Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Split Second 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

2008. The future has never looked more dangerous.

90 MÍNEnska

Í Lundúnum framtíðarinnar er yfirborð sjávar orðið það hátt að stór landsvæði eru komin undir vatn. Hauer leikur hér fyrrum lögregluþjón sem missti félaga sinn þegar skrýtin vera réðst á hann, og núna er þessi sama vera snúin aftur til að drepa hann líka.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sögusviðið er London árið 2008. Gróðurhúsaáhrifin hafa stóraukist með tilheyrandi úrkomu og hækkun á hitastigi. Allt er því komið á flot í borginni og morandi í rottum. Við kynnumst ofurtöffaranum Harold 'Harley' Stone(Rutger Hauer)sem er rannsóknarlögreglumaður í morðdeild. Eftir að félagi hans var myrtur lagðist Stone út í drykkju og var vikið frá störfum. Þegar hér er komið við sögu er Stone hættur að drekka en er þess í stað kvíðasjúklingur,kaffifíkill og stórreykingamaður. Morðingi félaga Stone's snýr svo allt í einu aftur og Stone er aftur ráðinn til starfa. Hann fær nýjan félaga Dick Durkin(Neil Duncan)og ekki líður á löngu þar til Stone og Durkin átta sig á að hér er enginn venjulegur morðingi á ferð og öllu líkara að hann sé að eltast við þá en ekki öfugt. Hvernig á maður svo að lýsa þessu snilldarstykki? Jú,Split second er ekki bara einhver albesta mynd sem Bretar hafa gert heldur einhver albesta mynd sem gerð hefur verið. Þ.e.a.s. að mínu mati. Alltof vanmetin og misskilin og hefur því miður ekki fengið þá athygli sem hún verðskuldar. Rutger Hauer er snillingur og þetta er tvímælalaust hans besta frammistaða til þessa. Hvernig hann túlkar Stone er brilliant og maður bara getur ekki annað en dáðst að honum. Stórleikur Hauer's,kolsvartur húmor,yndislega flottur framtíðarheimur og allskonar smáatriði gera Split second að fullkomnu meistaraverki og hún á fjórar stjörnur fullkomlega skilið. Ég mæli endalaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn