Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Good Girl 2002

Frumsýnd: 12. apríl 2003

It's her last best chance... is she going to take it?

93 MÍNEnska

Myndin fjallar um unga gifta konu en tilbreytingarsnautt líf hennar breytist til hins verra þegar hún byrjar í ástríðufullu en forboðnu sambandi með óvenjulegum afgreiðslumanni sem telur sig vera Holden Caulfield ( úr Catcher in the Rye ) endurholdgaður.

Aðalleikarar

Jennifer Aniston

Justine Last

John C. Reilly

Phil Last

Jake Gyllenhaal

Holden Worther

Lana McKissack

Gwen Jackson

John Carroll Lynch

Jack Field, Your Store Manager

John Doe

Mr. Worther

Roxanne Hart

Mrs. Worther

Michael Hyatt

Floberta

Leikstjórn

Handrit


Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum því að ég hélt að þetta væri gamanmynd en þetta var bara drama en hún er samt góð. Afgreiðslukona (Jennifer Aniston) sem á heima í Texas er ekki sátt við lífið,hún á lélegan eiginmann (John C.Reilly,The River Wild) sem vinnur sem húsmálari og er rammskakkur eftir að reykja eyturlyf með vin sínum á hverju kvöldi. En svo birtist maður inn í líf hennar (Jake Gyllenhaal,Donnie Darko) eða réttara sagt strákur og hann vinnur í sömu verslun og hún. En hún byrjar að halda framhjá eiginmanni sínum með þessum stráki og þá byrjar lífið hennar að verða ennþá lélegra. Það er eins og allir séu þunglyndir í The Good Girl og Aniston ætti að vanda sig aðeins betur í Texas hreimnum en annars er þetta mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór í bíó á The good girl á einhverri kvikmyndahátíð í Regnboganum. Hafði heyrt um hana getið , sérstaklega þar sem ég er mikill aðdáendi Friends þáttanna og fylgist með myndum vinanna.


Þessi mynd kom rosalega á óvart og er hún með betri myndum sem ég hef séð. Söguþráðurinn var mjög góður og ótrúlegir karakterar. Má með sönnu segja að jennifer aniston fer á kostum sem og jake gyllenhal slær alltaf í gegn, ótrúlegur leikari. Spurningin er að lokum, er justine the good girl (góð stelpa)?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Good Girl er ein af þessum kvikmyndaperlum sem stoppa því miður allt of stutt í kvikmyndahúsum. Þessi kvikmynd var sýnd á kvikmyndahátíð í Regnboganum á dögunum en því miður var ekki haldið áfram að sýna hana eftir hátíðina og því ratar hún nánast beint á myndband. The Good Girl er ein af þeim myndum sem sýna manni hin ofurvenjulega hversdagsleika með hinum ofurvenjulegu persónum. Jennifer Aniston leikur hina þrítugu Justine sem vinnur við einhæfa og leiðinlega vinnu, á einfaldan eiginmann (sem John C. Reiley leikur) sem reykir hass öll kvöld með vita vonlausum vini sínum, Bubba (leikin af Tim Blake). Justine er að gefast upp á þessu öllu saman þegar hún fellur fyrir ungum vinnufélaga sínum og saman eiga þau í stuttu ástarsambandi sem á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir Justine og unga piltinn. The Good Girl er ein af þessum myndum sem vekur mann til umhugsunar um lífið og tilveruna og hvað það er í raun stutt á milli hláturs og gráturs. Handrit myndarinnar er skothelt og leikararnir hverjum öðrum betri. The Good Girl er perla sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jennifer Aniston (Rachel, kellingin hans Brad Pitt) fer með aðalhlutverkið hér og gerir það vel þótt ég geti nú ekki sagt að það þurfi mikla leikhæfileika til að endurspegla þessa persónu á hvíta tjaldinu. En hún á hér í ástarævintýri sem gift kona, en ég verð nú að segja að það að maður veit að hún sé með Brad Pitt gerir þessa mynd svo asnalega, karlinn hennar er forljótur og hinn 22 ára ásthugi er einnig greppitrýni svo hvað er hún að gera með þeim? en mjög góð mynd fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.10.2014

Allt fer úrskeiðis

Gamanmyndin Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 10. október. Myndin segir frá afar óheppnum dreng. Fjölskyldan hans er aftur á móti með eindæmum gæfurík, en einn d...

08.05.2014

Hræðilega ömurlegur dagur

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni, sem ber hinn langa titil 'Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day' var opinberuð í dag. Myndin segir frá afar óheppnum dreng. Fjölskyldan hans er aftur á móti með eindæmum gæf...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn