Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Daredevil 2003

Justwatch

Frumsýnd: 28. febrúar 2003

When the streets have gone to Hell - have faith in the Devil.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Matt Murdock hlýtur grimm örlög þegar hann kemst í kynni við lífshættulegan eiturefnaúrgang. Slysið veldur því að Matt missir sjónina en á sama tíma fær hann annan hæfileika, einskonar radar-sjón sem gerir honum kleift að sjá mun betur en nokkur annar maður. Nú líða árin og Murdock er orðinn fullorðinn og er orðinn virtur glæpalögfræðingur. En eftir... Lesa meira

Matt Murdock hlýtur grimm örlög þegar hann kemst í kynni við lífshættulegan eiturefnaúrgang. Slysið veldur því að Matt missir sjónina en á sama tíma fær hann annan hæfileika, einskonar radar-sjón sem gerir honum kleift að sjá mun betur en nokkur annar maður. Nú líða árin og Murdock er orðinn fullorðinn og er orðinn virtur glæpalögfræðingur. En eftir að vinnudeginum lýkur, þá fer Matt í annað hlutverk, hlutverk óttalausa mannsins, Daredevil. Þetta er grímuklædd ofurhetja sem starfar í Hell´s Kitchen í New York og berst gegn því óréttlæti sem hann nær ekki að sinna í réttarsalnum.... minna

Aðalleikarar

Ben Affleck

Matt Murdock / Daredevil

Jennifer Garner

Elektra Natchios / Elektra

Colin Farrell

Lester / Bullseye

Michael Clarke Duncan

Wilson Fisk / The Kingpin

Jon Favreau

Franklin "Foggy" Nelson

Scott Terra

Young Matt

Ellen Pompeo

Karen Page

Joe Pantoliano

Ben Urich

Lennie Loftin

Nick Manolis

Erick Avari

Nikolas Natchios

Derrick O'Connor

Father Everett

María Lanau

Jose Quesada

David Keith

Jack Murdock

Frankie J. Allison

Abusive Father

John Rothman

Quesada Attorney

Jorge Noa

NY Cop #1

Kevin Smith

Jack Kirby, Forensic Assistant

Stan Lee

Old Man at Crossing

Coolio

Dante Jackson

Leikstjórn

Handrit


Daredevil er flott og svöl spennumynd um myndasögupersónuna Daredevil.

En því miður er það eina,leikararnir passa alls ekki í hlutverkin þá má helst nefna Michael Clarke Duncan sem Kingpin og Joe Pantoliano sem Ben Urich.KingPin á aðvera hvítur og næstum því 300 kíló en ekki svalur,vöðvastæltur svartur maður,ég vil koma í veg fyrir miskilning um kynþátta fordóma,Michael Clarke Duncan er mjög svalur en er of öðruvísi en Kinpin á aðvera í myndasögunum.Svo er Pantoliano bara rangur maður í hlutverkið(ef maður á að velja leikara sem er líkir persónunum.Ég las í fyrra nokkrar Daredevil myndasögur og fílaði þær og gallinn við myndina er bara sá að handritið er allt öðruvísi en sagan í myndasögunum t.d. Matt/Daredevil á að blindast af völdum sýrunnar þegar hann reynir að bjarga gömlum manni en ekki að því að hann sér pabba sinn lemja einhvern karl útá götu og verður hræddur/reiður og flýr og svo mörg önnur atriði sem ég ætla ekki að taka fram.Ben Affleck verður seint talinn einn af mínum uppáhalds leikurum en passar þó vel sem Daredevil,Jennifer Garner hefði smell passað ef hárið á henni hefði verið litað svart(bara smámunasemi)en t.d Angelina Jolie var fullkomin fyrir þetta hlutverk.Ég hefði viljað sjá Karen Paige í myndinni.Fyrir þá sem ekki vita hver það er þá er það ritari Matts sem er einning kærastan hans,hún byrjaði því miður í dópi og varð fræg klámmynda leikkona en Bullseye myrti hana.

En já helsti gallinn er það hún er alltof ólík myndasögunum og að hún stelur líka sumt frá Spiderman.Matt Murdock(Ben Affleck)ólst uppí glæpahverfi sem hann enn býr í og þegar hann var ungur varð hann blindur að því að sýra lennti í andlitið á honum þegar hann varð næstum fyrir bíl og pabbi hans sem var boxari var myrtur og Matt gerðist DareDevil hann vill berjast fyrir réttlæti.Hann er núna lögfræðingur og er að berjast gegn glæpum á daginn sem lögfræðingur en á kvöldin sem Daredevil.Hann verður ástfangin af Elektru(Garner).Kingpin(Michael Clarke Duncan)er mafíósi og stjórnar glæpum í borginni og vill Daredevil dauðann svo hann fær hjálp frá Bullseye(Colin Farrell).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Daredevil er enn ein Marvel myndin sem er mjög myrk og góð.Ben Affleck(Paycheck) leikur Daredevil og Jennifer Carner tekur hlutverkið sem Elektra. Og Colin Ferrel(Alexander) er alltaf jafn svalur sem vondi gaurinn. Ég mæli mikið með þessari mynd fyrir þá sem fíla spennumyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Daredevil er ekta Marvel mynd en ég segi ekki að hún sé besta Marvel myndin en leikararnir eru að standa sig mjög vel. Ben Affleck (Paycheck) leikur hlutverkið sem Daredevil sem er aðalhetjan. Jennifer Carner(Elektra) leikur hlutverkið sem Elektra en hún lék báðum myndunum. Michael Clar Duncan (Green Mile) og Colin Ferrel(Alexander)eru vondu gaurarnir en Colin Ferrel er alltaf jafn svalur meira að segja í lélegri mynd. Ég mæli ágætlega mikið með þessari mynd kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leiðinleg mynd með lélegum leikurum fyrir utan Michael Clarke Duncan. Matt Murdock (Ben Affleck) er strákur sem á pabba og hann er boxari. En eitt kvöldið sér hann pabba sinn vera að ræna mann. Þá verður hann auðvitað hræddur og hleypur í burtu en lendir í geislavirkum efnum. Svo vaknar hann blindur en getur skynjað mikið og heyrir mjög vel. Þá semur hann við pabba sinn að aldrei gefast upp eða eitthvað en pabbi hans verður drepinn af mafíósum sem maður að nafni Kingpin (Michael Clarke Duncan (Green Mile) stjórnar. Svo þegar hann varð stór ætlar hann að berjast gegn óréttlæti og hittir Elektru (Jennifer Garner) en hún er líka ofurhetja og Kingpin drap líka pabba hennar. En Kingpin kemst að að þau ætla að drepa hann þannig að hann sendir Bullseye (Colin Farrel) til að drepa þau. Fyndin á pörtum en einfandlega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.07.2022

Allt væntanlegt frá Marvel til ársins 2025

Á afþreyingarráðstefnunni Comic-Con í San Diego í Kaliforníu um helgina upplýsti Kevin Feige, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Marvel, áhorfendur um frumsýningardaga væntanlegra Marvel kvikmynda og sjónvarpsþátta, a...

18.03.2020

Daredevil líklegur í næstu Spider-Man

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Kevin Smith er aldeilis ekki óvanur því að kjafta frá sér leyndarmálum innan Hollywood-heimsins, helst þá upplýsingum sem tengjast bransanum eða ofurhetjumyndum á einhvern hátt. ...

16.11.2017

UPPFÆRT - Vinur breytist í skrímsli

Sjáðu fyrstu stikluna hér fyrir neðan: Síðar í dag er von á fyrstu stiklu úr nýjustu Dwayne Johnson kvikmyndinni, Rampage, en þangað til að því kemur má njóta þess að horfa á kappann á fyrsta plakatinu ú...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn