Náðu í appið
32
Bönnuð innan 12 ára

Batman 1989

(Batman 1)

Justwatch

Justice is always Darkest before the Dawn.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Fyrsta myndin í Batman-seríunni og segir hún frá glæpamanninum Jack Napier/The Joker og áætlun hans um að yfirbuga skikkjuklæddu hetjuna Batman. Sögusvið myndarinnar er hin drungalega Gotham borg. Þar er hættulegt að vera á ferli, enda er lögreglan gjörspillt, og takmarkaða vernd að fá. Saksóknarinn Harvey Dent, og lögreglustjórinn Jim Gordon, reyna sitt allra... Lesa meira

Fyrsta myndin í Batman-seríunni og segir hún frá glæpamanninum Jack Napier/The Joker og áætlun hans um að yfirbuga skikkjuklæddu hetjuna Batman. Sögusvið myndarinnar er hin drungalega Gotham borg. Þar er hættulegt að vera á ferli, enda er lögreglan gjörspillt, og takmarkaða vernd að fá. Saksóknarinn Harvey Dent, og lögreglustjórinn Jim Gordon, reyna sitt allra besta til að koma lögum yfir glæpamennina, en það er ekki nóg. Borgin verður sífellt hættulegri, eða allt þar til fram á sjónarsviðið brýst svartur riddari í dulargervi; leðurblökumaðurinn eða Batman. ... minna

Aðalleikarar

Michael Keaton

Batman / Bruce Wayne

Jack Nicholson

Joker / Jack Napier

Kim Basinger

Vicki Vale

Jerry Hall

Alicia

Robert Wuhl

Alexander Knox

Pat Hingle

Commissioner Gordon

Billy Dee Williams

Harvey Dent

Jack Palance

Grissom

Michael Naughton

Bob the Goon

Kate Harper

Anchorwoman

Richard Durden

TV Director

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd hefur bara elst ansi vel. Hún er mjög ´90s en hefur ávkeðinn sjarma. Stíllinn er einhverskonar gothic noir stíll sem er Tim Burton í gegn. Hann var í raun fullkominn í það hlutverk að koma Batman vel til skila á hvíta tjaldinu. Danny Elfman sér um tónlistana eins og í mörgum af myndum Burton. Þeir eru fullkomnir saman. Michael Keaton er góður leikari, hann vann áður með Burton í Beetlejuice. Hann er kannski ekki vöðvabúnt en það eru Kilmer og Clooney ekki heldur. Jack Palance stelur senunni pínu af Nicholson, ekki margir sem geta það. Útgáfa Nicholson af Jókernum er svo ólík Ledger að það þýðir ekkert að bera þá saman. Augljóslega var Ledger betri, en Nicholson var alls ekki slæmur. Það kom mér pínu á óvart að Batman drepur ansi mikið af óvinum sínum í myndinni, það er ekki eitthvað sem hann gerir mikið af í blöðunum. Þetta er mynd gerð fyrir fullorðna og bara mjög vel heppnuð að mínu mati. Kíkið á hana ef þið hafið ekki séð hana síðan í bíó.

“Do I look like I'm joking?”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
-
Á drungafullu kvöldi Gotham ganga skelfd hjón með ungan son sinn í gegnum dimmar götur borgarinnar á leið heim frá kvikmyndahúsinu. Órýndur borgari áreitir þau en þegar þau bregðast illa við, ræðst sá með glæpafélaga sínum á fjöldskylduna og rænir þau. Skúrkarnir eru að hlaupa á burt með peninga þeirra og skartgripi öskrandi mömmunnar þegar allt í einu, frá skýjuðum himni flýgur sönn upprennani hetja; Batman. Áframhaldið kemur nú ekki mikið á óvart, Batman lemur þorparana í klessu og skilur þá eftir handa lögreglunni. Á sama tíma og Batman er að verða þekktur sem verndari Gotham, er milljónamæringurinn Bruce Wayne að finna sig í lífinu og fellur fyrir Vicky Vale, blaðaljósmyndara sem þráir í laun Batman sjálf. Þríhyrningurinn flækist þegar spillt lögregla borgarinnar ásamt Jókernum sjálfum reyna hvað þau geta til þess að handsama Batman og drepa en á millileiðinni fellur Jókerinn einnig fyrir Vicky Vale og ljósmyndum hennar. Hvernig mun Bruce Wayne og Batman takast að tvinna ólík hlutverk sín í lífinu saman, bjarga stelpunni og sigra vonda gaurinn? Batman er ein af þeim fáu kvikmyndum sem ég man eftir frá æsku minni. Þetta meistaraverk nær manni frá upphafi til enda, neglir mann niður í gólfið þar sem maður á sér enga undankomuleið aðra en að stara stóreygður á skjáinn. Meistaraverk Tim Burtons sem gleymist seint úr minnum manna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Batman er mjög hrá mynd og ólík myndasögunum en andskoti góð samt. Á meðan maður horfir á hana skiptast á skin og skúrir. Á köflum er hún snilld og á köflum er hún ekki eins mikil snilld. Jack Nicholson er án alls vafa senuþjófurinn og öll atriði með honum í myndinni eru góð. Samt hefur maður það á tilfinningunni að hann hefði getað gert Jókerinn ennþá klikkaðri. Michael Keaton er skemmtilegur sem Batman en ekkert mjög heillandi samt. Michael Gough fer á kostum sem Alfred og Kim Basinger gerir Vicki Vale nokkuð sæta og kærkomna. Afbragðsgóð tónlist frá Danny Elfman og flott myndataka gefa góðu parta myndarinnar réttu stemninguna. Málið er bara að einstaka atriði í myndinni eru að mínu mati þreytandi og setja vissan blett á myndina. Þetta eru slæmu partar handritsins sem Tim Burton virðist ekki hafa náð almennilega að hylma yfir. Aftur á móti er það bætt upp með gífurlegu skemmtanagildi sem gerir þessa mynd áhorfsins verða og vel það. Þrjár stjörnur er einkunnin frá mér, ótrú myndasögunum en fín engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Batman er virkilega góð ofurhetjumynd,myrk og í mikilum myndasögustíl og er auðvitað Tim Burton mynd. Snillingurinn Tim Burton leikstýrir og gerir það mjög vel, handritið er einnig mjög ágætt. Jack Nicholson er mjög góður í hlutverki Jokersins og Michael Keaton er ágætur sem titilpersónan. Mér fannst Kim Basinger alls ekki vera góð og Robert Wuhl,hvers sem það er þá lék hann mjög,mjög illa. Michael Cough er líka góður sem brytinn Alfred.

Theme lag Danny Elfmans var gott en hin tónlistin frekar síðri en ekki slæm.

Sum atriðin voru frekar asnaleg og illa gerð en myndin er auðvitað frekar gömul miðað við að vera ofurhetjumynd, flestar komu eftir 2000.

Myndin er mjög myrk og umhverfið og sviðsmyndin er svo flott,eitthvað það flottasta sem sést hefur í myndasögukvikmynd á eftir Sin City,auðvitað.Myndatakan er líka mjög góð. Illmenni myndarinnar,Jokerinn er mitt uppáhalds illmenni í sögu myndasögukvikmynd með Yellow bastard. Báðir teiknimyndpersónur sem ég er/var frekar hræddur við.

Batman fjallar um Mafíósann Jack Napier(Nicholson)sem er svikinn af því að hann hefur verið að sofa hjá fallegri eiginkona yfirmannsins Grissom(Jack Palance),(Jerry Hall).Þegar hann á að stela skýrslum í Axis efnaverksmiðjunni og Batman(Keaton) mætir á svæðið og lendir Jack í eiturúrgang sem eyðileggur taugakerfið í andlitinu. Og auðvitað þá ætlar Jack en er orðinn að Jokernum(the Joker)og ætlar að hefna sín á þeim sem sviku hann á meðan hann verður að aðalglæpamanni og glæpaforingja Gothamsborgar og er virkilega geðsjúkur og stórhættulegur. Á sama tíma er blaðaljósmyndarinn Vicki Vale(Kim Basinger)að rannsaka Batman. Batman/Bruce Wayne(Michael Keaton) þarf að bjarga borginni frá Jokernum því hann hefur viðbjóðslegt ráðabrugg. Flott og frábær ofurhetjumynd sem er svolítið öðruvísi en þær sem eru byggðar á Marvel myndsögunum,það á líka við um Batman Returns(að hún er frábær og er öðruvísi) og ég mæli með að sem flestir sjá þær báðar en forðist rusl asnans Shumacher.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2024

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét han...

18.08.2023

Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpers...

19.07.2023

Eftirvæntingin hjálpar báðum myndum

Stórmyndirnar tvær sem komu nýjar í bíó í vikunni, Barbie og Oppenheimer, sem gárungarnir kalla Barbenheimer, og verða sýndar á sérstökum sýningum báðar í röð, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn