Náðu í appið

Wonderful Days 2003

(Sky Blue)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A fantastic journey to the future begins

86 MÍNKóreska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Stríð og mengun hafa eytt siðmenningunni, en eftirlifendur hafa byggt borgina Ecoban. Náttúruauðlindir eru að mestu uppurnar, og mengun er orðin orkugjafi Ecoban. Íbúar Ecoban þurfa að halda áfram að menga, sem verður til þess að þeir lenda upp á kant við íbúa Marr, á sama tíma og einn maður vill hreinsa burtu skýin og sjá himininn.

Aðalleikarar

Yoo Ji-tae

(voice)

Joon-ho Chung

Commander Locke - Dr. Noah

Bob Papenbrook

Goliath - Governor - Typon (voice)

David Naughton

Commander Locke - Dr. Noah (voice)

Leikstjórn

Handrit

Orðið augnakonfekt er of vægt
Það fyrsta og örugglega það skynsamlegasta sem hægt er að gera varðandi að segja frá þessari mynd er að taka það skýrt fram að fólk eigi ekki að láta titilinn blekkja sig. Wonderful Days fjallar ekki um sólskyn og hamingju eða eitthvað í þá áttina, heldur meira eða minna hið akkúrat öfuga.

Hún gerist árið 2142 þegar menning jarðarinnar hefur verið eyðilögð vegna mengunar og völdum stríðs. Eftirlifendum tókst að reisa stórborgina Ecoban, sem er haldin uppi af menguninni og byggir orku sína á henni, og hinir valdgráðugu stýra og ætla sér að einoka meðan hinir útskúfuðu, sem lifa í hinum skemmda útiheimi, og þ.á.m. hinn uppreisnargjarni Shua, ætla sér að útrýma þessari borg og fá loks sitt frelsi, sem er auðvitað hraðara sagt en gert. Þetta er a.m.k. grunnurinn að því sem atburðarrásin hrindir af stað. Þessi söguþráður er sérlega áhugaverður og á flestan hátt fersklegur. Hann er að mínu mati ekki síður flottari en t.d. í Matrix, þótt dýptin sé kannski ekki sú sama.

Sem teiknimynd hleypur myndin líka yfir allar helstu línur. Stíllinn minnir oft helst á anime, nema þar sem Wonderful Days er frá Kóreu er margt öðruvísi við hann. Engu að síður er þetta ekta 'old school' teikning sem fer svo í bland við fyrirtaks tölvuvinnu. Þessi blendingur af þrívíddar tölvuteiknun og gömlu aðferðinni helst stöðugur og þéttur. Maður hreinlega missir neðri kjálkann í gólfið á 5 mínútna fresti yfir glæsilega umhverfinu, raunverulegu smáatriðunum og ekki síst myndatökuskotunum. Ég hika ekki við að segja að þetta sé LANGflottasta teiknimynd sem ég hef borið augum á hingað til og ég fullyrði að þessi 7 ár sem fóru í gerð hennar hafa vel borgað sig. En fyrir utan gallalaust útlit og þrælgóða sögu býður myndin upp á mjög góða og mannlega persónusköpun, og ekki síður alvöru dramatík (seinustu mínúturnar eiga skilið að vera skráðar niður í sögu kvikmyndanna enda verulega sterkur endir hér á ferð).

Wonderful Days efast ég um að margir eigi eftir að sjá á næstunni, en fyrir þann meirihlutahóp sem kann að meta myndir eins og Matrix (fyrstu), Blade Runner, Ghost in the Shell og fleiri vísindaskáldsögur í hæsta gæðaflokki ætti þetta ekki að vera neitt sem ætti að komast undan og hægt er að finna hana á betri vídeóleigum landsins. Persónulega finnst mér þessi mynd verðskulda meiri athygli, sem hún vonandi mun ná. Þetta er bara ólýsanlega falleg mynd með góðri sögu, hasar sem þjónar henni vel, eftirminnilegum persónudeilum og ákaflega passlegri tónlist sem smellur fullkomlega inn í rest. Ég gef þessu mín hörðustu meðmæli og það munar einungis hársbreidd frá því að ég kalli myndina snilld.

8/10

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn