Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

RoboCop 3 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Chaos... Corruption... Civil War...

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Stórfyrirtækið Omni Consumer Products er enn ákveðið í að þróa gæluverkefni sitt, Delta City, til að koma í staðinn fyrir hina hnignandi stórborg Detroit. Til allrar óhamingju, þá hafa íbúarnir á svæðinu engan áhuga á að flytja af heimilum sínum bara vegna þess að fyrirtækið vill það. Hingað til hefur OCP neytt fólk til að flytja að heiman með... Lesa meira

Stórfyrirtækið Omni Consumer Products er enn ákveðið í að þróa gæluverkefni sitt, Delta City, til að koma í staðinn fyrir hina hnignandi stórborg Detroit. Til allrar óhamingju, þá hafa íbúarnir á svæðinu engan áhuga á að flytja af heimilum sínum bara vegna þess að fyrirtækið vill það. Hingað til hefur OCP neytt fólk til að flytja að heiman með því að ráða miskunnarlausan her málaliða til að ráðast á fólkið og áreita það. Neðanjarðar andspyrnuhreyfing byrjar að berjast gegn fyrirtækinu og í þessu stríði þarf Robocop að ákveða í hvaða liði hann ætlar að vera. ... minna

Aðalleikarar

Nancy Allen

Anne Lewis

Rip Torn

The CEO

John Castle

McDaggett

Jill Hennessy

Dr. Marie Lazarus

John Posey

Nikkos Dad

Satoshi Honma

Nikkos Mom

Mako

Kanemitsu

Robert DoQui

Sergeant Reed

Danny Glover

Eiderly Woman

Felton Perry

Johnson

Mario Machado

Casey Wong

S.D. Nemeth

Bixby Snyder

Curtis Taylor

Rehab #1

Ann Peacock

Donnelly

Ken Strong

Rehab Patrol

Ann Peacock

Gas Station Clerk

Jeff Garlin

Donut Jerk

Angie Bolling

Ellen Murphy

Leikstjórn

Handrit


Hálf stjarna ?!? núna hugsa menn með sé, Fyrir hvað á þessi mynd hálfa stjörnu skilið ? Jú, fyrir að vera í RoboCop seríunni.

En þessi krakka mynd er alveg hrillilega slöpp, og ég þurfti nokkra daga til að geta horft á hana, náð mest 20 mín áður en ég sofnaði eða gafst upp.


Sagan er sú sama og í fyrri myndunum. RoboCop er að berjast við bófa til að halda götum Detriot hreynum. Þegar lögreglumennirnir fara verða full harkalegir við heimilislaust fólk í einu blokkarhverfi, þá snýst RoboCop gegn lögreglunni og gengur í lið með uppreistnarmönnum sem eru að berjast gegn yfirvöldum borgarinnar.

Leitin af hinum mannlega hluta úr fyrra lífi RoboCop heldur áfram í þessar og kemst hann einu skrefi nær, en ég verð nú að segja að leitin af mannlegri hegðun hjá Data í Star Trek: The Next Generation er mun áhugaverði.


Þessi mynd hefur skelfilega þunnan söguþráð, fyrirsjánlegur og leiðinlegur. Persónurnar eru svo leiðinlegar að maður vonast alltaf eftir því að sérsveitar mennirnir komi og slátri þessum uppreystnarmönnum, svo að myndin geti nú endað. Ég mundi ekki mæla þessari mynd fyrir neinn, nema þá til að geta sagst hafa séð allar RoboCop myndirnar eða þá að menn séu sérstakir áhugamenn um lélegar bíómyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi framtíðartryllir er skuggalega góð enda sjálfur John Burke að leika og ef maður veit að hann er í myndinni þá er ekki annað en hægt að hrósa henni. Frábært handrit þar sem glæsinlegur leikstjóri er þar að verki og þótt það sé 2004 þá trúi ég því enn að númer 4 komi. Ég vil gefa til kynna að hún er ekki fyrir hæfi barna þar sem blóðbað streymir um, slagsmálin annað hvert atriði þar sem John Burke sýnir hversu öflugur hann er og formið. Myndin er svolítið flókin og djúp á köflum og ef ekki er horft á hana stíft þá er möguleiki á að maður missi þráðinn. Það er frábært hvernig hún er krydduð með tæknibrellum og sýnir það hversu raunveruleg hún er. Ég mæli flestum að taka þessa klasísku mynd og gleymið ekki að hú er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Gef henni pott þétt 4 stjörnur og þetta er hreint að mínu mati stór viðburðir fyrir kvikmyndasöguna að eiga þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er grátleg,hún er svo hundleiðinleg það var ekki eitt einasta gott atriði í allri myndinni.

Söguþráðurinn gæti ekki verið lélegri, leikurinn í myndinni ömurlegur og leikstjórn sorgleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

GEISP!!!!!!!!!! Þarf að segja meira. Útþynnt og þrælofnatað. Oj bara...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.09.2013

Robocop snýr aftur - fyrsta plakatið

Fyrsta plakatið úr Robocop er komið í loftið. Myndin er endurgerð samnefndrar spennumyndar sem kom út 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven. Leikstjóri nýju myndarinnar er José Padilha. Hún gerist árið 2028 þegar fyrirtæki...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn