Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Snatch 2000

Justwatch

Frumsýnd: 10. nóvember 2000

Stealin' Stones and Breakin' Bones

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Turkish og vinur hans Tommy dragast inn í heim hnefaleika með fyrirfram skipulögðum úrslitum, af hinum alræmda Brick Top. Hlutirnir flækjast þegar hnefaleikamaðurinn sem þeir fá til að boxa fyrir sig er barinn til óbóta af írska sígaunanum ( pikey ) Mickey O´ Neil, en hann kemur til sögunar eftir að Turkish, sem skipuleggur hnefaleikabardaga án þess að hafa... Lesa meira

Turkish og vinur hans Tommy dragast inn í heim hnefaleika með fyrirfram skipulögðum úrslitum, af hinum alræmda Brick Top. Hlutirnir flækjast þegar hnefaleikamaðurinn sem þeir fá til að boxa fyrir sig er barinn til óbóta af írska sígaunanum ( pikey ) Mickey O´ Neil, en hann kemur til sögunar eftir að Turkish, sem skipuleggur hnefaleikabardaga án þess að hafa til þess leyfi, vill kaupa hjólhýsi af írskum sígaunum. Þeir reyna síðan að sannfæra O´Neil um að berjast fyrir þá, en tapa bardaganum viljandi. Á meðan allt þetta gerist, á sér stað stórt demantarán, og nokkrir skrautlegir aðilar koma inn í söguna, þar á meðal Causin Avi, Boris the Blade, Franky Four Fingers, og Bullet Tooth Tony. Enn versnar í því þegar allt fer að snúast um peninga, byssur og helvítis hundinn!... minna

Aðalleikarar

Alan Ford

Brick Top Polford

Dennis Farina

Cousin Avi

Scott Andrew Ressler

Boris "The Blade" Yurinov

Vinnie Jones

Bullet-Tooth Tony

Ade

Tyrone

Mike Reid

Doug "The Head" Denovitz

Velibor Topic

The Russian

Adam Fogerty

Gorgeous George

Liam McMahon

Gypsy Man

Leikstjórn

Handrit


Ljómandi fín mynd frá Guy Ritchie og fjallar um vandamál veðmangara, demantaþjófa og öðru skrautlegu liði í London. Inniheldur alveg yndislegan húmor og mjög góða tónlist þó svo að hún passi ekki alveg við stíl myndarinnar. Benicio Del Toro fær alltof lítinn tíma á skjánum eins og hann er nú góður í hlutverki sínu en Brad Pitt kemur sterkur inn með einhvern undarlegan sígaunahreim og nær hann því bara nokkuð vel. Lýsingarnar hjá þulinum eru líka mjög áhugaverðar. Er það bara ég eða er endirinn hálf skrýtinn? Jæja, Snatch fær þrjár stjörnur og gaman verður að fylgjast með hinum sérvitra en umfram allt frumlega kvikmyndagerðarmanni Guy Ritchie í framtíðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem mér líkaði við Lock, stock and two smoking barrels var hinn frábæri óútreiknanleiki atvika. Það er engin ein hetja og þess vegna hefur hún raunverulegra yfirbragð. Það getur allt gerst. Venjulega veit maður að oftast eða alltaf þá deyr aðalpersónan alls ekki. Jafnvel þegar tæmt er úr 200 hríðskotabyssum og sá sem verið er að skjóta beygir sig rétt svo eða byrjar þessvegna að hlaupa og alltaf hitta þeir fyrir aftan manneskjuna. Maður mætti halda að þessir heimsku vondu kallar kynnu að miða.

Snatch er jafngóð ef ekki betri. Sagan er frábær, leikurinn er frábær, allt er stórkostlegt við þessa mynd. Þessvegna gef ég henni hiklaust 4 stjörnur og harma að ekki sé hægt að gefa henni meira en það.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör friggin snilld ! Maður veltist um af hlátri yfir þessari mynd !! Brad Pitt leikur karakterinn sinn eins og snillingur ! Vinnie Jones stendur í sínu sem brjálæðingur með Desert Eagle .50 stærsta byssuhlunk sem þú munt hefur séð !! Sjáðu þessa!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldarmynd, það koma atriði sem maður getur ekki hætt að hlæja og önnur sem maður verður svo spenntur ég mæli með þessari mynd jafnvel mæli ég með að kaupa hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.01.2023

Þegar mikið liggur við

Þegar koma þarf í veg fyrir sölu á nýrri gereyðingartækni í kapphlaupi við vopnasalann og milljarðamæringinn Greg Simmonds (Hugh Grant) dugar ekkert minna en að fá súpernjósnarann, Orson Fortune (Jason Statham) í mál...

10.07.2020

Þín eigin þjóðsaga að kvikmynd: „Þetta er heljarinnar stórt verkefni“

Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir vinna um þessar mundir hörðum höndum að kvikmynd sem byggð er á metsölubókinni "Þín eigin þjóðsaga". Myndin er komin með handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð ...

07.02.2020

Harðsoðin og ræðin séntilmenni

Hasskóngurinn Mickey Pearson (Matthew McConaughey) hefur komið sér upp miklu veldi í London og hefur selt varning sinn og forðast langan arm laganna við góðan orðstír meðal allra í undirheiminum. Nú vill hann selja rí...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn