Náðu í appið
29
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ocean's Twelve 2004

(Oceans 12, Oceans Twelve)

Justwatch

Frumsýnd: 17. desember 2004

You cross one ocean, you face them all

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Þeir frömdu eitt stærsta rán sögunnar og núna hafa þeir fengið annað verkefni. Ocean´s Eleven hópurinn, sem samanstóð af Danny Ocean, Rusty Ryan og Linus Caldwell og fleirum, héltu að þeir gætu sett tærnar upp í loft og notið auðævanna sem þeir rændu, en þeir fá ekki frið til þess. Terry Benedict er ennþá brjálaður yfir því að hafa tapað peningunum... Lesa meira

Þeir frömdu eitt stærsta rán sögunnar og núna hafa þeir fengið annað verkefni. Ocean´s Eleven hópurinn, sem samanstóð af Danny Ocean, Rusty Ryan og Linus Caldwell og fleirum, héltu að þeir gætu sett tærnar upp í loft og notið auðævanna sem þeir rændu, en þeir fá ekki frið til þess. Terry Benedict er ennþá brjálaður yfir því að hafa tapað peningunum og vill fá þá aftur. Teymið þarf nú að endurheimta alla peningana sem þeir eyddu, en að öðrum kosti gætu þeir allir endað bakvið lás og slá. En hvernig ná þeir í alla peningana? Nú, með því að fremja annað risastórt rán.... minna

Aðalleikarar

George Clooney

Danny Ocean

Brad Pitt

Rusty Ryan

Matt Damon

Linus Caldwell

Catherine Zeta-Jones

Isabel Lahiri

Don Cheadle

Basher Tarr

Bernie Mac

Frank Catton

Julia Roberts

Tess Ocean

Casey Affleck

Virgil Malloy

Scott Caan

Turk Malloy

Vincent Cassel

François Toulour

Eddie Jemison

Livingston Dell

Carl Reiner

Saul Bloom

Elliott Gould

Reuben Tishkoff

Eddie Izzard

Roman Nagel

Jeroen Krabbé

Van der Woude

Cherry Jones

Molly Star / Mrs. Caldwell

Eli Lotar

Matsui

Ed Kross

Bank Officer

Don Tiffany

House Painter

Mini Anden

Supermodel

Leikstjórn

Handrit


Ég hef ekki séð Ocean´s 11 en ef hún er jafngóð og seinni þessi þarf ég að sjá hana. Mér finnst þessi myndmjög góð, frábært leikaraval og myndin er mjög góð, flott atriði og gott handrit. Galli myndarinnar er að klippingin er svolítið skrítin. Þú ert hér en allt í einu ertu komin þangað og veist ekki alveg af hverju. Hún er flott klippt, þeir finna góða leið til að klippa hana en hún gera það einhvernvegin svo snöggt.


Þrjár og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Úff, leiddist afar mikið á þessari mynd, fyrri myndin töluvert skárri. Þessi fannst mér mjög langdregin, ruglingsleg myndataka sem fékk mann til að verkja í höfuðið. Ofurstjörnu cast einum of mikið. Eina jákvæða var afar fagurt location, tilbreyting frá þessu plane ameríska heimi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er ömurleg miðað við hinn þeir skjóta inn slöppum húmor öður hverju en samt ekkert spes mynd ég myndi ekki eyða auka penningum í lúxsus sal.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Settu heilann í hlutlausan gír, ekki spá of mikið í handritinu, njóttu þess bara að horfa á fallega fólkið á tjaldinu skemmta sér og þá muntu líklega njóta þessarar myndar. Myndin sjálf er hvorki fugl né fiskur, en er ágætis afþreying. Leikararnir eru hálfglottandi megnið af myndinni, eins og þetta sé allt saman einn stór innanhússbrandari... sem myndin er í rauninni ef út í það er farið... það vantar bara að þeir líti í myndavélina og blikki mann. Óvænti endirinn var augljós frá fyrstu stundu, en það skemmdi ekki mikið fyrir... Þetta er hálfdrættingur á við fyrri myndina, en þar sem þessi var eingöngu gerð fyrir tvær ástæður, peninga og afþví allir höfðu gaman af því að gera þá fyrri, þá er það nú viðbúið. Svona allt-í-lagi ræma, ekkert meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn