Náðu í appið
Öllum leyfð

Rabbit-Proof Fence 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2003

If you were kidnapped by the government, would you walk the 1500 miles back home?

94 MÍN
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Myndin gerist í vesturhluta Ástralíu árið 1931. Stjórnvöld ákveða að taka börn sem eru af blönduðum kynþætti frá mæðrum sínum sem eru frumbyggjar, og senda þau þúsundir kílómetra í burtu til að vinna við þjónustustörf, til að "bjarga þeim frá sjálfum sér." Molly, Daisy og Grace ( tvær systur og frænka sem eru 14, 10 og 8 ) koma á áfangastað... Lesa meira

Myndin gerist í vesturhluta Ástralíu árið 1931. Stjórnvöld ákveða að taka börn sem eru af blönduðum kynþætti frá mæðrum sínum sem eru frumbyggjar, og senda þau þúsundir kílómetra í burtu til að vinna við þjónustustörf, til að "bjarga þeim frá sjálfum sér." Molly, Daisy og Grace ( tvær systur og frænka sem eru 14, 10 og 8 ) koma á áfangastað og flýja. Þær ganga í norðurátt í marga daga, og elta girðingu sem heldur kanínum frá byggðinni. Yfirvöld veita þeim eftirför. Mun þeim takast að komast aftur heim til sín?... minna

Aðalleikarar

Everlyn Sampi

Molly Craig

Tianna Sansbury

Daisy Craig Kadibill

Laura Monaghan

Gracie Fields

Jason Clarke

Constable Riggs

Kenneth Branagh

A. O. Neville

Garry McDonald

Mr. Neal at Moore River

Roy Billing

Police Inspector

David Ngoombujarra

Kangaroo Hunter

Stephen Gyllenhaal

The Fence Builder

Stephen Barden

Jigalong Depot Manager

Kenneth Radley

Fence Worker

Leikstjórn

Handrit


Leikstjórinn Phillip Noyce (the Quiet American)kemur hér með eina áhrifaríkustu kvikmynd síðari ára, Rabbit-Proof Fence. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist í Ástralíu á fjórða áratug síðustu aldar. Þá voru í gildi lög(féllu reyndar ekki úr gildi fyrr en 1970),svokölluð O'Neville lögin, sem heimilaði hvíta manninn að taka kynblendingsbörn frá móður sinni og koma þeim fyrir í búðum fyrir þessleg börn. Þar var þessum börnum kennt siðir hvítra manna. Rabbit-Proof Fence fjallar um syturnar Molly og Daisy og frænku þeirra Gracie. Þær eru kynblendingar og eru teknar og látnar í svona búðir. Þær strjúka og ákveða að fylgja svokallaðari kanínugirðingu heim aftur, um 2700 km. Það er hreint með ólíkindum að þetta er sönn saga. Þessi kynblendingshreinsum er svartur blettur á sögu Ástrala og leikstjórinn kemur þessu listavel til skila. Litlu stelpurnar eru leiknar af óþekktum leikurum og gera það óaðfinnanlega. Kenneth Branagh leikur O'Neville og fer á kostum. Rabbit-Proof Fence er án efa besta og áhrifaríkasta kvikmynd sem ratað hefur á myndbandaleigurnar í langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.07.2011

Ngoombujarra er látinn. Einn þekktasti leikari af ætt frumbyggja

Ástralski leikarinn David Ngoombujarra, sem var einn af best þekktu leikurum af ætt frumbyggja, og þrefaldur verðlaunahafi Australian Film Institute, er látinn. Ngoombujarra, sem var 44 ára að aldri þegar hann lést, lék stór hlutverk ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn