldur henni gangandi er þessi orka sem hún býr yfir, og allt liðið virðist skemmta sér ágætlega. Eggert Þorleifsson heldur uppi léttu gríni í hlutverki eðalgreysins Dúdda meðan Stuðmenn flakka með gamninu. Jakob Frímann Magnússon stendur að vísu uppúr með skemmtilegri nærveru meðan Egill Ólafs og Ragnhildur Gísladóttir eru pínu þurr á skjánum. Kemistrían á milli þeirra hefur horfið með níunda áratugnum.

Tónlistin þarf varla á útskýringu að halda. Persónulega er ég ekki heimsins mesti Stuðmannaaðdáandi en hér smelltu lögin vel inn í atburðarásina (ef atburðarás skildi kalla, ég tók varla eftir einhverju áberandi plotti) og sum þeirra reyndust vera ansi góð.

Sumar senurnar í myndinni eru samt klaufalegri en aðrar, endirinn var t.d. ferlega skemmdur og hallærislegur. Ég get svarið það að myndin fengi hjá mér hærri einkunn hefði hann verið breyttur, þó ekki væri nema smávegis. Að flestu leyti er þó hin prýðilegasta skemmtun hér á ferðinni. Engan veginn betri en sú fyrri, og ekkert sem á skilið fjöldann allan af verðlaunum. Sjáið hana bara sem það flipp sem hún er. Ekkert annað.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.10.2018

40 ár milli stríða

Í tilefni af 40 ára afmæli „Halloween“ (1978) hefur ný „Halloween“ (2018) nú verið frumsýnd og er henni lýst sem hinni einu sönnu framhaldsmynd af þeim sem að baki henni standa. Að vissu leyti er það rétt staðh...

12.10.2012

Afturgangan hefst á þriðjudag

Tökur á nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn, að því er fram kemur á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Ágúst leikstýrir myndinni sem er svört kómedía. S...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn