Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Reign of Fire 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. júlí 2002

Fight Fire With Fire

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Myndin gerist í framtíðinni, eftir 20 ár, og illvígir eldspúandi drekar hafa valdið gereyðingu um alla Jörðina. Síðustu menjar mannkyns reyna með erfiðismunum að halda lífi. Í niðurníddum kastala úti í sveit í Englandi, þá reynir Quinn í ofboði að halda saman hópi hræddra, og órólegra eftirlifenda. Sem strákur þá horfði Quinn á móður sína deyja... Lesa meira

Myndin gerist í framtíðinni, eftir 20 ár, og illvígir eldspúandi drekar hafa valdið gereyðingu um alla Jörðina. Síðustu menjar mannkyns reyna með erfiðismunum að halda lífi. Í niðurníddum kastala úti í sveit í Englandi, þá reynir Quinn í ofboði að halda saman hópi hræddra, og órólegra eftirlifenda. Sem strákur þá horfði Quinn á móður sína deyja við að vernda sig frá skrímslunum, og minningarnar ásækja hann. Dag einn kemur hópur bandarískra þrjóta undir stjórn harðjaxlsins Van Zan. Hann segist hafa fundið leið til að drepa drekana í eitt skipti fyrir öll, og fær Quinn með sér í lið. En með þessu verður Quinn að horfast í augu við martraðir sínar.... minna

Aðalleikarar

Christian Bale

Quinn Abercromby

Matthew McConaughey

Denton Van Zan

Izabella Scorupco

Alex Jensen

Scott Moutter

Jared Wilke

David Kennedy

Eddie Stax

Alice Krige

Karen Abercromby

Barry Barnes

Construction Worker #3

David Garrick

Jefferson

Leikstjórn

Handrit


They´re made of flesh and blood...you take out their heart, you bring down the beast!! já þessi einstaklega fleyga setning gubbaðist út úr Matthew Mcwhatshisname með þeim svaðalegasta suðurríkjahreim sem að ég hef heyrt nokkurn tímann í bíómynd... en ok ég man eftir því að hafa verið í bíó og séð trailerinn fyrir þessa mynd og ég varð alveg þokkalega spenntur því þetta var nú alveg þokkalega flott hugmynd og maður varð nú alveg spenntur að sjá þessi ósköp, ok ég skellti mér á hana í bíó með ágætisvæntingar og byrjaði að horfa, en sjitt maður það kom sko allt annað upp á daginn!!! það var reynt að gera einhverja töff karaktera í þessari mynd eins og til dæmis allt þetta dragon slayer pakk!! meira að segja verstu role play njörðum misbauð þessi þvæla!!! og ég gæti ekki verið meira sammála Bryndísi hérna fyrir ofan með hennar komment á það hvernig Bandaríkjamenn bjarga heiminum ok í hversu mörgum gaaallööttuðum myndum höfum við séð það í??? en ég mæli alveg eindregið frá þessari mynd nema að þið séuð alveg sjúkir dreka fan njörðar sem að eruð t.d með einkabílnúmerið Dragon... þessa hálfa stjörnu gef ég henni fyrir það að drekarnir voru alveg þokkalega vel gerðir... þarna hafiði það
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svona tæknibrellumynd með engum söguþræði. Þetta eru samt góðir leikarar en það vantar bara eitthvern söguþráð. Ég bjóst við meiru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef örugglega aldrei lent í því að hafa farið í bíó og fólkið sem var með mér í salnum hafi klappað á endanum yfir hversu leiðinleg myndin væri. Enn viti menn,ég lenti í því þegar ég fór á reign of fire. Og viljið þið vita eitt. Ég klappaði mest. Og hafið þið það!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Reign of Fire er á engan hátt góð kvikmynd í neinum skilningi orðsins, en hún á þó þolanlega spretti inn á milli. Það sem skemmir helst fyrir henni eru leiðinlegar aðalpersónur myndarinnar. Christian Bale finnst mér yfirleitt vera mjög skemmtilegur leikari, en í þessari mynd er hann afar litlaus og óspennandi og með versta breska hreim í heimi, sem er furðulegt miðað við það að hann er breskur. Matthew McConaughey er síðan svo óendanlega yfirdrifinn og asnalegur hér, að hann er eins og útblásin testósterónblaðra. Merkilegt að einhverjar konur í salnum hafi ekki orðið ófrískar bara við að horfa á hann. Ekki það að það hafi verið margar konur í salnum, enda er hér kyrfilega verið að róa á karlmannsmið. Þetta er ætluð sem ævintýra/hasarmynd fyrir unga karlmenn, og er að mörgu leyti ágæt sem slík. Það eru virkilega fínar brellur í myndinni, og drekarnir eru vel gerðir, sérstaklega ef haft er í huga að myndin var ekki það dýr. Hún þjáist hins vegar af því að vera of stefnulaus og út um allt, en ef menn eru að leita að heilalausri skemmtun í svo sem tvo tíma, má vissulega finna verri mynd en þessa. Algjört meðalmoð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn