Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Hero 2002

(Ying xiong)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. október 2003

One man's strength will unite an empire

99 MÍNKínverska

Í Kína til forna var landinu skipt í sjö konungdæmi. Qin, konungur í vestasta konungdæminu, er í sífelldri hættu á að verða ráðinn af dögum. Helsti ótti hans er við stríðsmennina Broken Sword, Flying Snow og Sky. Dag einn kemur einn af friðdómurum konungsdæmisins inn í höllina, og segir að hann hafi yfirbugað alla þessa óþokka, og segir sögu sína;... Lesa meira

Í Kína til forna var landinu skipt í sjö konungdæmi. Qin, konungur í vestasta konungdæminu, er í sífelldri hættu á að verða ráðinn af dögum. Helsti ótti hans er við stríðsmennina Broken Sword, Flying Snow og Sky. Dag einn kemur einn af friðdómurum konungsdæmisins inn í höllina, og segir að hann hafi yfirbugað alla þessa óþokka, og segir sögu sína; hvernig hann sigraði Sky í einvígi, og notaði ástina á milli Broken Sword og Flying Snow, til að yfirbuga þá. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hero er mjög góð mynd í alla staði, samt fannst mer hún stundum ganga of langt í að reyna að vera listræn. Persónulega fannst mer crouching tiger míkið skemmtilegri. það voru margar sénur í hero sem voru ónauðsinlega langdregnar. Samt er Hero mjög góð og gaman að horfa á einhverja mynd sem er ekki frá bandarikjunum. Eg mæli alveg með Hero þrátt fyrir örfáum langdregnum sénum. Hero hefu allt sem stórmynd þarfnast e.t.c : Stóra og flotta bardaga flotta kvikmyndatöku flottar tæknibrellur. Semsagt góð mynd í næstum alla staði mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Listræn og djúp
Ég verð nú bara að játa. Þetta er eitthvað það stórfenglegasta sem ég hef séð, og gefur hún Crouching Tiger, Hidden Dragon nánast ekkert eftir (enda nánast óhjákvæmalegt að bera þessar tvær myndir saman). Reyndar þótti mér Hero örlítið betri; Sagan er dýpri, tilfinningalega fjölbreyttari og ekki eins ''straight-forward'' (svo maður sletti aðeins).

Útlitslega séð er myndin einnig ótrúleg. Hún er bara svo ólýsanlega falleg að ég get varla lýst því með orðum. Bardagasenur eru fyrsta flokks, tónlistin grípandi (samt furðulega lík hinni myndinni), leikur er magnaður (merkilegt hversu góður Jet Li er þegar hann talar ekki ensku) og hvað annað er hér um bil gallalaust.

Ef þið viljið sjá netta bardagamynd, veljið þessa. Ef þið viljið sjá epíska stórmynd með vel framsettri sögu, veljið þá þessa. Ef þið viljið mynd í listrænni kantinum, veljið þá þessa!! Í guðanna bænum, drífið ykkur út á leigu. ÞIÐ SJÁIÐ EKKI EFTIR ÞVÍ.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kínverska stórmyndin Hero, sem tilnefnd er til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin, er magnþrungið meistaraverk á mörgum sviðum. Hún er sjónræn veisla á hátt sem sjaldan hefur sést. Hún er tilfinningalegur rússibani sem fer með mann allan skalann ef maður leyfir henni það. Sagan er þétt og frábærlega skrifuð, með sérstaklega vel útfærðum persónum og sterkum leik. Síðast en ekki síst, þá er þetta mynd fyrir alla sanna aðdáendur góðra bardagamynda. Myndin fellur undir Wuxia geirann, líkt og Crouching Tiger, Hidden Dragon gerir, og er henni ekki síðri nema síður sé. Í því felst að persónur myndarinnar, bardagalistamenn af slíkri íþrótt, að þeir geta um stund afneitað þyngdaraflinu og nánast svifið. Þetta er gert af slíku listfengi og glæsileika að maður missir andann um stund. Myndinni er leikstýrt af Zhang Yimou, einum virtasta leikstjóra Kína, en hann hefur leikstýrt slíkum meistaraverkum sem Raise The Red Lantern og The Story of Qiu Ju, sem ættu að vera öllum sönnum kvikmyndaaðdáendum kunnugar. Kostir þess að hafa listrænan leikstjóra, sem setur söguþráð og persónur ofar öllu, í mynd sem er á yfirborðinu bardagamynd, eru ótvíræðir. Hann passar sig á því að myndin drukknar aldrei í bardagaatriðum án tilgangs. Þvert á móti notar hann bardagaatriðin til þess að sýna innri kjarna persónanna, því í gegnum listir sínar og mismunandi stíla, þá má sjá hvað það er sem aðgreinir hvern og einn, og hvar styrkur þeirra liggur. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Tony Leung, Maggie Cheung, Jet Li, Donnie Yen og Zhang Ziyi, og eru þau hvert öðru betra. Tónlist myndarinnar er í höndum Dun Tan, en hann gerði einmitt tónlistina í Crouching Tiger, Hidden Dragon, og er hún glæsileg og passar vel inn í það stórmyndayfirbragð sem skapast í myndinni. Til þess að gera þetta einfalt, þá er öllum sönnum kvikmyndaaðdáendum hér með ráðlagt að fara niður í Laugarásvídeó og leigja sér Hero, en þar er hún til á region 1 DVD disk. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sannarlegt snilldarverk. Hero er einhver listrænasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Og svo epísk. Ekki mikið af tæknibrellum en einhverjar stærstu skot af herum sem ég hef séð. Myndin er með mikla orku í öllum sviðum. Leikurum, handriti, leikstjórn. Sagan er frábærlega sögð. Vel sviðsett mynd. Hörkubardagar. Hero er sönn kvikimynd. Ein besta sem til er. Listræn og frábær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.12.2023

Napóleon óhagganlegur á toppnum

Ekkert fær haggað Napoleon, stórmynd Sir Ridleys Scotts, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er nú þriðju vikuna í röð sú vinsælasta á landinu. Staða þriggja efstu mynda er reyndar óbreytt frá síð...

18.08.2023

Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpers...

31.05.2023

Innri djöflar trufluðu ákvarðanatökuna

The Boogeyman stjarnan David Dastmalchian sagði frá því nýlega að hann hafi nærri verið búinn að hafna hlutverkinu í myndinni vegna sinna eigin persónulegu innri djöfla. The Boogeyman kemur í bíó í dag en ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn