Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Enough 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. október 2002

Everyone has a limit.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Kona, sem hefur verið misnotuð, kemst að því að draumaprinsinn sem hún giftist, er ekki sá sem hann segist vera. Hún og dóttir hennar reyna að flýja ( með hjálp fyrrum kærasta ), en hann nær alltaf að elta hana uppi. Hún sér að lokum bara eina lausn í stöðunni, að myrða hann.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er hörkuspennandi og Jennifer Lopez stendur sig með prýði í aðalhlutverkinu. Það er hins vegar ekki mjög frumlegur söguþráður og myndin verður á köflum langdregin, til dæmis fyrir þær sakir að aðdragandi lokauppgjörsins sem öll myndin gengur í raun út á, verður í lengra lagi. Ég get þó hiklaust mælt með henni og hún hefur margt gott að geyma, eins og áhersluna á fjölskylduböndin og umhyggju móður gagnvart barni sínu, auk þess sem hún sýnir órjúfanleg vinabönd Slim við vini sína og fyrrverandi kærasta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enough fjallar um gengilbeinuna Slim sem finnur draumaprinsinn og giftist honum. Allt gengur vel og þau eignast dóttur. Eftir það fer að halla undir fæti. Maðurinn sem hún elskar breytist úr umhyggjusömum eiginmanni í villidýr sem lemur hana og heldur framhjá henni. Hún flýr með dóttur sína en skuggi eiginmannsins fylgir henni. Loks fær hún nóg og snýst til varnar. Hér er á ferðinni afskaplega þunn spennumynd með götuóttu handriti. Myndin er fyrirsjáanleg frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Leikararnir hafa ekki úr miklu að moða og verða vandræðanlegir fyrir vikið. Sumar persónurnar eru óþarfar og skrifaðar til uppfyllingar. Hér er á ferðinni slöpp spennumynd sem minnir of mikið á kvikmyndina Sleeping with the enemy með Juliu Roberts, en sú mynd hafði allt það sem þessi mynd hefur ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Stórkostleg! Spenna er yfirþyrmandi allan tíman og allir ættu að sjá mynd þessa.


Jennifer Lopez sýnir loks hversu góð leikkona hún getur verið og sannar sig í þessari mynd með glæsilegum árangri! Þessi mynd vantar ekkert.


Ekki láta hana sleppa frá þér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var ekkert að koma mér allt of vel fyrir þegar ég settist í sætið mitt í bíósalnum, bjóst við því að hlaupa út þá og þegar sökum þess að Jennifer Lopez og allt sem frá henni kemur hafði þar til verið mér sem ískur á krítartöflu, blautir vettlingar... einfaldlega andstyggð. Ég hafði ekkert álit á henni sem leikkonu, hvað þá söngkonu.

Það kom mér mikið óvart hvað hún fór vel með þetta. Myndin náði sér afskaplega vel á strik þegar síga fór á seinni hlutann, fyrri hlutinn hafði verið dálítið svona... hm. Maður var látinn bíða full lengi eftir því að hún hætti að væla.

Það hefði þó mátt gera miklu meira úr bardagaatriðunum og öllum þeim hluta í heildina, látið hana nota flottari tækni, auk þess sem kaflinn þegar hún var að æfa tæknina virkaði ekki mjög vandaður og maður fékk dálítið á tilfinninguna að sumir hefðu verið að flýta sér.

Að lokum verð ég að minnast á það hvað litla stelpan hennar fór í pirrurnar á mér, hún talaði á háa c allan tímann!

Hárgreiðslan hennar Jennifer er ljót, lagið Alive er leiðinlegt en að öðru leyti er þetta fínasta spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.11.2020

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umr...

17.09.2020

Sigga þráir lífið í Kaliforníu - Sýnishorn úr Iceland is Best

Sýnishorn fyrir indímyndina Iceland is Best birtist nýverið á YouTube en um ræðir erlenda framleiðslu þar sem finna má leikara á borð við Judd Nelson, Arnar Jónsson, Atla Óskar Fjalarsson og fleiri.  Það er Kri...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn