Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red Planet 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. desember 2000

Not A Sound. Not A Warning. Not A Chance. Not Alone.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Í nálægri framtíð er Jörðin að líða undir lok. Nýlenda á Mars gæti verið eina von mannkyns. Hópur bandarískra geimfara, sem hver er sérfræðingur á sínu sviði, fer í fyrstu mönnuðu ferðina til plánetunnar rauðu, en þau eru öll ólík og þurfa að sætta sig við hvert annað, en þau búa yfir ólíkum bakgrunni og hugmyndum um gildi ferðarinnar. Þegar... Lesa meira

Í nálægri framtíð er Jörðin að líða undir lok. Nýlenda á Mars gæti verið eina von mannkyns. Hópur bandarískra geimfara, sem hver er sérfræðingur á sínu sviði, fer í fyrstu mönnuðu ferðina til plánetunnar rauðu, en þau eru öll ólík og þurfa að sætta sig við hvert annað, en þau búa yfir ólíkum bakgrunni og hugmyndum um gildi ferðarinnar. Þegar búnaður þeirra skemmist og lífi þeirra er ógnað, þá þurfa þau að stóla á hvert annað til að lifa af á lífshættulegu yfirborði Mars, og efasemdir þeirra, hræðsla og efasemdir um Guð, og örlög mannkyns, og alheiminn sjálfan, skipta sköpum í örlögum þeirra sjálfra. Í þessu nýja umhverfi þá verða þau að horfast í augu við sig sem manneskjur.... minna

Aðalleikarar

Val Kilmer

Robby Gallagher

Carrie-Anne Moss

Cmdr. Kate Bowman

Benjamin Bratt

Lt. Ted Santen

Tom Sizemore

Dr. Quinn Burchenal

Simon Baker

Chip Pettengill

Terence Stamp

Dr. Bud Chantilas

Jessica Morton

Website Fan

Bob Neill

Voice of Houston (voice)

Caroline Bossi

Website Fan

Leikstjórn

Handrit


Stórskemmtileg vísindaskáldsaga sem gerist árið 2050 og segir frá nokkrum geimförum á Mars og þeirra ýmsum vandamálum. Val Kilmer heldur myndinni uppi með afbragðsgóðum leik og er tvímælalaust aðalstjarna myndarinnar. Drungalegur stíll og snilldar stemning bæta upp fyrir örlítinn skort á innihaldi. Undirritaður mælir sterklega með Red Planet og er hún með betri myndum sem eiga að gerast á Mars en þó eru þær ekki margar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að ég var bara þokkalega ánægður með Redplanet miðað við allt það sem ég hafði heyrt um hana. Hún er þó ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en er þó ágætis afþreying og er það ekki það eina sem við viljum. Maður fær það á tilfinningunni að í byrjuninni á myndinni sé verið að flýta sér með persónukynningar til að geta komið myndinni af stað. En þegar því er lokið þá fer allt á stað og myndinn verður ágætlega spennandi. Þó að myndinn sé ekkert meistarastykki þá er hún allavegna 5 stjörnum betri heldur en Mission to Mars sem að mér finnst var alveg hryllileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fín mynd með Val Kilmer og allavega skárri en Mission To Mars og hinar geimmyndirnar sem ég hef séð, mjög góð mynd en hún fjallar um hóp sem ætlar til Mars. En eitthvað misheppnast því lendingin er svo harkaleg að hópurinn missir öll hjálpartækin og samskiptatæki sín við jörð. Ágætis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hún kom mér mjög á óvart þessi mynd. Ég hélt að þessi mynd myndi vera eins og Mission to Mars en svo var nú ekki. Val Kilmer, Carrie-Ann Moss og allir hinir eru mjög góð í sínum hlutverkum og myndin er mjög spennandi á tímum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.05.2021

The Lord of the Matrix: Þegar þrennt umdeilt er

Tvær trílógíur. Tveir gerólíkir heimar. Gerólík áhrif á poppkúltúrinn í kringum gerð kvikmyndanna sem eiga sér ófáa aðdáendur víða um heiminn. Sumir eru Gandalf-megin í lífinu, aðrir hallast nær Neo. En mætti færa r...

21.05.2021

The Lord of the Matrix með Sindra Gretars

Eru fantasíurisarnir tveir betur geymdir í fortíðinni?Má færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist illa? Í hvaða pattstöðu er fjóra Matrix kvikmyndin stödd? Af hverju er The Fellowship of the Ring tali...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn