Náðu í appið
Öllum leyfð

Eight Crazy Nights 2002

(8 Crazy Nights)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Ultimate Battle Between Naughty And Nice.

76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 23
/100

David Stone er 33 ára gömul fyllibytta sem var á hátindi lífs síns fyrir 20 árum síðan. Eftir að hann svíkur kínverskan þjón um að borga fyrir fjórar Scorpion skálar, þá fær hann eina lokatilraun áður en hann er sendur í 10 ára fangelsi. Í refsingarskyni þarf hann að þjálfa krakka í hafnabolta. Á sama tíma og hann reynir að verða betri maður, með... Lesa meira

David Stone er 33 ára gömul fyllibytta sem var á hátindi lífs síns fyrir 20 árum síðan. Eftir að hann svíkur kínverskan þjón um að borga fyrir fjórar Scorpion skálar, þá fær hann eina lokatilraun áður en hann er sendur í 10 ára fangelsi. Í refsingarskyni þarf hann að þjálfa krakka í hafnabolta. Á sama tíma og hann reynir að verða betri maður, með hjálp Whitey Duvall, sem er gamall körfuboltadómari, þá verður hann ástfanginn af kærustu sinni úr grunnskóla, Jennifer Freedman, sem á einn son, Benjamin.... minna

Aðalleikarar

Adam Sandler

Davey / Whitey / Eleanore / Deer (voice)

Jackie Sandler

Jennifer (voice)

Kevin Nealon

Mayor (voice)

Austin Stout

Benjamin (voice)

Wade Hannett

Chinese Waiter / Narrator (voice)

Norm Crosby

Judge (voice)

Jon Lovitz

Tom Baltezor (voice)

Jared Sandler

Dreidel Kid (voice)

Catherine Hicks

Radio Shack Walkie-Talkie (voice)

Franz Eichhorn

Foot Locker Guy (voice)

Tom Kenny

Sharper Image Chair (voice)

Cole Sprouse

K-B Toys Soldier (voice)

Dylan Sprouse

K-B Toys Soldier (voice)

Carl Weathers

GNC Guy (voice)

Brooks Arthur

Rabbi Fliegel (voice)

James Barbour

Mayor (singing voice)

Jim Thomas

Cop #3 / Worker #3 (voice)

John Farley

Cop #2 (voice)

Leikstjórn

Handrit


Eight Crazy Nights verður að teljast með óvenjulegri myndum sem að Adam Sandler hefur gert. Þessi mynd er samt mjög fyndin og soldið sorgleg á tímum. Þetta er svona blanda af gamanmynd, söngmynd og dramamynd og skilar hún öllum þessum þáttum vel frá sér. Adam Sandler er alveg meiriháttar í þessari mynd. Hver persónan sem að hann túlkar, gerir hann af alveg þvílíkri snilld. Svo finnst mér boðskapur myndarinnar mjög góður. Örugglega ein af betri jólamyndum sem að hægt er að horfa á með Nightmare before Christmas og The Grinch.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldar mynd og drepfyndinn. Þessi teikni og söngvamynd og er leikstýrð af Seth Kearsley sem gerir það með snilld. Myndin er um 12 ára dreng sem er undrabarn í körfubolta en hann verður fyrir því óhappi að missa foreldra sína vegna þess verður líf hanns ömurlegt. Hann fer að drekka og verður þá oft skrítin og brýtur lög. Í eitt skipti sem það gerist hótar dómarinn 10 ára dóm en þá kemur lítill maður sem var dómari á þeim tíma sem hann var í körfubolta. Hann biður um að þjálfa hann og reyna að breyta honum en undir einu skilyrði því að ekki brjóta lög framar. Ég mæli með að sjá þessa. En takið eftir Adam Sandler talar fyrir a.m.k. þrjár persónur með mjög ólíkar raddir.





Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geðveik mynd sem flestir ættu að sjá. Myndin fjallar um ungan mann sem á við drykkjuvandamál að stíða og gengur hann vejulega um bæinn og angrar samborgara sína með ýmsum uppátækjum, þar til að hann gengur of langt. Hann er handtekinn og í þann mund sem dómarinn er að fara dæma hann í 2 ára fangelsi kemur gamall dvergur,Whitey að nafni og bíðst til að sjá um að hann hagi sér vel fram að jólum sem dómari í körfubolta. Það er byrjunin á sprenghlægilegri atburðarrás sem leiðir til þess að hann fer að njóta jólanna(í fyrsta skiptið í 10 ár). Sprenghlægileg teiknimynd þar sem Adam Sandler fer að kostum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snillingurinn Seth Kearsley er leikstjóri myndarinnar Eight Crazy Nights og er það Adam Sandler, sá frábæri leikari og grínisti, sem leikur aðalhlutverkið og talar fyrir þrjár aðalpersónur og eina aukapersónu. Þetta er ekki amalegt teimi þarna á ferð en Seth Kearsley er einmitt frægur fyrir að vera einn af fólkinu á bakvið teiknimyndaþættina geisivinsælu Dilbert. Handrit myndarinnar var í höndum Adam Sandlers, Brooks Arthur's, Allen Covert's og Brad Isaacs og eins og þið sjáið þá er þetta frábært fólk sem er þarna. Flestir hafa nú unnið með Adam áður og eru leikararnir teiknaðir, mjög vel, inn í myndina. Myndin átti uppraunarlega að heita Adam Sandler's 8 Crazy Nights og heitir það sjálfsagt einhversstaðar í heiminum, en ekki í Bandaríkjunum og ekki hérna heima. Þetta er, eftir því sem ég kemst næst, fyrsta teiknimynd Adam Sandlers og er hún frábær í alla staði.


Myndin fjallar um Davey sem er ungur maður á niðurleið. Davey var vinsæll og átti góða barnæsku og var efnilegur körfuboltamaður en þegar hann var mjög ungur létust foreldrar hans og síðan þá hefur heimur Davey Stone breyst. Hann lendir í vandræðum og á að vera sendur í fangelsi en þá kemur til hans lítill, glaðlegur og umburðarlyndur maður og vill hjálpa honum. Sá maður er Whitey körfuboltaþjálfari Davey þegar hann var yngri og þekkja allir bæjarbúar hann en láta sér fátt um hann finnast. Whitey er það sem við myndum kalla í dag, dvergur, og býr hann hjá dvergasystur sinni Eleanore sem er sköllót og lítur út eins og ugla. Whitey er frábær maður sem elskar að hjálpa fólki, og misnotar fólk það á ýmsa vegu. Myndin fjallar um vináttu, ást og auðvitað húmor. Hún er stútfull af skemmtilegum bröndurum, lögum og fyndnum persónum. Ég sá þessa mynd fyrst á samkomu í skólanum mínum og komu atriði sem ég og vinur minn hlógum einir af. Ég skil ekki í fólki að finnast sumt ekki fyndið, en ætli það hafi bara ekki húmor fyrir körlum sem dansa á skondinn hátt og lögum sem eru sprenghlægileg .. bölvaðir slúbbertar.


Myndin hefur líka punkt, sem þú kemst að hver er þegar þú sérð hana. Það kom mér hreinlega á óvart hvað myndin er vel gerð, t.d. með söguþráðinn, hann fer aldrei út í rugl heldur stendur fastur við einn punkt og skilar efninu algjörlega til okkar. Adam Sandler talar fyrir Davey, Whitey, Eleanore & hreindýrin.


Fjölskylda Adams talar fyrir fjölskyldu Davey í myndinni, þ.e. mömmu hans og pabba. Myndin er frábærlega teiknuð í alla staði, Adam Sandler og fleiri leikarar eru alveg eins teiknaðir og þeir eru í myndinni. Ég mæli svo sannarlega með henni fyrir alla.


Kv,

Hrannar Már.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn