Náðu í appið

Far from Heaven 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 2011

What imprisons desires of the heart?

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Cathy er hin fullkomna húsmóðir sjötta áratugs síðustu aldar í Bandaríkjunum. Hún lifir hinu fullkomna sjötta áratugs lífi, á heilbrigða krakka, eiginmann sem nýtur velgengni og hún er áberandi í félagslífinu. Eitt kvöldið kemur hún að eiginmanni sínum Frank við að kyssa annan karlmann, og hún fer að missa stjórn á hinu fullkomna lífi sínu. Í... Lesa meira

Cathy er hin fullkomna húsmóðir sjötta áratugs síðustu aldar í Bandaríkjunum. Hún lifir hinu fullkomna sjötta áratugs lífi, á heilbrigða krakka, eiginmann sem nýtur velgengni og hún er áberandi í félagslífinu. Eitt kvöldið kemur hún að eiginmanni sínum Frank við að kyssa annan karlmann, og hún fer að missa stjórn á hinu fullkomna lífi sínu. Í ráðaleysi sínu og sorg þá finnur hún huggun hjá afrísk-amerískum garðyrkjumanni þeirra hjóna, Raymond, en samband þeirra, sem er ekki viðurkvæmilegt miðað við þessa tíma í Bandaríkjunum, leiðir til enn meiri óreiðu í lífi hennar. Þrátt fyrir erfiðleika Cathy og Frank við að halda hjónabandi sínu saman, þá opnar samkynhneigð Franks og tilfinningar hennar til Raymon heiðarlegan en um leið sársaukafullan kafla í lífi þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Julianne Moore

Cathy Whitaker

Dennis Quaid

Frank Whitaker

Dennis Haysbert

Raymond Deagan

Patricia Clarkson

Eleanor Fine

James Rebhorn

Dr. Bowman

Doro Merande

Mrs. Leacock

Michael Gaston

Stan Fine

Celia Weston

Mona Lauder

Ryan Ward

David Whitaker

Lindsay Andretta

Janice Whitaker

Kyle Timothy Smith

Billy Hutchinson

Antoine Héberlé

Dick Dawson

June Squibb

Elderly Woman

Greg Collins

Tallman

Declan Baldwin

Officer #1

Leikstjórn

Handrit


Ég held að menn verða að vera nokkuð djarfir til að leggja í að gera svona mynd á þessum tímum, þar sem myndin kannski ekki er það sem almúginn vill í dag. Leikstjórinn Todd Haynes lagði í að gera þessa mynd og útkoman er falleg og heilsteypt kvikmynd. Honum tekst vel með að skapa þá stemmingu og andrúmsloft sem ríkti á þessum tíma í bandaríkjunum. Far From Heaven fjallar um fjöldskyldu á árunum 1945-1955. Fjöldskylda er þekkt og virt í sínum heimabæ en þegar fjöldskyldan lendir í vandamálum í sambandi við samkynhneigð og kynþáttafordóma. Þá kemur í ljós hvernig fjöldskyldan og aðrir bæjarbúar vilja vinna út úr þeim. Leikarhópurinn er vel mannaður og þar ber fyrst að nefna Julianne Moore sem ég held að muni vinna Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Hún sýnir í myndinni, hversu ótrúleg leikkona hún er orðin. Dennis Quaid kemur líka sterkur inn sem faðir og eiginmaður sem á í vandamálum með að halda fjöldskyldunni saman út af hans nýuppgötvaðri samkynshneigð. Ekki er svo hægt að gleyma Dennis Haysbert sem leikur garðvinnumanninn og vin hennar Julianne Moore. Samleikur þeirra tveggja er mjög góður. Myndin er fallega tekin og það er gott að það eru enn til menn í Hollywood sem vilja koma með kvikmyndir sem eru með góða heilsteypta sögu. Þetta er mynd fyrir alla sem vilja sjá mynd með mannlegum tilfinningum og erfiðum fjöldskylduvandamálum. IES
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn