Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

13 Going on 30 2004

(Suddenly 30)

Frumsýnd: 25. júní 2004

For some, 13 feels like it was just yesterday. For Jenna, it was.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Jenna Rink er dæmigerð unglingsstúlka sem þráir ekkert heitar en að verða fullorðin. Á 13 ára afmælisdaginn þá óskar hún sér þess að hún fullorðnist, og það hratt. Þegar hún vaknar daginn eftir þá er hún orðin þrítug, og er núna farsæll ritstjóri tímarits, vel vaxin, á frábær föt, sportlegan kærasta, vini sem eru stórstjörnur, og lífið... Lesa meira

Jenna Rink er dæmigerð unglingsstúlka sem þráir ekkert heitar en að verða fullorðin. Á 13 ára afmælisdaginn þá óskar hún sér þess að hún fullorðnist, og það hratt. Þegar hún vaknar daginn eftir þá er hún orðin þrítug, og er núna farsæll ritstjóri tímarits, vel vaxin, á frábær föt, sportlegan kærasta, vini sem eru stórstjörnur, og lífið gæti ekki verið betra. Það eina sem vantar er besti vinur hennar, Matt, sem hún reynir að hafa upp á til að átta sig betur á því hvað er búið að gerast. En núna er hann líka orðinn fullorðinn, og ekki sá sami og hann var þegar hann var strákur.... minna

Aðalleikarar

Jennifer Garner

Jenna Rink

Mark Ruffalo

Matt "Matty" Flamhaff

Judy Greer

Lucy "Tom-Tom" Wyman

Andy Serkis

Richard Kneeland

Christa B. Allen

Young Jenna

Sean Marquette

Young Matt

Kathy Baker

Beverly Rink

Phil Reeves

Wayne Rink

Sandra Voe

Young Lucy

Sam Ball

Alex Carlson

Kiersten Warren

Trish Sackett

Jim Gaffigan

Chris Grandy

Ashley Benson

Six Chick

Brie Larson

Six Chick

Brittany Curran

Six Chick

Eve Channing

Mrs. Flamhaff

Cunayou

Six Chick

Leikstjórn

Handrit


13 going on 30 fjallar um eins og titillinn útskýrir þrettán ára gamla stúlku sem hleypur yfir í þrítugt á nokkrum sekúndum og er ekkert alltof sátt við hvernig líf hennar hefur orðið. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það myndir líkt og þessi sem ganga út á eitthvað furðulegt og yfirnáttúrulegt en svo er ekkert útskýrt hvernig eða af hverju þetta á sér stað. Í þessari mynd er bara eitthvað duft notað. Hvaða rugl er það? Hvaðan kom þetta duft? En samt sem áður ef maður er tilbúinn til að kyngja þessum stóra galla þá er þetta ágætis mynd. Jennifer Garner leikur hina þrítugu Jennu og tekst mjög vel að túlka unglingsstúlku í fullorðnum líkama. Er sannfærandi auk þess að vera nokkuð sæt og skemmtileg. Persónulega skemmti ég mér meira fyrri partinn af þessari mynd því seinni parturinn missir aðeins flugið og endar ekki alveg nógu fullnægjandi. Tónlistin er mjög fjölbreytt og að mínu mati er Love is a battlefield með Pat Benatar besta lagið en það lag hefur einnig ýmislegt að segja með boðskap myndarinnar. 13 going on 30 er góð mynd en ég er bara ekki sáttur með hvað þetta með duftið er ekkert útskýrt. Minn dómur er tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd ansi fyndin og skemmtileg..ekki mjög vel leikin en samt eitthvað sem fær mann til að brosa.


Jennifer Garner er mjög sæt í þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst myndin vera ágætis afþreying þótt að Jennifer Garner sé ekki mjög góð leikkona að mínu mati, sérstaklega ekki í þessari mynd. En þetta er mjög skemmtileg og sæt saga og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.07.2001

Næsta verkefni hjá Renee Zellweger

Hin norskættaða Reneee Zellweger ( Jerry Maguire ) sem er nú að heilla landann í Bridget Jones's Diary hefur nú landað öðru verkefni. Nefnist það 13 Going On 30, og verður gamanmynd í anda Big með Tom Hanks. Engin sér...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn