Náðu í appið

Bride of the Wind 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi
99 MÍNEnska

Myndin hefst í Vínarborg árið 1902. Alma Schindler hittir tónskáldið Gustav Mahler. Hún er falleg, ung, tónlistarkona sem semur sína eigin tónlist; tónlist er lífið fyrir henni. Hún verður ástkona Mahler og þegar hún giftist honum þá vill hann að hún hætti að semja tónlist. Hún eignast tvö börn, vinnur sem aðstoðarkona hans, sér um bókhaldið, og... Lesa meira

Myndin hefst í Vínarborg árið 1902. Alma Schindler hittir tónskáldið Gustav Mahler. Hún er falleg, ung, tónlistarkona sem semur sína eigin tónlist; tónlist er lífið fyrir henni. Hún verður ástkona Mahler og þegar hún giftist honum þá vill hann að hún hætti að semja tónlist. Hún eignast tvö börn, vinnur sem aðstoðarkona hans, sér um bókhaldið, og fleira, en finnst hún vera að kafna. Árið 1910, eftir dauða eins af börnunum, þá fer hún í frí á sumardvalarstað þar sem hún hittir arkitektinn Walter Gropius, og verður ástfangin af honum. Mun hún fara frá Mahler vegna hans? Hún fer í samband með hinum skapmikla Oskar Kokoschka, og finnst hún aftur vera að kafna, en á annan hátt. Hún giftist síðan Gropius, sem reynist vera mjög ráðríkur. Hún fer frá honum fyrir Franz Werfel: hann uppgötvar tónsmíðar hennar, og vill að almenningur fái að heyra þær. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn