Náðu í appið
Öllum leyfð

Scooby-Doo 2002

(Scooby Doo)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. júlí 2002

Be Afraid. Be Kind of Afraid.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Meðlimir The Mystery Inc. hópsins fóru hver í sína áttina og hafa verið aðskildir í tvö ár, en hittast nú á ný eftir að þau fá boð um að koma til Spooky eyju. Þau vita ekki fyrirfram af hverju öðru, en mæta öll og komast að því að þarna er skemmtigarður sem hefur óvenjuleg áhrif á unga gesti garðsins. Fred, Daphne, Velma, Shaggy og Scooby, komast... Lesa meira

Meðlimir The Mystery Inc. hópsins fóru hver í sína áttina og hafa verið aðskildir í tvö ár, en hittast nú á ný eftir að þau fá boð um að koma til Spooky eyju. Þau vita ekki fyrirfram af hverju öðru, en mæta öll og komast að því að þarna er skemmtigarður sem hefur óvenjuleg áhrif á unga gesti garðsins. Fred, Daphne, Velma, Shaggy og Scooby, komast fljótt að því að þau geta ekki leyst gátuna á eigin spýtur.... minna

Aðalleikarar

Matthew Lillard

Shaggy Rogers

Linda Cardellini

Velma Dinkley

Rowan Atkinson

Emile Mondavarious

Miguel A. Núñez Jr.

Voodoo Maestro

Isla Fisher

Mary Jane

Mark McGrath

Sugar Ray

Nicholas Hope

Old Man Smithers

Neil Fanning

Scooby-Doo (voice)

J.P. Manoux

Scrappy Rex (voice)

Rio Nugara

Island Emissary

Remi Broadway

Training Video Guy #2

Leikstjórn

Handrit

Hörmuleg mynd sem mér finnst fyndin
Ég elska persónuna Scooby Doo og það að herma eftir Scooby getur stytt mér stundirnar klukkustundum saman (Fyrrverandi vinum mínum til mikillar mæðu) og því hef ég gaman að því að horfa á þessa mynd en....

Það er svo margt slæmt við þessa mynd að listinn verður aldrei tæmandi. Þar er stærst að mínu mati handritið sem er bara nákvæmlega ekki neitt og bíður uppá algjörlega fáránlegan söguþráð og hörmulegar aukapersónur (Sá sem skrifaði Mary Jane persónuna á ekki skilið Thule) 95% skrifaðra orðra í þessu handriti hvílir bölvun á. Reyndar hefur handritið aldrei skipt miklu máli þegar kemur að Scooby Doo en kommon smá „effort“ hefði verið fínt.

En það er í aðalpersónunum sem að fer að lífga yfir myndinni.....eða næstum. Stjörnuparið Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Gellar eru fengin til að „leika“ Mystery Inc-parið Fred og Daphne. Það samt auðveldar þeim mikið vinnuna að þau þurfa eiginlega bara að vera þarna og líta vel út en þau klúðruðu því samt (Þ.e.a.s að vera þarna. Þeim tókst nokkurn veginn að líta vel út). Linda Cardellini fer með hlutverk Velmu og gerir það stórvel. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég tók eitthvað eftir þessari leikkonu og fékk sjokk þegar ég sá hana í Bráðavaktinni þar sem ég fattaði að hún er bara þrususkutla og fær því ennþá meira hrós fyrir að fanga eiginleika hinnar nördalegu Velmu. En þeir sem björguðu myndinni frá glötun og gerðu það að verkum að ég get horft á hana oftar en einu sinni eru Matthew Lillard og Neil Fanning. Neil þurfti nú reyndar ekki að leika mikið en bara það að ljá Scooby Doo rödd sína er nóg til að heilla mig því að þó myndirnar báðar voru jafn slæmar og þær voru þá fannst mér persónulega Scooby alltaf jafn fáránlega fyndinn. Það breytir því þó ekki að Matthew Lillard sem Shaggy gjörsamlega átti ekki bara persónuna heldur alla myndina hér um bil skuldlaust og fangar allar hliðar Shaggy og þá sérstaklega sambands Shaggy og Scooby. Allar senur sem að Shaggy og Scooby eyða saman eru ómetanlegar (þá má svo sem má deila um prumpukeppnina en það sleppur)

Þetta er því alveg hræðilega misheppnuð mynd og sorp hið mesta en hún má þó eiga það að hún fangar persónurnar Shaggy og Scooby næstum pott þétt. (Ég nota hins vegar á þessa mynd minn einstaka hæfileikar að horfa framhjá tæknibrellum)

Sorglega leiðinleg mynd, þrátt fyrir það að Matthew Lillard er tilvalinn sem Shaggy. Svona eitt og eitt atriði sem hægt er að hlæja að. Forðist þetta drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nú er scooby doo kominn á hvíta tjaldið og grunaði mig það aldrei fyrr en ég heyrði um að það stóð til að þessi mynd væri gerð og voru þetta með uppáhalds þáttunum mínum á cartoon network en þarna eru þau sömu scoopy doo, Daphne, Fred, Velma, Shaggy en bara í leikhlutverkum en ekki teiknimyndapersónur eins og í þáttunum. Þau eru ekkert breytt samt og finnst mér leikararnir passa alveg geisilega vel inn í hlutverkin og eru alveg eins. Sarah Michelle Geller er svo fráær og tekur sig vel út sem Daphne en hún er betur þekkt sem Buffy og fyrir leik sinn í I Know What You Did Last Summer. Freddie Prinze yngri er svo alveg meiriháttar sem Fred en hann er betur þekktur úr Boys and Girls og líka I Know What You Did Last Summer myndunum. Svo er það Velma sem er leikin af Lindu Cardellini og hefur hún ekki leikið mikið en samt í legally blonde sem var sýnd í fyrra. Matthew Lillard fer svo með hlutverk Shaggy sem er besti vinur scoopy doo. Í þessari mynd fara ráðgátur ehf að ransaka verkefni á draugaeyju en þar er margt að gerast og margt dularfullt og þið fáið að vita hvernig allt fer með það í myndinni en þú getur skemmt þér þótt stundum komi einhver ógeðsleg atriði þá er þetta stórkostleg mynd og hvort sem þú fýlar þættina eða ekki kíktu á hana hún er fyrir alla eins og þig en næsta mynd kemur árið 2004 en á meðan verðum við að bíða og hvað leysa ráðgátur ehf næst?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þar sem ég get horft á Buffy þættina endalaust áhvað ég að sjá þessa mynd. Myndinn er byggð á sjónvarpsþáttunum Scooby-doo sem fjalla um fjórum vinum og hundi sem rannsaka furðuleg mál. Flest málinn sem þau rannsaka virðast yfirnáttuleg en kemur svo í ljós að einhver er að nýta sér hræðslu fólks við yfrinátturlega hluti. það er einnig í þessari mynd. Daphne er leikin af Söruh M. Geller (sem lekur Buffy í samnefndum þáttum), fer ágætleg með sitt hlutverk enda minnti Daphne stundum einum of mikið á Buffy. Flestir skila sínu vel, enda ætlast til að flestum að vera ýktir persónuleikar. Freddie Prinze Jr.leikur Fred, én hann er uppfullur af sjálfum sér og tekur heiður af hugmyndunum hennar Velmu. Síðan er það Shaggy, sem hangir með hudninum Scooby Doo og þeir keppast við að slá hvorn annan út í vitleisu

Fyrir þá sem ætla að fá uppljómun við að horfa á kvikmynd mæli ég með að sniðganga Scooby - Doo alveg. Þess mynd er barnamynd, og sem slík er hún fín. Ég mæli með henni fyrir krakka frá svona 8 ára aldri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það var á mörkunum að mig langaði að sjá Scooby Doo þar sem hún leit ekki út fyrir að vera áhugaverð, en þar sem ég á góðar minningar af því að horfa á teiknimyndirnar sem krakki ásamt því að ég er Buffy aðdáandi ákvað ég að slá til. Myndin er í alla staði mjög trú teiknimyndaþáttunum og tekst vel að yfirfæra heim Scooby Doo yfir í leikna mynd. Tæknibrellurnar eru langt frá því að vera raunverulegar, Scooby Doo sjálfur lítur til dæmis frekar út eins og eitthvað úr Toy Story en alvöru hundi, en allt smellpassar þetta einhvernveginn samt. Það er líka hálf skondið að hugsa til þess hvernig myndin hefði komið út ef alvöru hundur hefði verið látinn leika Scooby.. Hjónakornin Sarah ''Buffy'' Gellar og Freddie Prinze Jr. eru annars í aðalhlutverkum ásamt Matthew Lillard sem passar frábærlega í hlutverk Shaggy. Þessi mynd mun aldrei teljast neitt meistaraverk, en hún var betri en ég átti von á. Hinn tölvugerði Scooby Doo á líka heiðurinn af því að vera fyndnasti tölvugerði leikari sem ég hef séð í leikinni mynd (ekki að hann hafi mikla samkeppni frá karakterum á borð við Jar Jar Binks).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.07.2019

Deadpool og Hangover stjörnur í Tomma og Jenna

Leikhópurinn fyrir væntanlega kvikmynd um ærslabelgina Tomma og Jenna, eða Tom & Jerry, sem voru fastagestir í samnefndum teiknimyndum í íslensku sjónvarpi um árabil, er nú að skríða betur og betur saman. Jen...

29.07.2017

Verstu leikstjórar aldarinnar

Eftir að gagnrýni-vefsíðan Metacritic, sem safnar saman gagnrýni héðan og þaðan og býr til vegið meðaltal, útnefndi Alfonso Cuarón sem besta leikstjóra 21. aldarinnar, þá hefur síðan nú gengið skrefinu lengra, og...

05.10.2012

Warner Bros. fagna 90 ára afmælinu

Reyndar ekki fyrr en þann 4. apríl á næsta ári, en fyrirtækið er þó að gíra sig upp fyrir hátíðarhöldin með því að gefa út áætlun þeirra yfir útgáfu mynda sinna á DVD og Blu-ray út árið 2013. Hún er stútf...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn