Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Live and Let Die 1973

(James Bond 8)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Get Moore!

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag samið sérstaklega fyrir bíómynd: Live and Let Die eftir Paul McCartney og Lindu McCartney.

James Bond er sendur til New York vegna dullarfulls máls, breskir leyniþjónustumenn sem rannsaka eiturlyfjasmygl deyja hver af öðrum. Flest bendir til að sami maður standi á bak við morðin, glæpaforinginn Mr. Big í Harlem. Leikurinn berst til lítillar eyju í karabíska hafinu og þar ræður ríkjum dr. Kananga. Í lokin reynast Kananga og Mr. Big vera eini og sami... Lesa meira

James Bond er sendur til New York vegna dullarfulls máls, breskir leyniþjónustumenn sem rannsaka eiturlyfjasmygl deyja hver af öðrum. Flest bendir til að sami maður standi á bak við morðin, glæpaforinginn Mr. Big í Harlem. Leikurinn berst til lítillar eyju í karabíska hafinu og þar ræður ríkjum dr. Kananga. Í lokin reynast Kananga og Mr. Big vera eini og sami maðurinn, sem hefur ákveðið að gera sem flesta að fíklum með því að gefa heróín í stað þess að selja það. Aðstoðarmaður hans, TheeHee, er með krók í stað handar. Bond stúlkan er spákonan Solitaire og er í þjónustu Kananga í byrjun myndarinnar en Bond tekst að tæla hana til fylgilags við sig. Hápunktur myndarinnar er hraðbáta-eltingaleikur. Þar er kynntur til sögunnar lögreglumaðurinn JW Pepper.... minna

Aðalleikarar

Roger Moore

James Bond

Geneviève Page

Kananga/Mr. Big

Jane Seymour

Solitaire

Clifton James

Sheriff J.W. Pepper

Ross Steffey

Tee Hee

Geoffrey Holder

Baron Samedi

David Hedison

Felix Leiter

Lois Maxwell

Miss Moneypenny

Lon Satton

Strutter

Roy Stewart

Quarrel

Arnold Williams

Cab Driver 1

Robert Dix

Hamilton

Ruth Kempf

Mrs. Bell

Leikstjórn

Handrit


Eftir að hafa leikið í sex James Bond myndum nennti Sean Connery ekki að leika ofurnjósnarann lengur. Þá þurftu Cubby Broccoli og Harry Saltzman að finna nýan og Bond, sem var ekki létt að gera. Sá sem kom fyrst til greina var Timothy Dalton, hann hafnaði hlutverkinu, hann sagðist vera of ungur ennþá, aðeins 26 ára gamall. Nokkrir aðrir voru reyndir en loks var ákveðið að bjóða Roger Moore starfið, hann hafði komið til greina á undan Sean Connery en gat ekki leikið í Dr. No því að hann var bundinn við The Saint sjónvarpsþættina. Roger Moore tók starfinu.


Fyrsta myndin sem Roger Moore fékk var Live and Let Die, það var ekki beint besta myndin til að byrja í. En Roger Moore stendur sig ekkert of vel í fyrsta skiptið. Hann virðist vera að reyna of mikið að herma eftir Sean, hvernig gat hann annað í rauninni. En á meðan Roger er að líka eftir þeim James Bond sem að Sean Connery lék er handritið að reyna að vera sem lengst frá þeim Bond. Bondinn hans Roger Moore drekkur bourbon með vatni(engum ís), hann segir ekki Bond, James Bond og hann er frekar leiðinlegur við kvenfólkið, ekki að Sean hafi verið mikið betri en hann var þó heiðarlegur. En það er eitt gott við þennan Bond, hann var bara í einni kvikmynd.


En það eru fleiri vandamál við Live and Let Die, Bond hefur þurft að berjast við SPECTRE og stórmennskubrjálæðinga sem vilja heimsyfirráð, núna berst hann við Dr. Kananga (Yaphet Kotto), forsetisráðherra lítillar eyju, Dr. Kananga er líka þekktur sem Mr. Big en þá er hann með grímu og vill hafa einokun á heróín sölu. Ekki alveg James Bond vandamál. Kanaga fær hjálp frá aðstoðarmönnum sínum Whisper, sem hvíslar öllu, Baron Samedi, hann hló af öllu, hláturinn hans varð til þess að hann er án efa leiðinlegasti aðstoðarmaðurinn í öllum James Bond myndunum og svo Tee Hee, hann hafði nokkuð flottan krók. Kanaga fær líka hjálp frá spákonunni Solitaire sem er leikin af Jane Seymour.


James Bond fær líka hjálp frá nokkrum, CIA vini hans, Felix Leiter, hann er í þettta sinn leikin af David Hedison sem kom svo aftur, 16 árum síðar í Licence to Kill og lék þar Felix aftur, þar gerðist hann eini maðurinn sem hefur leikið þetta hlutverk tvisvar, ég veit samt ekki afhverju það er alltaf fengin nýr leikari fyrir hlutverkið. Quarrel Jr., sonur Quarrels úr Dr. No, hjálpar líka til.


Eitt af því sem gerir þessa Bond mynd sérkennilegasta er að hún er ekki tekin eins og venjuleg Bond mynd. Hún kom út árið 1973, þegar blaxploitation myndir eins og Shaft og Superfly voru vinsælar. Einhver hefur fundið það sniðugt ef að James Bond mundi falla inní vinsældirnar sem þessar myndir voru að fá. Tónlistin, söguþráðurinn og kvikmyndatakan, leikaravalið, þetta bendir allt til þess. Myndin er leikstýrð af Guy Hamilton, hann leikstýrði bestu James Bond myndinni, Goldfinger og Diamonds are Forever sem var líka mjög góð, ekki veit ég hvað gekk á honum þegar hann gerði Live and let Die.


Myndin hefur í rauninni aðeins 2 minnistæð atriðið, í fyrsta lagi eitt atiði þegar James Bond er fastur á lítilli eyju og þarf að hoppa yfir krókodíla til að komast til lands og lagið. Lagið Live and Let Die eftir Paul og Lindu McCartney spilað af Wings er eitt besta lagið sem var samið fyrir James Bond mynd enda var það tilnefnt til óskars en fékk það samt ekki.



sbs : 09/04/2002
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrsta og besta James Bond mynd dýrlingsleikarans Roger Moores á því miður lítið skylt við bókina, sem var önnur í röðinni og ein sú besta um þennan heimsþekkta erindreka breska heimsveldisins með drápsleyfið. Samt má finna fleiri glefsur úr bókinni í þessu tilfelli en í öllum framhaldsmyndunum með Moore. Hér á hann í höggi við þeldökka eiturlyfjasmyglara í Bandaríkjunum, sem einskis svífast til að sölsa markaðinn undir sig. Bernard Lee sem M og Lois Maxwell sem Moneypenny eru góð að vanda en Desmond Llewelyn sem Q er sárlega saknað. Bond beibið Jane Seymour stendur fyrir sínu og Moore er öllu þolanlegri en í framhaldsmyndunum, þótt hann eigi ekkert í fyrirrennara sína í hlutverkinu, þá Connery og Lazenby. Það er einna helst að hann jafnist á við þá Nelson og Niven í Casino Royale hliðarmyndunum. Leikur þeirra David Hedison og sérstaklega Gloriu Hendry skemmir fyrir, en enginn er þó verri en fyrirbærið Clifton James í hlutverki nautheimskrar og með öllu ófyndinnar suðurríkjalöggu. Hefði hann verið klipptur í heild úr myndinni, hefði hún fengið tvær og hálfa stjörnu hjá mér í stað tveggja. Auk þess er það vart einleiki hversu bílar frá General Motors eru fyrirferðamiklir á götum Bandaríkjanna. Aðrar tegundir sjást vart í myndinni. Enda þótt ég hafi alla tíð verið mikill aðdáandi GM bifreiða, hefði ég kosið að sjá einnig bíla frá öðrum bandarískum bílaframleiðendum á götum New York borgar, svo dæmi sé tekið. Þannig sést vart annað en sama árgerðin af Chevrolet á ferð Bonds frá JFK flugvellinum til borgarinnar og er svo til eini fjölbreytileikinn litaúrvalið. Og ef þrjótarnir keyra ekki um á nýjustu Chevroletunum, eru þeir á snarfurðulega „köstomeruðum“ Kadillökkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.04.2020

Vanmetinn veirutryllir; Warning Sign

Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í sk...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

14.10.2016

Bond-myndir Moore: Frá verstu til bestu

Roger Moore er 89 ára í dag og af því tilefni hefur vefsíðan Loaded raðað Bond-myndunum hans sjö frá þeirri verstu til þeirrar bestu. 7. Octopussy „Það er engin spurning að Octopussy er slakasta Bond-mynd ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn