Náðu í appið
Öllum leyfð

A Mighty Wind 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Back together for the first time, again.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Grínádeila um endurkomu þjóðlagasveitarinnar the Folksmen á sjöunda áratug síðustu aldar, þar sem hún býr sig undir minningartónleika látins umboðsmanns.

Aðalleikarar

Bob Balaban

Jonathan Steinbloom

Christopher Guest

Alan Barrows

Eugene Levy

Mitch Cohen

Jane Lynch

Laurie Bohner

Michael McKean

Jerry Palter

Sean Sullivan

Mickey Crabbe

Parker Posey

Sissy Knox

Harry Shearer

Mark Shubb

Fred Willard

Mike LaFontaine

Larry Miller

Wally Fenton

Cliff Work

Lars Olfen

Paul Dooley

George Menschell

David R. Kappes

Elliott Steinbloom

Bill Cobbs

Blues Musician

Michael Mantell

Deputy Mayor

Peter Zenk

Martin Berg

Michael Hitchcock

Lawrence E. Turpin

Mary Gross

Ma Klapper

Laura Harris

Girl Klapper

Diane Baker

Supreme Folk Defense Lawyer

Freda Foh Shen

Melinda Barrows

Leikstjórn

Handrit


Ég hef ekki skrifað gagnrýni í háa herrans tíð en ég get ekki setið hjá og leyft fólki að tala illa um þessa stórkostlegu mynd. A Mighty Wind kemur úr hugarheimi þeirra Christopher Guest og Eugene Levy, snillinganna á bak við This is Spinal Tap, Best in Show og Waiting for Guffman. Ég veit að þessi húmor er ekki fyrir alla, en það er leitt að sjá að fólk er orðið svo vant prumpubröndurum og hallærislegum neðanbeltishúmor að svona bíókonfekt fær ekki séns. Eins og í þeirra fyrri myndum nota Guest og Levy heimildamynda-þemað til að gera bráðfyndna gamanmynd. Nú snúa þeir sér að útjöskuðum þjóðlagasöngvurum sem ákveða að snúa aftur 30 árum eftir hátind vinsældanna til að kveðja þekktan mann úr bransanum. Það eru þrjár hljómsveitir sem koma fram: The New Main Street Singers (með Parker Posey, John Michael Higgins og Jane Lynch í fararbroddi), The Folksmen (Christopher Guest, Michael McKean og Harry Shearer), og Mitch & Mickey (Eugene Levy og Catherine O'Hara). Í aukahlutverkum eru t.a.m. Bob Balaban, Ed Begley, og hin óborganlega Jennifer Coolidge. Þeir sem höfðu gaman að Best in Show eiga hreinlega eftir að dýrka þessa mynd. Eins og ég sagði þá er A Mighty Wind alls ekki mynd sem höfðar til allra, en þeir sem gefa henni séns eiga ekki eftir að sjá eftir því. Ég er búinn að sjá þessa mynd tvisvar, og sá allt leikaraliðið á tónleikum sem karakterarnir úr myndinni, og það er ekki annað hægt en að dást að hæfileikunum sem þetta fólk hefur. Frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég reyndi en gat ekki klárað, Ég reyndi aftur og komst styttra.

Ég komst að þeirri niðurstöðu að engin annar ætti að leggja það á sig að reyna að horfa á þetta sorp. Ef þú ert að hugsa um það, ekki gera það. Ef þú ert að hugsa um að sleppa því, stattu þá við það.

Ég veit ekki hvað maður á að segja um þessa mynd annað en að þetta er einhverskonar bíómynd að reyna að vera heimildarmynd, sem reynir að vera bíómynd, eða öfugt. Allavega niðurstaðan er það slæm að ég vona að fólk taki mig á orðinu og forðist hana eins og að pissa upp í vindinn, þú munt nefnilega sjá eftir báðu.

Hálfa stjarnan er fyrir viðleitni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn