Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Big Trouble 2002

Justwatch

Frumsýnd: 26. júlí 2002

They have forty-five minutes to save the world. They need forty-six.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Mikil keðjuverkun atvika hefst með tilkomu dularfullrar skjalatösku í Miami. Spilltur athafnamaður, Arthur Herk, vill ná töskunni. Á sama tíma vilja tveir leigumorðingjar koma honum fyrir kattarnef. Eiginkona Herk, Anna, og dóttir þeirra, Jenny, sem eru orðnar dauðleiðar á endalausri drykkjunni og sjónvarpsglápinu á honum, ákveða að finna sér nýja kærasta... Lesa meira

Mikil keðjuverkun atvika hefst með tilkomu dularfullrar skjalatösku í Miami. Spilltur athafnamaður, Arthur Herk, vill ná töskunni. Á sama tíma vilja tveir leigumorðingjar koma honum fyrir kattarnef. Eiginkona Herk, Anna, og dóttir þeirra, Jenny, sem eru orðnar dauðleiðar á endalausri drykkjunni og sjónvarpsglápinu á honum, ákveða að finna sér nýja kærasta og hefja samband með hinum fráskilda Eliot Arold og syni hans Matt. Til að flækja málin enn frekar þá ákveða tveir þjófar að stela töskunni og villa um fyrir lögreglunni. ... minna

Aðalleikarar

Tim Allen

Eliot Arnold

Rene Russo

Anna Herk

Omar Epps

Seitz

Dennis Farina

Henry Desalvo

Ben Foster

Matt Arnold

Janeane Garofalo

Monica Romero

Jason Lee

Puggy

Heavy D

Greer

Stanley Tucci

Arthur Herk

Zooey Deschanel

Jenny Herk

Patrick Warburton

Walter Kramitz

Jack Kehler

Leonard

Andy Richter

Jack/Ralph Pendick

DJ Qualls

Andrew

William Mapother

Captain Justin Hobart

John Watson

Co-Pilot Jan Vigushin

Mitchell Carrey

Cigar Buddy

Jonathan Kasdan

Jack Pendick Trainee

David Koepp

Annoyed Sports Radio Host (voice)

Arthur Flam

Geo Salesman

Leikstjórn

Handrit


Myndinn Big Trouble fjallar um 14 karaktera sem að maður kynnist við þessa upplifun.

Hún fjallar um hippan Puggy sem líkist jesús og býr í tréinu hjá Arthur;.

Snobbaða gaurinn Arthur og konuna hans og dóttir hennar.

Tvo heimska bófa.

Tvo stráka með vatnsbyssu og pabba annars þeirra.

Nínu vinnukonu.

Löggurnar tvær.

Svo eru fleiri.

Myndin byrjar á því að bófarnir ætla að skjóta Arthur,

en á sama tíma eru strákarnir með vatnsbyssuna; sem ætla að skjóta stjúpdóttir Arthurs með vatnsbyssunni en það hittir svo illa á að þeir koma á sama tíma og þessvegna skýtur annar strákurinn stjúpdóttir Arthurs en bófarnir skjóta skoti sem lendir í sjónvarpinu og flýja.

En á meðan þeir flýja þá hlaupa þeir undir tréið hans Puggy sem ræðst á þá.

Svona er myndin allan tíman og ekki er hægt að láta sér leiðast...

Kv. Almar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skotheld skemmtun með þrumugóðum leikurum
Barry Sonnenfeld gerir hér það sem honum er mjög vel kunnugt, með því að sameina fjölmarga stórfína leikara við óborganlegt handrit, reyndar hefur það ekki alltaf heppnast alveg nógu vel hjá honum, eins og t.d. með myndir eins og Wild Wild West og nú nýlega MIB II. En nú er Barry kominn í Get Shorty-fílinginn, þar sem svartur húmor hans læðist inn í myndina og kemur sér vel fyrir í þrælskemmtilegri "sögu."

Leikararnir eru flestir áhorfendum kunnugir, og þar á meðal eru þau Tim Allen, Rene Russo, Tom Sizemore, Stanley Tucci, Janeane Garofalo, Dennis Farina (frábær að venju), Patrick Warburton, Jason Lee, Johnny Knoxville (sem er á hraðri leið upp stjörnuhimininn um þessar mundir), Zooey Deschanel og ýmsir aðrir. Söguþráðurinn er bæði einfaldur og margbrotinn. Myndin fjallar í stuttu máli um dularfulla ferðatösku sem dregur að sér marga ólíka einstaklinga; fráskilinn föður, óhamingjusama eiginkonu, leigumorðingja, steikta götubófa, ástfangna unglinga, moldríkan skíthæl og seinheppnar löggur. Þetta hrindir af stað skondinni og alveg hreint brenglaðri atburðarás sem má nokkurn veginn líkja við Get Shorty, svo sjá leikararnir um að láta manni aldrei leiðast ásamt klikkuðum húmor, m.a.s. fær hver og einn leikari sitt eigið móment, þ.e.a.s. sinn einkabrandara. Sonnenfeld hefur líka góð tök á leikaraliðinu og jafnframt leikstjórninni.

Veikasti hlekkurinn er samt sá að myndin getur orðið frekar fyrirsjáanleg þegar lengra líður á og hún getur á köflum orðið fullyfirdrifin í kjánaskap, en það er nú bara smákvörtun sem pirraði mig reyndar ekki mikið. Big Trouble er í heild sinni bráðfyndinn, skemmtilegur og kolruglaður farsi sem fær hiklaust meðmæli mín.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hrein og tær snilld, frábær húmor sem helst í gegnum alla myndina, frábærar myndatökur sem gera húmorinn enn skemmtilegri. Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman að svörtum húmor.


Oddur Carl Thorarensen
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart með því að vera mun betri en ég bjóst við. Þetta er skemmtilegur farsi sem nær því að halda halda flugi alla myndina. Leikararnir skila sínu vel og gefur myndatakan myndinni áhugaverðan blæ. Ef verið er að sækjast eftir góðri afþreyingu þá er hiklaust hægt að mæla með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.09.2020

Þegar leikarar spreyta sig í söng

Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða ha...

17.03.2017

26 myndir á leiðinni frá The Rock

Dwayne Johnson, eða The Rock, er ekki bara hæst launaðasti leikari í heimi, heldur líka sá uppteknasti. Samtals eru núna 26 kvikmyndir í bígerð með honum í aðalhlutverkinu. Myndirnar eru einkum af þrennum toga; gaman...

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek það...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn