Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Scorpion King 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. apríl 2002

Warrior. Legend. King.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Á forsögulegum tímum, fyrir tíma pýramíðanna miklu, notar hinn illi konungur Memnon yfirnáttúrulega krafta galdranornarinnar Cassandra til að spá fyrir um stórkostlega sigra. Í lokatilraun til að koma í veg fyrir heimsyfirráð Memnon, þá ákveða leiðtogar þeirra þjóðflokka sem enn eru frjálsir, að ráða leigumorðingjann Mathayus til að drepa nornina.... Lesa meira

Á forsögulegum tímum, fyrir tíma pýramíðanna miklu, notar hinn illi konungur Memnon yfirnáttúrulega krafta galdranornarinnar Cassandra til að spá fyrir um stórkostlega sigra. Í lokatilraun til að koma í veg fyrir heimsyfirráð Memnon, þá ákveða leiðtogar þeirra þjóðflokka sem enn eru frjálsir, að ráða leigumorðingjann Mathayus til að drepa nornina. En verkefnið er ærið, og nú þarf Mathayus með hjálp ætthöfðingjans Balthazar, bragðarefsins Arpid, og þriðja aðila, að uppfylla örlög sín, og verða hinn mikli Sporðdrekakonungur. ... minna

Aðalleikarar

Dwayne Johnson

Mathayus / The Scorpion King

Kelly Hu

Cassandra

Jeff Imada

Philos

Roger Rees

King Pheron

Sherri Howard

Queen Isis

Conrad Roberts

Chieftain

Joseph Ruskin

Tribal Leader

Woon Young Park

Asian Training Fighter

Sole Alberti

Harem Girl

Adoni Maropis

Doubting General

Amy Hunter

Warrior Woman

Summer Altice

Warrior Woman

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er alveg ROSALEGA þunn. Samræður eru þunnar, leikurinn lélegur, engin atburðarrás, lélegt handrit og lélegur söguþráður. Fær eina og 1/2 fyrir tæknibrellur og leik Rocks.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Scorpion King er betri en maður heldur. Dwayne Johnson kemur með sinn besta leik hingað til og er Michael Clarke Duncan líka góðurm, ekki gleyma hálfnöktu galdrakellingunni Kelly Hue sem var bísna góð. The Scorpion King er alls ekki frumleg, né eitthvað sérstakt aðeins skemmtileg og er þess virði að sjá. Myndin kom mér allavega á óvart þar sem trailerinn sýndi verstu hlið myndarinnar. Vondi kallinn sem Steven Brand lék var bísna góður, er hann ekki Ástrali? Allt þetta saman gefur góðan hlut og það sama með húmorinn sem er nokkuð frumlegur. Sjáðu Scorpion King.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætis tjara
Ég bjóst ekki við neinu af þessari mynd, enda gáfu sýnishornin ekki annað til kynna en að hún væri bara ein af þessum Hollywood ruslmyndum sem eru einungis framleiddar til að græða og græða. Í fyrstu lítur The Scorpion King út eins og enn ein dæmigerða sumarmyndin, og það er hún að vísu, en hún kom mér allavega þægilega á óvart og reyndist vera mun skemmtilegri en ég hefði nokkurn tímann haldið.

Handritið er kannski ófrumlegt og hallærislegt og söguþráðurinn er líka þunnur, en myndin nær þó að framkalla ágætis skemmtanagildi. Fjölbragðaglímukappinn Dwayne ''The Rock'' Johnson er nokkuð skemmtilegur (ég ætla þó ekkert að fara neitt út í leikhæfileika hans) og fær mikið meira að njóta sín hér heldur en í The Mummy Returns (enda átti hann ekki meira en 15 mínútur í skjátíma í þeirri mynd), þar að auki kemur hann fram með húmor sem sást ekki þar. Michael Clarke Duncan er líka prýðilegur, þótt þetta sé ekki beint hans besta hlutverk (dö...). Kelly Hu passar líka ágætlega í hlutverk fáklæddu galdrakonunnar, ekki bara það, heldur er hún líka bara ótrúlega flott. E.t.v. meira augnakonfekt heldur en flestar brellurnar í myndinni.

The Scorpion King færir okkur ágætlega útfærðar bardagasenur (verst að það sást ekki neitt blóð í allri myndinni) og oft mjög fyndna one-linera inn á milli þeirra. Þetta er örugglega einhver óvæntasta blanda af spennu og húmor sem sést hefur lengi (kannski fyrir utan Spider-Man), og því er þetta að mínu mati hin fínasta poppkornsskemmtun.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frá sömu aðilum og færðu okkur Mummy myndirnar kemur The Scorpion King en því miður hefur hún ekki tærnar þar sem hinar myndirnar höfðu hælana. Það er kannski ósanngjarnt að bera þessar myndir saman en ósjálfrátt gerir maður það. The Scorpion King fjallar í stuttu máli um mann sem bíður einvaldi birginn. Söguþráður sem hljómar mjög kunnuglega og þannig er myndin, klisja ofan á klisju. The Rock er kannski flottur sem fjölbragðaglímukappi en er engan veginn að halda uppi heilli kvikmynd. Slæmur leikur og lélegt handrit urðu þess valdandi að mér hundleiddist á þessari mynd. Yngri kynslóðin hefur sennilega gaman að þessari mynd en aðrir ekki. Forðist þessa. p.s. að lokum vil ég benda þeim sem ætla að sjá hana að fylgjast með kvenfólkinu í myndinni, þær eru allar eins og klipptar úr Playboy, say no more.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.11.2015

The Mummy endurræst - Cruise í viðræðum

Til stendur að endurræsa kvikmyndabálkinn The Mummy og er Tom Cruise sagður eiga í viðræðum um að leika aðalhlutverkið.  Kvikmyndaverið Universal Pictures stendur á bak við verkefnið. Myndinni er ætlað að vera hluti af...

17.11.2010

Góði Rock vill leika í Expendables 2

Hinn vöðvastælti en geðþekki leikari, Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, sem er einna best þekktur fyrir hlutverk sín í myndum eins og The Scorpion King og Doom hefur áhuga á að vera með Sylvester Stallone og ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn