Náðu í appið
4
Bönnuð innan 12 ára

Star Trek: Nemesis 2002

(Star Trek 10)

Justwatch

Frumsýnd: 7. febrúar 2003

For every good in the universe, there is an evil.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

The Enterprise er beint til Romulan, heims Romulus, að því er ætlað að þeir vilji semja um frið. Picard skipstjóri og áhöfn hans finna fyrir alvarlegri ógn gagnvart bandalaginu þegar Praetor Shinzon áætlar árás á Jörðina.

Aðalleikarar

Patrick Stewart

Captain Jean-Luc Picard

Jonathan Frakes

Commander William T. Riker

Brent Spiner

Lt. Commander Data

LeVar Burton

Lt. Commander Geordi La Forge

Matthew Goode

Lt. Commander Worf

Gates McFadden

Dr. Beverly Crusher

Marina Sirtis

Counselor Deanna Troi

Ron Perlman

The Reman Viceroy

Silvana Mangano

The Reman Viceroy

Tom Hardy

Praetor Shinzon

Dina Meyer

Commander Donatra

Jude Ciccolella

Commander Suran

Kate Mulgrew

Admiral Janeway

Wil Wheaton

Wesley Crusher

Alan Dale

Praetor Hiren

Bryan Singer

Kelly (uncredited)

Whoopi Goldberg

Guinan (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Spurningin sem velt er upp í nýjustu Star Trek-myndinni er áhugaverð. Eiga fyrirmyndin og klónið eitthvað sameiginlegt annað en erfðafræðilega eiginleika? Er þetta sami maðurinn eða tvær ólíkar persónur? Því miður er það svo að þrátt fyrir að handritshöfundar telji sig hafa þetta á hreinu tekst þeim ekki að koma spurningunni og svarinu við henni frá sér á nægilega áhugaverðan máta. Því fer það svo að það sem ætti að vera þungamiðja sögunnar fellur um sjálft sig.

Biðin eftir tíundu myndinni um áhöfn Enterprise, þeirri fjórðu með því sem eitt sinn mátti kalla nýju kynslóðina, hefur verið nokkuð löng. Þegar myndin loksins berst okkur reynist hún með slakari innslögum í sagnabálkinn. Grínið í myndinni er nokkuð flatt. Bardagasenurnar ná í besta falli að vera miðlungssmíð. Í lokin er manni jafnvel sama um afdrif áhafnarmeðlima. Sem gamall áhugamaður um Star Trek varð ég fyrir vonbrigðum.

En það verður ekki hjá því komist að segja að þessum mikla sagnabálki er ekki alls varnað. Í það minnsta hlýtur það að segja eitthvað að maður getur alltaf treyst því að sjá einhverja í einkennisbúningum sambandsins á fyrstu sýningum myndarinnar. Vonum að þeir, og við hin, skemmti sér betur næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef séð margar Star Trek myndir og ekki þótt þær mjög merkilegar en þessi slær allt út. Þó að Piccard sé mun flottari en Kirk þá nær hann ekki að draga áhöfn sína nema hálfa ferð áfram og ég var farinn að geispa eftir 10 min. Söguþráðurinn í þessari mynd er einhver sá versti í kvikmyndasögunni og það hefði verið hægt að koma þessu fyrir í hálftíma sjónvarpsþætti án þess að missa neitt úr og það hefði gert þetta spennandi. Þeir sem hafa gaman af Star Trek gætu samt haft gaman af þessari mynd en ef þú lesandi góður hefur ekki gaman af þessu þá myndi ég bíða eftir spólunni eða bara eftir að hún verður endursýnd á stöð 2. ég ráðlegg engum að sjá þennan fjanda :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágæt viðbót í dauða seríu
Ég get svosem ekki neitað því að það hafi ávallt leynst dálítill trekkari í mér. Þó, ég er að vísu enginn die-hard Star Trek-aðdáandi, og í raun og veru kýs ég heldur að horfa á Next Generation-ævintýrin og Wrath of Kahn-myndina frekar en nokkuð annað tengt þessu fyrirbæri. En allavega, þá er þessi tíunda í röðinni, Star Trek: Nemesis, bara hin fínasta afþreying, og kemst hiklaust meðal bestu trekkaramyndanna hvað skemmtanagildi varðar - þótt það segi ómögulega mikið.

Vissulega kemst hún hvergi nálægt gæðum Kahn eða jafnvel The Voyage Home (ég var aldrei neitt svakalega hrifinn af First Contact - ef einhver hélt að ég hafi gleymt henni), en hún helst þó út í gegn afar vel án þess að láta manni nokkuð leiðast. Myndin virtist að vísu halla meira í áttina á það að vera hasarmynd frekar en svona ''ekta'' Star Trek-mynd, sem þarf ekkert endilega að vera ókostur. Gallinn er bara sá að hasarinn flækist stundum inn fyrir öllum söguþræðinum og alltof lítil athygli gefst fyrir honum til að nýtast aðeins betur. Jafnframt verð ég að tilkynna það að mér fannst nú eiginlega vanta allan Star Trek-fílínginn sem maður er svo vanur að finna fyrir í þessum þáttum/myndum. En varla þýðir svosem að vera að kvarta á því plani, enda eru kvikmyndirnar yfirleitt ólíkari, og auk þess þjáðist sú síðasta, Star Trek: Insurrection, af nákvæmlega sama vandamáli, nema bara á mun alvarlegra stigi, þannig að það fer ekki á milli mála að þessi sé skref upp

Leikararnir eru allir hressir ennþá þótt lengi sé búið að vera frá því þetta hófst allt saman, og einnig vel ég sérstaklega hrósa Tom Hardy í hlutverki hins dularfulla Shinzon, og svo náttúrlega Brent Spiner einnig, sem er alltaf jafn traustur og fyndinn sem Data. Tæknibrellurnar eru líka að sjálfsögðu þrusugóðar (enda er ekki hægt að búast við öðru núorðið), spennan á sínum stað og húmorinn alveg stórfínn. Nemesis er yfirhöfuð ágæt skemmtun fyrir sanna trekkara sem og flesta aðdáendur sci-fi hasarmynda. Hún var að vísu ekki alveg eins góð og ég bjóst við, en þó glæsileg upplyfting í Star Trek-bálknum miðað við seinustu. Það er ekki hægt að segja það nógu oft.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð Star Trek mynd, sem að mínu mati er mest fyrir trekkara, en Star Trek: Nemesis er óvenjulegasta og sorglegasta Trek myndin hingað til? SPOILERS. Ein mesta persónan í Star Trek deyr og óheppilega er það mín uppáhalds. Data. Ég varð svo vonsvikinn. En Nemesis eru góð lok á þessum köllum. Það er kominn tími til þess þar sem þeir virðast allir vera á elliheimili miðað við fyrstu þættina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.09.2020

Verður Tom Hardy næsti Bond?

Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna. Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig f...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn