Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Client 1994

A New Lawyer Out Of Her League. A Young Boy Who Knew Too Much

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 65
/100
Susan Sarandon tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikona

Ungur drengur, Mark Sway, lendir af tilviljun í klónum á lögfræðingi sem er í sjálfsvígshugleiðingum og leiðir það til þess að Mark verður hundeltur af mafíunni jafnt sem lögreglunni. Hinn ellefu ára gamli Mark veit fullvel að hann veit orðið of mikið. Hann veit að hann hefði ekki átt að laumast með litla bróður sínum út í skóginn til að reykja... Lesa meira

Ungur drengur, Mark Sway, lendir af tilviljun í klónum á lögfræðingi sem er í sjálfsvígshugleiðingum og leiðir það til þess að Mark verður hundeltur af mafíunni jafnt sem lögreglunni. Hinn ellefu ára gamli Mark veit fullvel að hann veit orðið of mikið. Hann veit að hann hefði ekki átt að laumast með litla bróður sínum út í skóginn til að reykja í laumi, og hann veit líka að hann hefði ekki átt að blanda sér í málið þegar feiti lögfræðingurinn kom á stóra bílnum sínum og tengdi slöngu við útblástursrörið. En það er hins vegar of seint fyrir Mark að líta um öxl. Lögfræðingurinn sagði honum nefnilega svolítið sem hann óskar að hann hefði aldrei heyrt, en það er eitthvað um kaldrifjaðan morðingja og hvar sá faldi lík öldungardeildarþingmanns sem hann myrti. Og Ricky, litli bróðir Marks, er nú í losti af völdum taugaáfalls sem hann fékk þegar hann fylgdist með lögfræðingnum misþyrma bróður sínum og svipta sig síðan lífi. Mafían er komin á hæla Marks til að þagga niður í honum, og valdamikill alríkislögreglumaður, "séra" Roy Foltrigg, er líka á hælunum á honum til að komast að leyndarmáli hans. Mark er því hundeltur og fjölskyldu hans er ógnað. Hann er aðeins ellefu ára gamall strákur í skelfilegri veröld hinna fullorðnu, og tíminn er að renna honum úr greipum. Hann finnur sér því lögfræðing, Reggie Love, sem er tilbúin til þess að berjast af sama eldmóði og Mark. Reggie er á vissan hátt utangarðs, en hún er hins vegar klók og harðsnúin og reiðubúin til að hjálpa Mark.... minna

Aðalleikarar

Brad Renfro

Mark Sway

Susan Sarandon

Reggie Love

Robert Wise

Roy Foltrigg

Tommy Lee Jones

Roy Foltrigg

Mary-Louise Parker

Dianne Sway

Anthony LaPaglia

Barry Muldano

Bradley Whitford

Thomas Fink

Will Patton

Sergeant Hardy

Anthony Edwards

Clint Von Hooser

J.T. Walsh

Jason McThune

Anthony Heald

Larry Trumann

Kim Coates

Paul Gronke

Ossie Davis

Harry Roosevelt

William H. Macy

Dr. Greenway

David Speck

Ricky Sway

Henri Baum

Wally Boxx

Simon McBurney

Momma Love

Ron Dean

Johnny Sulari

William Richert

Harry Bono

Will Zahrn

Gill Beale

Dan Castellaneta

Slick Moeller

John Diehl

Jack Nance

Leikstjórn

Handrit


Vönduð og einkar vel gerð spennumynd eftir hinni víðfrægu skáldsögu The Client, hún er allra besta myndin af þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum metsöluhöfundarins John Grisham. Hinar eru The Pelican Brief, The Firm og The Rainmaker. Með aðalhlutverkin í myndinni fer Susan Sarandon, sem af gamalkunnum krafti túlkar lögfræðinginn Reggie Love, á kostum og var það afar ósanngjarnt að hún skyldi ekki fá óskarinn fyrir þann stórleik sinn. Ekki má gleyma Tommy Lee Jones sem fer á kostum í hlutverki saksóknarans Roy Foltrigg. Ekki má gleyma aðalsöguhetjunni, hinum ellefu ára gamla Mark Sway, sem ungstirnið Brad Renfro leikur af stakri prýði. Mark Sway er að leika sér úti í skógi þegar hann sér bíl á veginum sem eitthvað grunsamlegt er við. Hann ákveður að athuga málið, en sú ákvörðun hans á eftir að verða afdrifarík. Í bílnum er lögfræðingur að gera tilraun til sjálfsmorðs. Hann segir Mark dálítið sem Mark á eftir að sjá eftir að hafa heyrt. Vitneskja hans rekur hann nefnilega á mikinn flótta, ekki aðeins undan mafíunni sem hefur engan áhuga á því að vitneskja hans fari lengra, heldur og einnig undan saksóknararnum Roy Foltrigg, sem er ákveðinn í að draga allt út úr Mark sem hann veit. Mark ákveður því að ráða sér lögfræðing til að sinna sínum málum og fyrir valinu verður snjöll og eiturhörð kona, Reggie Love, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gæta rétta hans. Stórkostleg og verulega góð mynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.02.2013

Ný Grisham mynd á leiðinni

Hver man ekki eftir The Firm, The Client, Pelican Brief og Time to Kill, sem allt eru bíómyndir byggðar á sögum spennusagnarithöfundarins John Grisham. Nú er von á nýrri mynd sem byggð verður á sögu eftir Grisham, en fra...

17.01.2011

Golden Globe sigurvegarar - í beinni!

Kvikmyndir.is vakir að sjálfsögðu fram á nóttina og fylgist með Golden Globe verðlaunahátíðinni. Að þessu sinni er það Ricky Gervais sem er kynnir, en hér fyrir neðan má sjá allar þær tilnefningar sem við koma kvikmyndum og ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn