Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Zoolander 2001

Justwatch

Frumsýnd: 14. desember 2001

3% Body Fat. 1% Brain Activity.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. En það er eingöngu upphafið á heldur ömurlegu ferli fyrir Zoolander, því CIA-útsendarinn... Lesa meira

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. En það er eingöngu upphafið á heldur ömurlegu ferli fyrir Zoolander, því CIA-útsendarinn Jeffries lætur heilaþvo hann og hyggst síðan láta hann myrða forseta Malasíu! Zoolander er algjörlega ómeðvitaður um þetta og reynir eftir fremsta megni að komast á toppinn í fyrirsætubransanum á ný. En hin nýja þrá sem blundar í brjósti hans leiðir hann í hverjar ógöngurnar af fætur annarri og á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar ...... minna

Aðalleikarar

Ben Stiller

Derek Zoolander

Owen Wilson

Hansel McDonald

Christine Taylor

Matilda Jeffries

Will Ferrell

Jacobim Mugatu

Milla Jovovich

Katinka Ingabogovinanana

Jerry Stiller

Maury Ballstein

David Duchovny

J.P. Prewitt

Jon Voight

Larry Zoolander

Judah Friedlander

Scrappy Zoolander

Donald Trump

Donald Trump

Christian Slater

Christian Slater

Cuba Gooding Jr.

Cuba Gooding Jr.

Natalie Portman

Natalie Portman

Fabio

Fabio

Lenny Kravitz

Lenny Kravitz

Gwen Stefani

Gwen Stefani

Alfred Abel

Heidi Klum

Mark Ronson

Mark Ronson

Paris Hilton

Paris Hilton

David Bowie

David Bowie

Tyson Beckford

Tyson Beckford

Lance Bass

Lance Bass

Matt Levin

Archie

Rohan Quine

Night Club Bouncer

Volker Schlöndorff

Maori Tribesman

Vince Vaughn

Luke Zoolander (uncredited)

Billy Zane

Billy Zane (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Ég sá Zoolander fyrst í flugvél í sumar og sá hana svo núna aftur um helgina.í annað skipti var hún verri en mig minnti en þó voru nokkur atriði sem ég hafði ekki tekið eftir eins og t.d. dagatal Zoolander,þar sem hann er búinn að gera dagatal til að sýna öllum hversu fjölhæfur hann er og svo er hann alveg nákvæmlega eins á öllum tólf síðunum.Geðveikur brandari. Ben Stiller leikstýrir gamanmyndinni Zoolander og leikur einnig titilhlutverkið. Faðir Bens,Jerry Stiller sem flestir þekkja sem hinn frábæra Arthur úr King of Queens þáttunum leikur umboðsmann Zoolanders og eiginkona Bens Christine Taylor leikur blaðakonuna Mathildu. Luke Wilson og Will Farrell leika fyrirsætinu Hansel og tískurisann Mugatu og Milla Jovovich er leigumorðingi Mugatus.

Derek Zoolander er frægasta karlmanns módel heims og er nautheimskur. Hann hefur unnið titilinn model of the year þrisvar sinnum og býst við að vinna í fjórða sinn en tapar fyrir Hansel sem verður enn vinsælari en Zoolander. Blaðakonan Matilda vinnur fyrir Times og var að skrifa um hversu heimskur Zoolander er. Bestu vinir hans og herbergisfélagar sem eru jafn heimskir og hann og líka módel deyja í slysi og Zoolander ákveður að hætta sem módel og fer að vinna í námu með bræðrum sínum og föður(Vince Vaughn og Jon Voight). Nýkjörinn forsetisráðherra Malasíu er að berjast á móti þrælavinnu barna og fullorðinna fyrir tískuiðnaðinn og heimsfrægi tískuhönnuðurinn Mugatu er auðvitað bálreiður eins og aðrir tískuhönnuðir í heiminum og sannfærir Zoolander að koma og vinna fyrir sig en heilaþvær hann og vill að hann drepur forsetisráðherrann í tískusýningu Mugatus sem er róna og hóru tíska. Hin fína leikkona Milla Jovovich er hræðileg í hlutverki sínu og sömuleiðis Christine Taylor. Luke Wilson er einn vinsælasti grínleikarinn núna en er þó ekki mjög fyndinn í Zoolander og heldur ekki góður. Ben Stiller leikur ekki mjög vel en er viðbjóðslega fyndinn og Will Farrell er það einning. Annars hefur myndin ekki neina rosalega galla. Zoolander er alls ekki góð kvikmynd en hún er bráðfyndin og skemmtileg og fyrir þá sem eru mikið fyrir gamanmyndir(ég er ekki einn af þeim) þá mega þeir alveg kíkja á Zoolander.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni ágæta grínmynd þar sem hann ben Stiller(Meet the parents, something about mary) leikur aðalhlutverkið. Myndinn er ekki svona pælingar mynd en það sem maður á að gera þegar maður sér hana, það er einfaldlega að hlæja. Myndinn

Zoolander fjallar eiginlega um fyrirsætu(það eiga eiginlegir allir sem hafa séð eitthvað brot úr myndinni að vita) sem hættir í bransanum vegna þess að það blaðið Time voru að skrifa ljótt um hann í blaðinu sínu. Og líka það að hann missti vini sína sem voru með eld hjá bensínstöð. vinur hans Zoolander(Jerry Stiller,the king of queens gamli gaurinn) vill að hann haldi áfram sem fyrirsæta. Eftir það kemur maður að nafni Mugatu(will ferrel) sem segir að hann sé aðalmódelið hans. Svo verður Zoolander tískumódelið hans og Mugatu er ekki eins góður og maður heldur. Hann vill drepa kínaforsetan og ætlar að dáleiða hann zoolander. Hvernig endar þetta? Þetta er svona góð skemmtun þegar maður er í grín stuði. Nánast alltaf er hann Ben Stiller fyndinn í þessari mynd og líka hitt hallarislega brosið sem hann Zoolander er líklega langfrægastur fyrir. Ég ætla að ákveða það að þessi mynd fær tvær og hálfa. Hún var fyndinn en það var eitthvað sem ég ekki alveg líkaði við og nokkuð ófyndnir hlutir þarna á ferð. Ég enda á því að segja að þetta er bara fyrir fólk sem vilja hlæja og er í hláturs skapi. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Drepfyndin mynd sem sýnir hvað fyrirsætur eru leiðinlegar (ekki móðgast ef þú ert fyrirsæta). Derek Zoolander (Ben Stiller,There's Something about Mary,Cable Guy) er fyrirsæta sem er á niðurleið því að hann niðurlægði sig fyrir framan alla á Vh1 fyrirsætu verðlaununum. En tískumeistarinn Mugatu (Will Ferrel,Old School) býður honum tískusamning gegn sýningu sem heitir Derelique eða eitthvað svoleiðis. En Mugatu heilaþvær hann til að drepa forsetisráðherra Malasíu og hann og vinkona hans og óvinur hans (Owen Wilson,The Royal Tenenbaums) sem hann sættist við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fremur slöpp mynd að flestu leyti. Það er þó eitt atriði sem dregur myndina upp úr skítnum og það er bensínslagurinn, snemma í myndinni. Snilldaratriði. Meira að segja fyndnara en gubb-atriðið í Problem child 2
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

11.05.2020

Gamanleikarinn Jerry Stiller látinn

Gamanleik­ar­inn Jerry Stiller er lát­inn 92 ára að aldri. Son­ur hans, leik­ar­inn Ben Stiller, til­kynnti and­lát föður síns snemma í morg­un. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginman...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn