Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Eight Legged Freaks 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. ágúst 2002

Let the squashing begin!!

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Íbúar námubæjar úti á landi komast að því að eiturefnaleki hefur valdið því að hundruðir lítilla köngulóa hafa á einni nóttu stækkað og eru orðnar á stærð við bíla. Námuverkfræðingurinn Chris McCormack og lögreglustjórinn Sam Parker þurfa nú að fá fólkið í bænum með í lið við að ráða niðurlögum skordýranna, sem nú eru orðin að... Lesa meira

Íbúar námubæjar úti á landi komast að því að eiturefnaleki hefur valdið því að hundruðir lítilla köngulóa hafa á einni nóttu stækkað og eru orðnar á stærð við bíla. Námuverkfræðingurinn Chris McCormack og lögreglustjórinn Sam Parker þurfa nú að fá fólkið í bænum með í lið við að ráða niðurlögum skordýranna, sem nú eru orðin að blóðþyrstum skrímslum.... minna

Aðalleikarar

David Arquette

Chris McCormick

Dolph Sweet

Sheriff Samantha Parker

Doug E. Doug

Harlan Griffith

Scarlett Johansson

Ashley Parker

Rick Overton

Pete Willis

Scott Terra

Mike Parker

Tom Noonan

Joshua Taft (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Ömurlegt kjaftæði sem að hefði alveg mátt sleppa að gera sökum leiðinlegra leikara. Þetta er eins og einhver mynnist á bara hálfgerð B-mynd, en þar sem að hún reynir að lyfta sér á hærra plan en það þá er hún orðin handónýt. Ég varð aldrei hræddur, hló ekkert og fann ekki til með þeim sem urðu köngulónum að bráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg B-mynd en með allt of klisjukenndum söguþráði. Kjarnolkuúrgangur dettur úr bíl rétt hjá köngulóabæli og breytir þeim í stór skrímsli sem ráðast á Arizona. Fógetinn og kærasti hennar (David Arquette,Scream) reyna að drepa þær með hjálp íbúana og klaufskri löggu. Góður húmor gerir myndina með léttum undirtóni og það gerir myndina svo góða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var svo heppinn að taka eina mynd á leigu til að hita mig upp fyrir þessa. Eins og sumir gætu vitað, þá er þessi mynd endurgerð af einni eða fleyri gömlum skrímslamyndum nema með betri tæknibrellum og svaka húmor (þótt gömlu myndirnar séu nú bara findnar fyrir það að vera gamlar). Ég tók The Night of the Lapus sem gaf mér betri sýn á hvað var verið að gera grín að í þessari mynd. Sem sagt, það er köngulær úr köngulóa búi sem sleppa eftir að þær hafa fengið steraeitur. Og núna eru þær að drepa allt og alla. Þarf að segja meira? Mikil steipa hér á sveimi og mjög findin, sérstaklega ef þú nennir að hita þig upp með einni sígildri hrollvekjud frá því í gamladaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd, virðist vera eða er bein tilvísun á gömlu góðu B-myndirnar eins og talað hefur verið um. Ég er tremorsaðdáðandi og er mjög hrifin að þessari mynd sem er eins í uppbyggingu, ódýr, hnitmiðuð og fyndin. Þótt hún var ódýr er hún dáldið lík 1996 tðlvuteiknuðum myndum á borð við The Lost World (ekki úr Jurrassic Park seríunni), er þá þetta dáldið gott miðað við hversu lítið hún kostaði. Stundum getur maður heyrt að kóngulærnar hafa mannlega eiginleika eins og líst er hér að ofan. Formúlan er sú sama og úr nokkrum '80 myndum í leikaravali, engir þekktir leikarar (fyrir utan einn). Gerir það myndina raunverulegri eins og þeir í gamla daga hugsuðu. Allir nema þeir sem haldnir eru kóngulóarfóbíu ættu að fara á þessa mynd, sama þótt trailerinn sukkaði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn