Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Secret Window 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 2004

The most important part of a story is the ending.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Mort Rainey nýtur velgengni sem rithöfundur. Hann stendur í erfiðum skilnaði við eiginkonu sína sem hann hefur verið kvæntur í 10 ár, Amy. Einn og bitur heldur hann áfram að skrifa í kofanum sínum þegar ókunnugur maður að nafni John Shooter birtist, og segir að Rainey hafi stolið sögunni hans. Mort segist geta sannað að þessi saga sé hans, en ekki eftir... Lesa meira

Mort Rainey nýtur velgengni sem rithöfundur. Hann stendur í erfiðum skilnaði við eiginkonu sína sem hann hefur verið kvæntur í 10 ár, Amy. Einn og bitur heldur hann áfram að skrifa í kofanum sínum þegar ókunnugur maður að nafni John Shooter birtist, og segir að Rainey hafi stolið sögunni hans. Mort segist geta sannað að þessi saga sé hans, en ekki eftir Shooter, en þegar Mort er að leita að tímaritinu sem birti söguna sem um ræðir fyrir mörgum árum síðan, þá fara skrítnir hlutir að gerast í kringum Shooter. Hundur Mort deyr, fólk fer að deyja, og skilnaður hans við Amy verður sífellt óskemmtilegri. Svo virðist sem Shooter hafi kverkatak á Mort, en hugsanlega er Mort sjálfur með lausnir á öllum þessum vandamálum. ... minna

Aðalleikarar

Johnny Depp

Mort Rainey

John Turturro

John Shooter

Maria Bello

Amy Rainey

Timothy Hutton

Ted Milner

Thomas Bohn

Sheriff Dave Newsome

Nia Long

Mrs. Garvey

John Dunn-Hill

Tom Greenleaf

Vlasta Vrana

Fire Chief Wickersham

Matt Holland

Detective Bradley

Jack Valan

Fran Evans

Bronwen Mantel

Greta Bowie

Richard Jutras

Motel Manager

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd kom mér virkilega á óvart. Hafði ekki miklar væntingar til þessarar myndar, en tók hana af sömu ástæðu og margir aðrir: Johnny Depp er í henni. Og finnst mér hann standa sig alveg þokkalega vel í sínu hlutverki sem rithöfundurinn. Svo er gaman að sjá John Turturro í hlutverki Shooters. Einn af mínum uppáhaldsleikurum og alltaf gaman að sjá hann, sama hvort sem það sé í Big Lebowski, Barton Fink eða þessari. Og verð að vera sammála Tómasi um það hversu hröð myndin er. Hún nær athygli manns alveg frá byrjun til enda, og það er kostur. En hvað varðar plottið á myndinni: Þó að það virki ágætlega, er þetta ekki eitthvað sem við erum búin að sjá áður í annarri mynd? En samt, mæli með henni samt sem áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var á video leigjunni í gær og var að hugsa um að taka annaðhvort Dark water eða Skeleton key,myndir sem ég var þegar búinn að sjá en endaði að ég tók Secret window því ég fýla sálfræði trylla og Johnny Depp er minn uppáhalds leikari.

Mort Rainey(Johhny Depp)er subbulegur og hrokkafullur rithöfundur sem stendur í miðjum skilnaði eftir að konan hans Amy(Maria Bello)hélt framhjá honum svo hann býr einn í sumarbústaði þeirra hjóna,hann er þar aleinn og er að skrifa nýja skáldsögu þegar mjög undarlegur maður sem kallar sig John Shooter(John Turturro)og segir að -Mort hafi stolið frá sér skáldsögu og hótar öllu illu en Mort getur sannað það að hann sé ranglega áskaður og hefur sannanir og Shooter gefur honum þriggja daga frest.

Svo fara hryllilegir hlutir að gerast og spennan magnast eða hvað?

Ég varð fyrir vonbrigðum með Secret window hún er mjög lík Hide and seek og Shining en kom úut ári á undan Hide and seek en það er samt mun betri mynd.

Secret window var frekar stutt en endirinn rosa óhugnalegur,kunning minn var reyndar búinn að kjafta frá honum og það eyðilegði fyrir mér myndina en endrinn var engu síðar hryllilegur(meint í sömu merkingu og óhugnanlegur).Myndin er ekki mjög vel gerð og mynnti á tíma bili sem sjónvarpssmynd.Johnny Depp hefur verið mikilu betri en var ágætur sem aðalpersónan,mun betri var Turturro sem hinn skrítni og óhugnanlegi Shooter,og Maria Bello var skítsæmileg.Mæli mun meira með Hide and seek,góð mynd þar á ferð en sleppiði bara secret window.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Johnny Depp sýnir hér enn og aftur að hann er stórleikari. Við kynnumst rithöfundi sem hefur skorið frá nútímasamfélagi og hýrist í kofa út buskanum.

Depp hefur átt í skilnaði við fyrrverandi konu sína og er hann í sífelldu þunglyndi sem dagurinn líður. Einn daginn kemur til hans maður(Turturo), mjög dularfullur, og segir hann að Depp hafi stolið af sér sögu, Depp kannast ekkert við það og fer að rannsaka málið. Það sem hann kemst að og það sem á eftir kemur er tvímælalaust óséð og hafði ég ekki græna glóru um það hvernig myndin myndi enda.


Þessi mynd er ein af þeim sem heldur manni allan tímann og er maður sífellt að pæla í henni, það sem maður fær í andlitið í lokin er vel biðinnar virði, en mér fannst þó endirinn ekki eins góður og myndin var búin að byggja upp, hefði getað verið betri. En Depp fær kredit fyrir leik sinn og er hann án efa með betri leikurum í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Andskoti góð mynd og ein af þessum fáu góðu myndum sem eru byggðar á skáldsögum eftir Stephen King. Johnny Depp fer alveg á kostum í aðalhlutverkinu sem rithöfundur í sóðaskap og rugli og það er alveg frábært að sjá hann leika svona vel. Maria Bello er líka fín, spilar vel úr annars hálf klisjukenndu hlutverki. Hins vegar er soldið vont að sjá John Turturro, eitthvað svo slappur og bara ekki rétti maðurinn í hlutverkið en það gerir ekkert til þar sem að Depp valtar alveg yfir Turturro og jafnvel alla aðra leikara í myndinni. Margir hafa haft orð á því að óvænta uppljóstrunin í þessari mynd Secret window þurfi á hvíld að halda í bili þar sem að eitthvað svona hefur verið notað reglulega undanfarið og undirritaður er að vissu leiti sammála því en plottið kemur samt reglulega á óvart við fyrsta áhorf. Þetta er samt orðið gott í bili. Secret window hefur sína galla en hún hefur sína kosti sem eru fleiri en gallarnir. Undirritaður er því ánægður með myndina og gefur henni þrjár stjörnur ásamt dágóðum meðmælum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.08.2015

Nýtt upphaf hjá ofurhetjum - Frumsýning!

Sena frumsýnir á morgun, miðvikudag, ofurhetjumyndina The Fantastic Four, en um er að ræða "nýtt upphaf eins þekktasta ofurhetjuteymis Marvel", eins og segir í frétt frá Senu. The Fantastic Four er sýnd í Smárabíó...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn