Náðu í appið
50
Bönnuð innan 10 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scary Movie 3 2003

Justwatch

Frumsýnd: 31. október 2003

Great trilogies come in threes.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Dularfullt morðmyndband er í umferð. Það er nóg að horfa á það einu sinni og uppfrá því áttu einungis sjö daga eftir ólifaða. Fréttakonan Cindy Campbell horfir á myndbandið og reynir síðan að finna út úr því hvernig hún getur komið í veg fyrir eigin dauða innan sjö daga. En þetta er ekki það eina dularfulla sem er á seyði. Kornhringir á ökrum... Lesa meira

Dularfullt morðmyndband er í umferð. Það er nóg að horfa á það einu sinni og uppfrá því áttu einungis sjö daga eftir ólifaða. Fréttakonan Cindy Campbell horfir á myndbandið og reynir síðan að finna út úr því hvernig hún getur komið í veg fyrir eigin dauða innan sjö daga. En þetta er ekki það eina dularfulla sem er á seyði. Kornhringir á ökrum hafa byrjað að birtast á bóndabæ í nágrenninu hjá þeim Tom og George. Með hjálp Shaneequea frænku, þá fer Cindy að gruna að geimverur gætu átt einhvern þátt í morðmyndbandinu og nú þarf hún að leysa báðar gáturnar áður en heimsendir ríður yfir. ... minna

Aðalleikarar

Anna Faris

Cindy Campbell

Simon Rex

George

Regina Hall

Brenda Meeks

Leslie Nielsen

President Baxter Harris

Jeremy Piven

Ross Giggins

George Carlin

Architect

Queen Latifah

Aunt Shaneequa / The Oracle

Camryn Manheim

Trooper Champlin

Marny Eng

Tabitha

Timothy Stack

Carson Ward

Darrell Hammond

Father Muldoon

Doron Bell

Rapper #2

Fat Joe

Fat Joe

Ajay Naidu

Sayaman

Ja Rule

Agent Thompson

Leikstjórn

Handrit


SMÁ SPOILERAR.Scary movie 3 byrjar þegar tvær skólastelpur(Pamela Anderson og Jenny McCarthy) eru einar heimar og fara að tala um myndband sem drepur mann eftir að maður horfir á það en einn þeirra hafði horft á það fyrir viku, þær deyja báðar.

Cindy Campbell(Anna Faris,SM,SM2) er núna orðin fréttakona og sér um frænda sinn Cody(Drew Mikuska) sem er skyggn og Cindy er að rannsaka mál tveggja bræðra Tom og George(Charlie Sheen og Simon Rex) sem búa á bóndbæ og vakna einn morguninn og sjá að það er komið mynstur á akurinn þeirra sem stendur á kurteisislega ATTACK HERE. George hefur ekki mikinn áhuga á að vera bóndi og sér þann draum að slá í gegn sem rappari en á meðan Tom er fyrrverandi prestur og ekkill og á eina dóttur(Jianna Ballard) en hugsar aðallega um bóndabæinn. Dag einn þegar Cindy er að sækja Cody úr leikskólanum þá hittir hún George sem er að sækja frænku sýna og þau verða ástfanginn. Cindy kemst svo að því að Brenda(Regina Hall sem var víst drepinn eftirmynnilega í SM en það sést ekki á henni)er orðinn kennari Codys.

George býður þeim á rapp tónleika og eftir hann fara þær heim til Brendu en hún er dauðhrædd eftir að hafa horft á myndband nákvæmlega fyrir viku síðan og hún deyr svo. Cindy horfir svo á myndbandið og þarf að rannsaka sögu þess sem og hvort geimverur séu að ráðast á jörðina en það er einn sem getur hjálpað henni.. véfréttin(Queen Latifah). Svo koma rappari(Anthony Anderson) og forseti Bandríkjanna(Leslie Nielsen) við sögu. SMÁ SPOILERAR ENDA. Wayans bræður eru ekki með í þriðju Scary movie en David Zucker leikstýrir margar nýjar persónur komnar í söguna. Scary movie 3 er alveg drepfyndin og ekkert síðri en fyrsta myndin en eins og ég sagði um SM þá gerir það hana ekki góða því að það sama sem einkenndi hana sem er: lélegt handrit, leikstjórn og leikur og myndin er illa gerð en eins og í fyrstu myndinni þá er hún alveg drep-fyndin(ástæðan sem ég tala ekki um Scary movie 2 var að hún var rusl og ekkert fyndin en hinar voru skárri og mjög fyndnar). Í SM3 er aðallega verið að gera grín af Ring, Signs, 8 mile og Matrix Realoaded og engin af þeim eru hryllingsmyndir nema kannski Ring, þessi er líka miklu barnavænni en hinar 2 og eins og ég hef sagt í dómi mínum þá er Scary movie 3 drep-fyndin,ekkert síðri en 1 en ekki mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scary Movie er ein af þeim fyndnustu myndum í heiminum þessar myndir herma mjög mikið eftir öðrum myndum sem mér finnst svallt. Scary Movie3 er ótrúlega fyndin þannig að hinar eru örgglega jafn skemmtilegar ég er ekii búinn að sjá hinar en það verður tvímænalaust að ég sjái hinar. Anna Faris fer með aðalhlutverkið og stendur sig með prýði eins og hinir leikararnir. Ég mæli rosa rosa rosa mikið með þessari mynd kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa mynd nema að ég hló aðeins tvisvar alla myndina og ekkert sérstaklega mikið í þau skipti. Kannski er ég bara búinn að sjá of margar slíkar myndir??? En það voru allavegana 12-14 ára krakkar á myndinni sem þótti hún fyndin. Þeir hafa kannski ekki séð eins margar slíkar myndir og ég. Svo að ef þú ert ungur að árum eða hefur ekki séð mjög margar myndir þar sem gert er grín að kvikmyndabransanum þá endilega skelltu þér á hana, en ef þú ert búinn að sjá allar hinar myndirnar eða flestar þeirra, sem gera grín að öðrum, þá skaltu ekkert vera að fara á þessa í bíó. Sjáðu hana bara þá í sjónvarpinu eða farðu á myndbandaleiguna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta grín mynd sem ég hef séð miklu betri en hinar tvær myndirnar bara geðveikt fyndin og hún hittir í mark og hermir vel grínlega eftir The Ring The Others 8Mile Signs og Matrix, þær fá rækilega skell á bossann í þessari geggjuðu grínmynd. Og þeim sem finnst hún ekki fyndin eru eitthvað skrýtnir eða dofnir eða algjörlega húmorslausir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.01.2010

Tían: "Spoof" myndir

Í dag þykir það vera algjör plága þegar titill grínmyndar endar á orðinu "Movie." Þetta er orðið alltof reglulegt og spilast frekar út eins og slæm þáttaröð af Spaugsstofunni frekar en eitthvað sem lætur mann h...

23.03.2013

Hvíta húsið í klessu - vídeó

Nú styttist í frumsýningu á nýjustu mynd Gerard Butler, Olympus Has Fallen, en myndin verður frumsýnd þann 19. apríl hér á Íslandi. Í myndinni hafa hryðjuverkamenn ráðist inn í Hvíta húsið í Washington ...

18.10.2010

Jackass 3D öruggir beint á toppinn í Bandaríkjunum

Asnakjálkarnir í Jackass skutust beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um helgina, þegar nýjasta Jackass myndin, sú þriðja í röðinni, var frumsýnd þar vestanhafs, og sönnuðu þar með að fólk hefur endalaust gaman af h...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn