Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Four Feathers 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. apríl 2003

Freedom. Country. Honor. Passion. To save his best friend, one man must risk everything he loves.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Myndin gerist í Súdan árið 1884, og er gerð eftir skáldsögu A.E.W. Mason. Hún fjallar um breskan herforingja sem flýr af hólmi, rétt áður en herlið hans siglir út á móti uppreisnarmönnum. Kærasta hans og vinir líta á þetta sem hugleysi, og senda honum fjórar hvítar fjaðrir til merkis um það, en það sem þau vita ekki er að hann er að fara að vinna... Lesa meira

Myndin gerist í Súdan árið 1884, og er gerð eftir skáldsögu A.E.W. Mason. Hún fjallar um breskan herforingja sem flýr af hólmi, rétt áður en herlið hans siglir út á móti uppreisnarmönnum. Kærasta hans og vinir líta á þetta sem hugleysi, og senda honum fjórar hvítar fjaðrir til merkis um það, en það sem þau vita ekki er að hann er að fara að vinna á laun og ætlar sér að endurheimta heiður sinn. ... minna

Aðalleikarar

Heath Ledger

Harry Faversham

Wes Bentley

Jack Durrance

Peter Appel

Ethne Eustace

Djimon Hounsou

Abou Fatma

Jane Winton

Colonel Hamilton

Michael Sheen

William Trench

Lucy Gordon

Isabelle

James Cosmo

Col. Sutch

Jane Winton

Gustave

Mohamed Bouich

Sudanese Storyteller

Campbell Brown

Dervish Ansar

James Hillier

Drunken Corporal

Nick Holder

British Lion

Kris Marshall

Edward Castleton

Deobia Oparei

Idris-Es-Saier

Leikstjórn

Handrit


Myndin fjallar um píslargöngu Harry Faversham (Heath Ledger). Harry þykir vera efnilegasti ungi hermaðurinn í breska hernum árið sirka 1875. Hann er sonur hershöfðingja og allir líta upp til hans, þar á meðal besti vinur hans Jack Durrance (Wes Bentley) þó að hann einnig öfundi hann á laun og þá sérstaklega yfir því að hann skuli vera trúlofaður Ethne (Kate Hudson) sem Jack elskar einnig. Allt leikur í lyndi fyrir Harry þangað til að breski herinn er kallaður út til að berjast við uppreisnarmenn í Súdan. Harry tekur þá upp á því að skrá sig úr hernum og greinilegt er að hann hefur aldrei kært sig um að vera í hernum eða fara í neitt stríð. Þetta er náttúrulega litið á sem hin grófustu svik og fær Harry sendar fjórar hvítar fjaðrir, sem eru merki um heigulshátt, þar með talið eina frá heitkonu sinni. Staðráðinn í að endurheimta æruna, ásamt því að reyna að vernda vini sína, þá sérstaklega Jack, leggur Harry upp í ferð til Súdans og þar ásamt hjálp aðstoðarmanns síns Abou Fatma (Djimon Hounsou) reynir að bjarga vinum sínum úr miklum ógöngum.

Ja hérna hér!!!! Ég hélt að það væri ekki hægt að réttlæta svona lagað lengur. Það mætti halda að sjálfur Cecil Rhodes hefði leikstýrt þessari. Myndin er ekkert annað heldur en einn stór lofgjörðarsöngur um breska heimsveldið. Það er ekki minnst einu orði á skelfilegar afleiðingar nýlendustefnu Breta á Afríku sem enn eiga sér stað, þvert á móti eru Bretarnir sýndir sem hugrökk og göfug ofurmenni sem standa fastir fyrir á móti snarbrjáluðum villimönnum að nokkrum undanskildum eins og About Fatma sem er dyggur þjónn Harry og fylgir honum hvert fótmál, hvers vegna er hálf óskiljanlegt. Og Shekhar Kapur er Indverji!!! Indland er nú önnur gömul nýlenda Breta. Maður mætti halda að hann reyndi allavegana eitthvað að sýna hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni. Og hann sem hefur gert svo ágætar myndir hingað til, eins og Elizabeth.

Það er helst að myndin byrji sæmilega og maður getur líkað við eina og eina senu, þá helst þegar afrísk prinsessa mölbrýtur hausinn á nýlendukúgara sínum sem er Frakki og eina ógeðslega hvíta persónan í allri myndinni. Hann er Frakki!!! Hmmm, eru einhver dulin skilaboð hér!!!!

Aðalleikararnir standa sig reyndar betur heldur en myndin á skilið. Heath Ledger er hreint prýðilegur í titilhlutverkinu þó hann sé enginn Arabíu-Lawrence og ástæður hans og aðgerðir eru fremur óskiljanlegar og lýsa helst hálfgerðum barnaskap. Kate Hudson, sú ágæta leikkona, gerir einnig eins vel og hún getur við sitt hlutverk en hlutverkið er vonlaust. Í rauninni meira en vonlaust, það er blátt áfram móðgandi við konur í heild. Litið er á þær sem hálfgerða kjána sem virðast alltaf vera sammála síðasta ræðumanni. Og West Bentley, sem vakti mikla athygli mína í meistaraverkinu American Beauty, er hálf lánlaus sem litlaus og óspennandi karakter.

Og hvernig stendur á því að Djimon Hounsou, sem var svo firnasterkur í Amistad, skuli aldrei fá neitt annað að gera heldur en að vera hundtryggur þjónn einhvers hvíts fáráðlings sem virðist ekkert vita hvað hann er gera eða hvers vegna.

Jæja, þetta verður þó kannski til þess að opna augu fólks fyrir rasismanum og kvenfyrirlitningunni innan Hollywood-maskínunnar.

Tæknilega lítur myndin mjög vel út, skotin á flottum tökustöðum, með fínni kvikmyndatöku og tónlist og einnig mjög vel gerðri bardagasenu.

Oft flott og vel gerð mynd, en einnig alveg agalega gagnrýni-, átaka- og ádeilulaus og oft hálf móðgandi á köflum.

Ein af slökustu stríðsmyndum í þó nokkurn tíma.

Four Feathers er virkilega vönduð og góð mynd að öllu leiti, að mér finnst. Hún er vel leikin og skrifuð, persónurnar eru aðeins meira heldur en bara það sem maður sér, klipping og hljóð flott ásamt skemmtilega vel gerðum bardagasenum þó svo að það sé ekkert allt of mikið af þeim.

Myndin hefur þó sinn Hollywood brag og er byggð á nokkrum föstum formúlum, hetjan og kærastan og vinurinn sem ágirnist kærustuna.

Af trailernum að dæma bjóst ég við algjörri hetju dellu, þegar hinsvegar líða tók á myndina var ég alveg hættur að halda það, en þegar að allt kom til alls þá var hetjan náttúrulega til staðar, en sem betur fer var henni ekki of gert.

Four Feathers er mynd sem ég er óhræddur að mæla með fyrir alla sem hafa ánægju af góðum hetju myndum sem hafa þó innihald.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn