Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Spy Game 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. febrúar 2002

It's not how you play the game. It's how the game plays you.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Leyniþjónustumaðurinn Nathan Muir er um það bil að fara að setjast í helgan stein, þegar hann kemst að því að skjólstæðingur hans Tom Bishop hefur verið handtekinn í Kína fyrir njósnir, og verður tekinn af lífi innan 24 klukkustunda. Muir gerir nú hvað hann getur til að fá Bishop lausan, og hugsar til baka og segir frá því þegar hann var að þjálfa... Lesa meira

Leyniþjónustumaðurinn Nathan Muir er um það bil að fara að setjast í helgan stein, þegar hann kemst að því að skjólstæðingur hans Tom Bishop hefur verið handtekinn í Kína fyrir njósnir, og verður tekinn af lífi innan 24 klukkustunda. Muir gerir nú hvað hann getur til að fá Bishop lausan, og hugsar til baka og segir frá því þegar hann var að þjálfa hann sem ungan mann í Víetnamstríðinu, samvinnu þeirra í leyniþjónustunni, og til konunnar sem setti samband þeirra í uppnám. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hörkugóð spennumynd og allt allt öðruvísi en ég hélt.

Myndin fjallar um njósnir og leiniþjónustu CIA þar sem þeir reina að finna ástæðu til þess að leifa einum njósnara sínum (Brad Pitt) að rotna í fangelsi.

Robert Redford Leikur njósnarann sem kenndi Brad Pitt allt sem hann kann og er leiniþjónustan að reyna að svíkja út úr honum upplýsingar sem gæti leitt til falls Brad Pitts, en á meðan reynir Redfordinn að klekkja á leiniþjónustunni til að bjarga lærisveini sínum.

Endirinn kemur á óvart og er plottið alveg geggjað flott.

Þessi mynd er með góðan söguþráð, flotta myndatöku og góðri frammistöðu þekktra leikara.

Ég mæli eindregið með henni fyrir alla því hún er hin besta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi nýjasta mynd leikstjórans Tony Scott´s ( True Romance, Crimson Tide, Top Gun, The Last Boy Scout ) fjallar um CIA mann að nafni Nathan Muir ( Robert Redford ) sem fær fréttir af því að ungur félagi ( Tom Bishop-Brad Pitt ) hans í njósnum hafi verið handtekinn í Kína fyrir njósnir. Muir er neyddur til að segja yfirmönnum sínum allt um samband hans og Bishop´s. Á meðan yfirmennirnir í CIA reyna að slíta sambandi sínu við Bishop ( sem á að vera tekinn af lífi inna sólarhrings ) reynir hann Muir hvað eftir annað að reyna að koma upp með eitthver plön um björgun Bishop´s. Myndin gerist aðallega í svona flashback atriðum, allt frá Vietnam til Beirút. Flashback atriðin eru öll vel gerð og vel leyst af hendi. Leikurinn er mjög góður hjá aðalleikurunum ( Redford-Pitt ) en þó voru nokkrir CIA gaurar frekar lélegir. Annars var leikurinn mjög góður. Það voru nokkur vandamál með handritið sem hefði mátt vera betra að mínu mati. Svo var eitt alveg fáranlegt. Karakterarnir breyttust ekki neitt. Á þessum 16 árum sem myndin gerist sér maarr engan mun á aldri persónanna frá 1975-91. Það hefði nú verið hægt að nota einhverskonar make up á karakterana, en ég ræð víst engu um það. Myndatakan var nú alveg eins og í öllum öðrum myndum Scott´s ( þ.e.a.s. góð ). Tónlistin var óþolandi á köflum en hentaði myndinni einnig vel á sumum tímum. Það eru þó nokkrar klisjur í myndinni, t.d. Muir leikur CIA mann sem er að fara á eftirlaun ( klisja, klisja, klisja ). En þrátt fyrir allt er þetta hinn traustur og mjög spennandi þriller sem ég mæli með fyrir alla unnendur spennumynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að ég bjóst við mun meira actioni og hún hefði getað orðið miklu flottari ef það hefði verið smá Mission impossible 1 stíll á þessu , en maður á aldrei að gera of miklar væntingar. En allanvegana þá er myndin flott, vel gerð og vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hörkugóð spennumynd sem er nákvæm lýsing á njósnum og gefur glögga mynd af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Leikstjórinn Tony Scott er algjör sérfræðingur í bæði njósna- og hasarmyndum og er sérstaklega flinkur þegar kemur að tæknihliðinni og má ævinlega stóla á að hann komi með betri tæknibrellur en síðast. Árið er 1991. Hér segir af ofurnjósnaranum Nathan Muir (Robert Redford) sem er í þann veginn að láta af störfum eftir farsælan feril hjá leyniþjónustunni. Hann mætir í vinnuna á síðasta vinnudeginum sínum og kemst að vinur hans og lærlingur Tom Bishop (Brad Pitt) hafi verið fangelsaður í Kína og að það eigi að taka hann af lífi. Hann veit að það verður ekki erfitt að hjálpa honum, en hann er staðráðinn í að gera sitt besta. Myndin er að mestum parti sögð í upprifjun allt frá fyrstu kynnum þeirra í stríðinu í Víetnam, og einnig af samstarfi þeirra í Beirút og Berlín. Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Redford er án nokkurs vafa einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar og á að baki magnaðan feril og leik í úrvalsmyndunum Butch Cassidy and Sundance Kid, The Sting, All the President's Men, Out of Africa, The Electric Horseman, The Way We Were, The Horse Whisperer, The Natural, Three Days of the Condor, The Candidate, Jeremiah Johnson, Up Close & Personal, Indecent Proposal, Sneakers, Havana, og mörgum fleirum úrvalsmyndum. Hann hlaut hinsvegar leikstjóraóskarinn 1980 fyrir kvikmynd sína Ordinary People sem var frumraun hans sem leikstjóra. Hann hlýtur heiðursóskarinn fyrir magnaðan feril sinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. Hér mætir hann Brad Pitt og eiga þeir báðir góðan leik í þessari mynd. Þetta er hinsvegar myndin hans Redford og hann fer á kostum í hlutverki njósnarans sem augljóslega er ýmsu vanur, rúnum rist andlit hans er augljóslega vitnisburður um að hann hefur upplifað margt. Ég hafði mikið gaman af þessari mynd og mæli eindregið með henni. Hún er fyrsta flokks afþreying fyrir spennufíkla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn