Náðu í appið
Öllum leyfð

Hostile Hostages 1994

(The Ref)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They might be his hostages but what they're doing to this guy is criminal.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Innbrotsþjófur er skilinn eftir einn af félaga sínum í miðju ráni, og hann neyðist til að taka pirrandi hjón frá Connecticut sem gísla. Hann uppgötvar fljótt að hann færðist heldur mikið í fang þegar kúgandi sonur þeirra og óþolandi tengdafólk kemur inn í myndina. Áður en langt um líður þá eru þau að gera hann brjálaðan með smásálarlegum ómerkilegum... Lesa meira

Innbrotsþjófur er skilinn eftir einn af félaga sínum í miðju ráni, og hann neyðist til að taka pirrandi hjón frá Connecticut sem gísla. Hann uppgötvar fljótt að hann færðist heldur mikið í fang þegar kúgandi sonur þeirra og óþolandi tengdafólk kemur inn í myndina. Áður en langt um líður þá eru þau að gera hann brjálaðan með smásálarlegum ómerkilegum athugasemdum og ýmsum fjölskylduvandamálum. Eina leiðin fyrir hann að lifa þetta af er að setjast í dómarasæti og reyna að leysa úr vandamálum þeirra, þ.e. áður en lögreglan kemur og tekur hann. ... minna

Aðalleikarar

Conrad L. Hall

Caroline Chasseur

Kevin Spacey

Lloyd Chasseur

Glynis Johns

Rose Chasseur

Mia Tate

Murray

Christine Baranski

Connie Chasseur

Adam LeFevre

Gary Chasseur

BD Wong

Dr. Wong, Marriage Counselor

John Scurti

Lt. Steve Milford

Sylvia Meals

Lt. Steve Milford

Veronika Jenet

Bartender

Patton Oswalt

Reporter

Robert Ridgely

Bob Burley

Leikstjórn

Handrit


Svona þokkaleg mynd og fyndin. Kevin Spacey hefur aldrei verið neitt í miklum metum hjá mér og er frammistaða hans í þessari mynd engin undantekning en yfir hann valtar alveg Denis Leary með sinni glæsilegu frammistöðu. Í heild er myndin innantóm og samræðurnar hálf formúlukenndar en þó verð ég að splæsa tveimur stjörnum fyrir það að myndin er fyndin(það rímar hehe)og Leary er frábær. Ég ætla ekki að segja meira um þessa mynd en hún er horfandi á en bara ekkert merkileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis grínmynd með hinum bráðskemmtilega Denis Leary í aðalhlutverki. Hann er hér í hlutverki innbrotsþjófs, sem eftir innbrot sem fór úr skorðum, leitar skjóls á heimili hjóna sem eru ekki eins og fólk er flest. Neyðist bófinn til að taka alla familíuna í gíslingu og er það ögn meira en að segja það.

Bráðskemmtileg ræma og Leary fer á kostum að vanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hostile Hostages er frábær mynd með frábærum leikurum sem skila sínum hlutverkum með prýði, þá sérstaklega Denis Leary, Kevin Spacey og Judy Davis. Hún er líka ótrúlega fyndin. Hún fær 3 og hálfa hjá mér í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn