Náðu í appið
96
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Blade II 2002

(Blade 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2002

When Evil Strikes, One Man, Still Has The Edge.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Óvenjuleg stökkbreyting hefur átt sér stað innan vampírusamfélagsins. Komin er fram ný vampírutegund (Reapers) sem er svo blóðþyrst að hún leggst ekki einungis á mannfólkið heldur hinar hefðbundnu blóðsugur líka. Fórnarlömbin sem er svo óheppin að lifa af árásir þessarar nýju tegundar umbreytast sjálf í þessar blóðþyrstu vampírur. Þessu illþýði... Lesa meira

Óvenjuleg stökkbreyting hefur átt sér stað innan vampírusamfélagsins. Komin er fram ný vampírutegund (Reapers) sem er svo blóðþyrst að hún leggst ekki einungis á mannfólkið heldur hinar hefðbundnu blóðsugur líka. Fórnarlömbin sem er svo óheppin að lifa af árásir þessarar nýju tegundar umbreytast sjálf í þessar blóðþyrstu vampírur. Þessu illþýði fjölgar hratt og innan skamms verður ekki nóg af mennsku blóði í boði fyrir sælkerana. Skuggaráðið (æðstu venjulegu vampírurnar) kallar til gamalkunna félaga, þá Blade og Whistler og vopnasérfræðinginn Scud. Ráðið viðurkennir treglega vanmátt sinn og óskar aðstoðar þeirra félaga til að losna við þessa nýju vá. Blade og félagar taka höndum saman við hópinn Bloodpack sem samanstendur af sérþjálfuðum bardagavampírum og saman eru þeir eina vonin gegn þessari miklu ógn sem gæti þurrkað út mann- og vampírukyn jarðar.... minna

Aðalleikarar

Wesley Snipes

Eric Brooks / Blade

Kris Kristofferson

Abraham Whistler

Silvana Mangano

Dieter Reinhardt

Leonor Varela

Nyssa Damaskinos

Thomas Kretschmann

Eli Damaskinos

Luke Goss

Jared Nomak

Donnie Yen

Snowman

Karel Roden

Karel Kounen

Daz Crawford

Lighthammer

Junichi Suwabe

Blood Bank Doctor / Reaper

Bridge Markland

Vampire with Exposed Spine

Rey-Phillip Santos

Bandaged Reaper (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Góð hryllings/hasarmynd og ég held að þetta hafi verið síðasta mynd sem Wesley Snipes leikur í. Snipes leikur hálfan mann og hálfa vampíru sem hatar vampírur því þær drápu móður hans. En nýjar vampírur með sjaldgæfa blóðtegund koma og Wesley þarf að útrýma þeim. Stundum illa leikin og stundum vel leikin en handritið mjög gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Óvenjuleg hryllings og hasarmynd með honum Wesley gamla Snipes í aðalhlutverki. Ég held að þetta var síðasta mynd hanns því ég hef aldrei séð hann leika í neinni mynd eftir þessa. Wesley Snipes leikur hálfan mann og hálfa vampíru sem hatar vampírur því þær drápu móður hanns. En nýjar vampírur með mjög sjaldgæfa blóðtegund koma á kreik og Wesley þarf að útrýma þeim. Alveg ágæt mynd með miklum hvítlauk og hasar senum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já vinir mínir drógu mig á þessa vitleysu og svo var planið að kíkja í bæinn eftir myndina og fá sér nokkra bjóra, nema hvað að eftir þennan vanskapnað þá einhvern vegin duttum við bara úr stuði og fórum heim, ég sé mjög svo eftir því að hafa ekki gert það sama og félagi minn þegar að hann labbaði út fyrir hlé og fékk sér subway.

Stundum er sagt að myndir hafi hluta af pakkanum í því sem að gerir myndir lélegar (s.s leiðinlega tónlist, ömulega leikstjórn, leiðinlegar tökur, fáránlegar línur sem að eiga að gefa manni gæsahúð því að þær eru svo hnitmiðaðar og töff, leiðinlega leikara og enþá fáránlegri bardagaatriði) nema hvað að þessi mynd er sko sannarlega með allann pakkann, og ég er nokkuð viss um að ég gleymdi einhverju í upptalningunni.

Þessar ógeðslegu ostalínur sem að leikararnir létu út úr sér í þessari mynd gaf manni sko enga gæsahúð, eina tilfinninginn sem að ég get sagt að ég hafi fundið fyrir var velgja. Þetta er mynd sem að líkt og vampírurnar í myndinni ætti aldrei að sjá dagsins ljós.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 1998 kom út skemmtilega öðruvísi mynd í vampíruheiminn, Blade. Hún fór dálítið öðruvísi leið en aðrar myndir í sama flokki og má segja að hún hafi breytt aðeins stefnunni. Wesley Snipes mannaði þessa mynd ásamt snillingnum Kris Kristofferson, en ég hef nú aldrei verið hrifin af Snipes. Það má í raun og veru segja að þessi mynd hafi frekar verið bardaga-spennumynd í stað hryllingsmyndar en útaf því að þetta fjallar nú einusinni um vampírur þá sleppur þetta. Nú fjórum árum seinna kemur framhaldið og ætlaði ég mér alltaf að fara á hana í bíó en mistókst það einhvernvegin þannig að ég varð að sætta mig við sjónvarpið og græurnar. Ég var farinn að halda að gæinn á videoleigunni hafi látið mig fá nýjustu Jackie Chan myndina...


Eric er mættur aftur og er búinn að vera að leita að gamla félaga sínum Whistler sem að lifði víst af fyrri myndina. Hann kemst að því að erkióvinir hans, vampírurnar, eru með hann og það er nú ekki málið að redda því. Á meðan fáum við að kynnast nýrri tegund vampíra... Gæar sem líta út eins og nosferatu og þola silfur og hvítlauk. Ekki nóg með það heldur ef þær bíta aðrar vampírur þá fjölga þær sér. Vampírukynstofninum er ógnað af þessu og fá þá Eric(Blade) sér til hjálpar til að útrýma þeim. Eric kynnist þá Nyssa sem er dóttir einhvers æðstu vampíru og gengi sem hafði verið þjálfað til að drepa hann... skemmtilegt.

En getur Eric treyst erkióvinum sínum meðan þau reyna að útrýma þessum nýju vampírum?


Þessi mynd er ekkert annað en sýning. Hvert bardagaatriðið á fætur öðru og ekki vantaði techno tónlistina sem fylgir þeim.

Sum atriðin voru meira að segja bara ílla gerð, t.d. þegar Eric(Blade) hittir Nyssa fyrst þá er þetta eins og maður sé að horfa á Tekken eða einhvern álíka bardagatölvuleik. Sorglegt en satt... hefðu átt að sleppa að tölvugera bardagana.

Tónlistin er ekki uppá marga fiska og er Eric gerður svo hrikalega, hallærislega, of svalur að það er ekkert fyndið.

Það eina góða við þessa mynd eru nýju vampírurnar sem voru vægast sagt hrikalega flottar, förðunin fær stóran plús og hönnunin á þeim, þó að hún hafi verið svolítið Sci-Fi.

Fyrri myndin er án efa mikklu betri og ekki nærri því eins ýkt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

15.04.2020

Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína

Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þr...

23.09.2012

Tekur gömlu myndina í görnina

Klárlega ein óvæntasta mynd ársins 2012 að mínu mati. Það tæki langan tíma til að kafa ítarlega ofan í svartsýnina sem einkenndi væntingar mínar áður en ég sá hana. Kannski var þetta bara forritað í mann fyrirfram að ...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn