Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Nightmare Before Christmas 1993

Justwatch

A ghoulish tale with wicked humour

76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Jack Skellington, graskerskóngur Halloweenbæjar, er orðinn leiður á að gera það sama á hverju ári á Halloween, eða Hrekkjavökuhátíðinni. Einn daginn þvælist hann inn í Jólabæ, og heillast svo af hugmyndinni um jólin, að hann reynir að fá allar leðurblökur, drauga og álfa í Halloweenbæ til að hjálpa sér að setja upp jól í stað Halloween í bænum... Lesa meira

Jack Skellington, graskerskóngur Halloweenbæjar, er orðinn leiður á að gera það sama á hverju ári á Halloween, eða Hrekkjavökuhátíðinni. Einn daginn þvælist hann inn í Jólabæ, og heillast svo af hugmyndinni um jólin, að hann reynir að fá allar leðurblökur, drauga og álfa í Halloweenbæ til að hjálpa sér að setja upp jól í stað Halloween í bænum - en það er hætt við því að eitthvað fari úrskeiðis. ... minna

Aðalleikarar

Danny Elfman

Jack Skellington (singing) / Barrel / Clown with the Tear aw

Chris Sarandon

Jack Skellington (voice)

Sean Sullivan

Sally / Shock (voice)

William Hickey

Dr. Finkelstein (voice)

Al Garrett

Mayor (voice)

Paul Reubens

Lock (voice)

Ken Page

Oogie Boogie (voice)

Edward Ivory

Santa Claus (voice)

Susan McBride

Big Witch / WWD. (voice)

Debi Durst

Corpse Kid / Corpse Mom / Small Witch (voice)

Greg Proops

Harlequin Demon / Devil / Sax Player (voice)

John Morris

Santa Boy (voice)

Doris Hess

Additional Voices (voice)

Leikstjórn

Handrit


Það er orðin hálfgerð hefð hjá mér og systkinum mínum að horfa á The Nightmare Before Christmas um jólin, enda er þetta ein besta mynd sem til er, og jafnframt uppáhalds myndin mín (fyrir utan Big Fish og Edward Scissorhands), og uppáhalds Tim Burton myndin mín. Hún er rosalega ólík öðrum jólamyndum, hún er t.d. miklu drungalegri en þessar venjulegu klisjukenndu jólamyndir (enda er hún bæði jólamynd og hrekkjavökumynd). Þetta er fyrri myndin af tveimur stop-motion myndum Burtons (hin er Corpse Bride), þó að Burton leikstýri ekki. Hann á samt mestallan heiðurinn af myndinni, þar sem að hann átti hugmyndina af henni, og framleiddi hana (enda heitir hún fullu nafni “Tim Burton’s The Nightmare Before Christmas”). Þó að Corpse Bride sé mun raunverulegri en þessi, er The Nightmare mun betri en Corpse Bride. Danny Elfman sér svo um tónlistina, eins og í öllum myndum Burtons nem Ed Wood. Lögin í þessari mynd eru jafnframt mun fleiri og betri en lögin í Corpse Bride. tónlistin í þessari mynd er einhver LANGBESTA tónlist sem hann hefur samið, sérstaklega þessir frábæru og drungalegu textar (“This is Halloween, This is Halloween, pumpkins scream till the dead of night”). The Nightmare Before Christmas fjallar um Jack Skellington, kóng Hrekkjavökubæjar, sem er orðinn leiður á endalausri hrekkjavöku. Eftir eina mjög vel heppnaða hrekkjavöku ráfar hann eitthvert útí skóg til að flýja hátíðina, og finnur Jólabæ. Honum finnst jólin svo heillandi að hann ákveður að halda jól í Hrekkjavökubæ í staðinn fyrir hrekkjavöku en það fer algjörlega úrskeiðis... Upprunalega var þetta ljóð sem Tim Burton samdi í anda How the Grinch stole the Christmas eftir Dr Seuss, enda eru þessar tvær sögur mjög líkar fyrir utan að The Nightmare er mun myrkari. Talsetningin í þessari mynd er mjög góð. Chris Sarandon (hver sem það er) talsetur Jack mjög vel, en Danny Elfman (composer) syngur svo fyrir hann. Catherine O’Hara talar svo fyrir Sally, ég veit ekki alveg hvort hún syngur líka. Þetta var í annað skiptið sem hún vann með Burton, en hún lék í Beetlejuice. Glenn Shadix er borgarstjórinn, en hann lék líka í Beetlejuice. Ken Page er vondi kall myndarinnar: Oogie Boogie, og William Hickey er Dr Finkelstein sem er skemmtilegasti karakter myndarinnar. Brúðurnar eru ÓTRÚLEGA flottar, sérstaklega Dr Finkelstein og “The one hiding under your stairs”. Jack er líka mjög flottur, en hausinn á honum sést í tveimur öðrum myndum. Upphaflega var hausinn á honum uppá hringekju á höfðinu á Betel Geuse í Beetlejuice, og sást svo seinna speglast á öngli í byrjun Big Fish. Sviðsmyndirnar eru jafnframt í algjörum Burton-stíl. Halloweentown er mjög myrkur og drungalegur, en þegar komið er inní Christmastown er allt voðalega Happy í ýktum björtum litum. Ég mæli líka mjög mikið með special edition DVD disknum, en hann inniheldur fullt af góðu aukaefni og tvær stuttmyndir, þar á meðal Vincent sem er líka stop-motion mynd og algjör snilld. Sannkallað meistaraverk sem allir ættu að sjá!

Átti afmæli um daginn og fór með fjölskyldunni til Reykjavíkur til að halda upp á afmælið með vinafólki og ég keypti mér Tim Burtons Nightmare before Christmas:special editon og the Village á DVD og sé ekki eftir því. Tim Burton er einn af mínum uppáhaldsleikurum og ég næstum allt eftir hann og það sem ég á ekki,verð ég að fá. Aukaefnið er frábært. Fyrstu stuttmyndir Tims Frankenweenie og Vincent eru á disknum og þetta er algjört must fyrir Tim Burton aðdáendur og er ekki dýrt,kostar bara 899 í BT.




En um myndina. Tim leikstýrir ekki EN hann framleiðir og hannar útlitið og þetta er eftir hans hugmyndum. Tónlist Danny Elfmans er mjög góð en þó eru lögin lík næstum eins og því getur verið leiðinlegt að hlusta á þau allan tíman því það er sungið í flestum atriðum. En tónlistin er samt mjög góð og skemmtileg. Myndin er hræðilega vel gerð og er alveg rosalega flott. Þetta er stopmotion mynd eins og hin nýlega Corpse bride nema hún er bara betri. Myndin drungaleg og myrk en ekki langt í húmorinn sem er svartur og mjög fyndinn. Bara algjör Burton mynd og hefur sama andrúmsloft og fíling eins og nær allt sem hann gerir. Hann er bara algjör meistari. Brúðurnar og persónurnar eru alveg frábærar. Þá má nefna Jack,Sally,borgarstjórann,lock,shock,barell og vísindamanninn. En mér finnst aðeins leiðinlegt að þetta er jóla mynd og þarf að hafa jólaboðskap. Sum atriðin voru aðeins of svona jólaleg. Annar galli er það að enginn frægur leikari talar fyrir persónurnar. Og sumar raddirnar ekki flottar eins og rödd Sallyiar.




Sagan: Nightmare before Christmas gerist í Hrekkjavökubæ(Halloween town) og þar búa vampírur,draugar og aðrar hræðilegar verur. Allt fjallar bara um hrekkjavökuna. Jack Skellington er vinsælasti borgarinn og er kóngur hrekkjavökunnar. Eftir hrekkjavöku eitt árið finnur hann leið í Jólabæ og vill ólmur halda upp á jólin og verða sjálfur jólasveinn. En geta íbúar hrekkjavökubæjar gert jólin eins falleg og skemmtileg og þeir í jólabæ eða verða þessi misheppnuð og hryllileg. Þetta er fullt af léttum ævintýrahryllingi,húmor,tónlist,flottum brúðum og algjöri skemmtun. Mæli með þessari fyrir Tim Burton aðdáendum og bara allri fjölskyldunni(Tim Burton er sá besti í að gera svoleiðis myndir). Held samt að börn mikið yngri en 10 ára gæti ekki skilið þessa og orðið hrædd en fyrir alla aðra þá segi ég bara: Horfið á þessa á laugardagskvöldi með poppi og góðum drykk og njótið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tim Burton og Danny Elfman hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og allar myndir sem þeir koma nálægt góðar, þessi er engin undantekning! Jack Skellington, kóngur Hrekkjavökunnar, fær leið á öllu því sem kemur nálægt hrekkjavökunni og uppgvötar þá jólin. Danny Elfman er með frábæra tónlist og drungalegur snilldarlegur stíll Tim Burtons er eins mikil snilld og alltaf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finst skrýtið hvað mörgum finst þessi mynd vera snilld, mér finst hún vera ágæt að mínu mati og það finst svo mörgum tónlistinn í þessari mynd vera algjör snilld. Mér finst bara eitt lag í myndinni vera snilld og það kemur partur úr því í endanum enn í tölvuleiknum Kingdom Hearts þá heyrir maður allt lagið. Það leiðinlega við þessa mynd er að hún er of Musical eða það er altaf verið að syngja eitthvað eins og í Sound Of Music. Það eru ágætir karakterar í þessari mynd eins og Oogie Boogie og Zero og fleiri, Danny Elfman gerði tónlistina og ég skil ekki af hverju hann fékk ekki Óskarinn fyrir besta lagið árið 1993. Þessi mynd fjallar í stuttu máli um beinagrind að nafni Jack sem á heima í Hrekkjavökuborg, hann labbar útí skóginn einn daginn og þegar hann er búinn að labba mjög langt þá sér hann nokkur tré með merkjum á þeim. Hann fer inní tréð sem er með merkinu af jólatré-i, þá er hann kominn í einhverja Jólaborg og finst jólin vera dásamleg og ákveður að hafa jól í Hrekkjavökuborg í staðinn fyrir Hrekkjavöku. Þá er ég búinn að seigja smá söguþráð um þessa mynd og ég gef henni tvær stjörnur fyrir lagið sem er í endanum á myndinni og nokkrum ágætum karakterum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega góð, fyndin og öðruvísi jólamynd sem allir geta skemmt sér konunglega yfir. Mynd þessi byggir á smásögum sem að Burton sjálfur skrifaði og ég held að það hefði ekki verið hægt að fá betri leikstjóra en höfundinn sjálfan. Þessi mynd með The Grinch eru jólamyndir sem ég get alltaf horft á um jólin. Klassísk jólamynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2020

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökug...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

17.12.2014

Tim Burton hluti af jóladagskrá Bíó Paradís

Svartir Sunnudagar bjóða í Tim Burton veislu á annan í jólum í Bíó Paradís. Sýndar verða myndirnar Edward Scissorhands klukkan 20:00 og The Nightmare Before Christmas, í þrívídd (3D), klukkan 22:00. Miðaverð er 2.000...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn