Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Femme Fatale 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Nothing is more desirable or more deadly than a woman with a secret

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Þjófurinn Laurie Ash stelur rándýrum demanti sem kallast "Eye of the Serpent" í djörfu ráni á meðan á sýningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2001 stendur. Hún svíkur félaga sína, og er síðan tekin í misgripum fyrir Lily, konu sem missti eiginmann sinn og son í slysi, og hefur verið týnd allar götur síðan, af venjulegri fjölskyldu. Dag einn, þegar... Lesa meira

Þjófurinn Laurie Ash stelur rándýrum demanti sem kallast "Eye of the Serpent" í djörfu ráni á meðan á sýningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2001 stendur. Hún svíkur félaga sína, og er síðan tekin í misgripum fyrir Lily, konu sem missti eiginmann sinn og son í slysi, og hefur verið týnd allar götur síðan, af venjulegri fjölskyldu. Dag einn, þegar hún er að baða sig í baðkari Lily, þá kemur Lily aftur heim og fremur sjálfsmorð. Laurie áttar sig strax á því hver þetta er, og fer til Bandaríkjanna þar sem hún giftist ríkum manni, sem verður síðan sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi. Þegar Laure snýr aftur til Frakklands, þá eltir fortíðin hana uppi.... minna

Aðalleikarar

Rebecca Romijn

Laure Ash / Lily Watts

Robert Jones

Laure Ash / Lily Watts

Antonio Banderas

Nicolas Bardo

Antonio Banderas

Nicolas Bardo

Rie Rasmussen

Veronica

Eriq Ebouaney

Black Tie

Fiona Curzon

Stanfield Phillips

Jo Prestia

Napoleon

David Belle

French Cop

Leikstjórn

Handrit

Sexý þunnildi
Femme Fatale er langt frá því að teljast meðal betri mynda leikstjórans Brian De Palma en hún er þó með þeim stílískari og sniðugri, það er ekki spurning.

Myndin er glæsileg sjónrænt séð, og mjög vel unnin í tæknideildinni, þótt það fari ekki mikið lengra en það. Söguþráðurinn er voða standard og handritið bara óhemju þunnt. Leikurinn er líka verulega takmarkaður, þó þetta sé nú flest allt í höndum Rebeccu Romijin-Stamos, sem er jú, flott leikkona (ef svo má kalla hana) og það allt, en ég stend við það sem ég sagði í Rollerball gagnrýninni minni; konan getur bara ekki leikið!!

Annar galli við myndina er fléttan í lokin, sem var bara algerlega út í hött og passaði engan veginn við afganginn af sögunni. Ég veit ekki, kannski gerði hún það svosem, en áhugi minn var orðinn það takmarkaður að mér gat ekki verið meira sama.

Atburðarásin er þó furðulega sniðug. Myndin virkar stundum eins og þögul mynd, leikstjórinn notar mjög lítið af samtölum í myndinni og lætur atburðarásina spilast að mestu leyti út með hjálp frá tónlistinni, sem er að mínu mati þónokkuð vel heppnað, þótt það breyti litlu varðandi þennan gríðarlega tómleika sem myndin þjáist svo mikið af. Svona yfirhöfuð fannst mér þetta flott, en frekar slöpp mynd, annars er ekki hægt að neita því að þetta sé talsvert hátt skref upp fyrir De Palma frá síðustu mynd hans, Mission to Mars...

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Femme fatale er einstaklega fallega tekin mynd mjög stílhrein og flott. Myndin fjallar um atvinnuþjóf sem finnur leið til að sleppa út úr félagskapnum sem hún hefur komið sér í og reynir að finna sér betra líf......

Það er skemmtilegt hvernig Brian De Palma einskorðar sig ekki við enskuna í þessari mynd þar sem franska er mikið töluð í henni. Ég get ekki mælt með þessari mynd fyrir alla því að hún er svolítið sérstök en allir kvikmyndaunnendur ættu að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.06.2020

Sér eftir móðurhlutverkunum

Óskarsverðlaunaleikkonan Marisa Tomei sér mikið eftir því að hafa verið töluð inn á það að taka að sér hlutverk mæðra í kvikmyndum. Hún upplýsir um þetta í nýju viðtali sem tekið var við hana í tengslu...

01.08.2016

Raising Cain viðhafnarútgáfa á Blu

„Raising Cain“ (1992) eftir Brian De Palma fær viðhafnarútgáfu frá Scream Factory í Bandaríkjunum. Myndin þykir meðal þeirra síðri eftir leikstjórann en hann á að baki nokkrar mikils metnar myndir á borð við „Carrie“...

09.04.2014

Neitaði að sýna á sér brjóstin

Framleiðslufyrirtækið True Crime hefur höfðað mál gegn leikkonunni Anne Greene fyrir að neita að sýna á sér brjóstin fyrir þættina Femme Fatales og gæti hún þurft að greiða 85.000 Bandaríkjadala, eða rúmar 9 milljónir íslenskra króna, fyrir brot á samningi. Samkvæmt The Hollywood Reporter þá ku Greene að hafa sent...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn