Náðu í appið

Fantasia 2000 1999

Justwatch

Frumsýnd: 13. október 2000

An update of the original film with new interpretations of great works of classical music.

75 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Uppfærð útgáfa af meistaraverki Disney þar sem saman fara teiknimyndir og tónlist, nýjar túlkanir á sígildum meistaraverkum tónlistarsögunnar. Myndin byrjar með óhlutbundinni myndskreytingu og baráttu ljóss og myrkurs, við undirleik fimmtu sinfóníu Bethoveen. Þá sjáum við ævintýri hnúfubakskálfs og félaga hans, við undirleik The Pines of Rome. Næst... Lesa meira

Uppfærð útgáfa af meistaraverki Disney þar sem saman fara teiknimyndir og tónlist, nýjar túlkanir á sígildum meistaraverkum tónlistarsögunnar. Myndin byrjar með óhlutbundinni myndskreytingu og baráttu ljóss og myrkurs, við undirleik fimmtu sinfóníu Bethoveen. Þá sjáum við ævintýri hnúfubakskálfs og félaga hans, við undirleik The Pines of Rome. Næst kemur gamansöm saga um nokkra aðila á fjórða áratug síðustu aldar í New York borg, við undirleik Rhapsody in Blue, eftir Gershwin. Þá er sagan um tindátann, við undirleik píanókonserts Dmitri Shostakovich númer 2. Þá veldur bjánalegur flamengófugl veseni í hópnum sínum með jójó-inu sínu við undirleik Karnivals dýranna. Þá er það sígilt atriði úr upprunalegri Disneymynd, The Sourserer´s Apprentice, með Mikka Mús í aðalhlutverkinu og þá kemur Pomp and Circumstance, með Andrési Önd í hlutverki aðstoðarmanns Nóa á Örkinni. Að lokum þá er sögð saga af lífi, dauða og endurnýjun skógar við undirleik The Firebird. ... minna

Aðalleikarar

Steve Martin

Self - Introductory Host

Itzhak Perlman

Self - Host

Quincy Jones

Self - Host

Bette Midler

Self - Host

James Earl Jones

Self - Host

Steen Herdel

Self - Host

Teller

Self - Host

James Levine

Self - Host

Angela Lansbury

Self - Host

Ben Gazzara

Mickey Mouse (voice)

Tony Anselmo

Donald Duck (voice)

Russi Taylor

Daisy Duck (voice)

Leikstjórn

Handrit

Aðeins verri en upprunalega, en samt fjandi góð
Ég hef alltaf talið að Fantasia 2000 sé sú mynd frá Disney sem hefur mest farið framhjá fólki, og er hún út af því með vanmetnustu myndum frá þeim. Hún er rétt svo slakari en upprunalega myndin, enda var hún miklu frumlegri og áhrifameiri, en það segir samt ekki að Fantasia 2000 getur ekki gert hlutina sína vel.

Ég vil benda á það að ég tel atriðin á milli tónlistaratriðanna EKKI sem hluta af myndinni, enda er bara hræðilegt að hlusta á gestastjörnunar sem hafa ekkert áhugavert að segja (þó ég hafði smávegis gaman af Penn og Teller). Þessi atriði hafa ekkert að segja og hafa engan húmor. Þetta er nógu góð ástæða fyrir mig að fara alltaf yfir þessi atriði þegar ég horfi á þessa mynd.

Hinn galli myndarinnar er að það kemur fyrir að myndin taki sig ekki of alvarlega, og þá sérstaklega í atriðinu Carnival of the Animals (sem er basically flamingó að leika sér með jójó). Upprunalega myndin hafði reyndar nokkur mjög súr atriði (eins og balletdansinn hjá dýrunum) en það einhvernveginn var ekki eins barnalegt og þetta. Í atriðinu með Andrési Önd er líka slatti af húmor sem var aldrei í þeirri upprunalegu, en sem betur fer er þetta húmor sem einkennir karakterinn (alveg síðan hann kom fyrst fram) og að atriðið er mjög vel gert með mjög öflugum endi.

Með atriðinu hans Andrésar, "Pomp and Circumstance", eru þrjú atriði sem standa upp úr: byrjunaratriðið, með 5. sinfóníu Beethoven, sem er augljóst homage við byrjunaratriði Fantasia. Það næsta er Rhapsody in Blue. Tónslitin og stíllinn í atriðinu passa svo fullkomlega saman að hálfa væri nóg. Svo ekki sé talað um að þetta er áreiðanlega eina atriðið í sögu myndanna sem hefur stóran söguþráð (eða frekar 4 litla söguþræði). Og síðan er það lokaatriðið: "Firebird Suite". Tilfinningin sem kemur með þessu atriði er fjandi öflug. Mjög fá atriði frá Disney toppa þetta atriði og það eina frá Fantasia-myndunum sem toppar það er endirinn á fyrstu Fantasia, "Night on Bald Mountain/Ave Maria".

Myndin er ekki nærrum því eins frumleg og áhrifamikil og Fantasia, en hver í alvörunni bjóst við öðru? Myndin gerir það sem hún hefur mjög vel og hefði ég ekki getað beðið um meir. Hún hefur dramatíkina, tilfinninguna, húmorinn, tónlistina, útlitið, og er fjandi listræn á tímabili. Hefði hún haft aðeins meiri alvarleika og aðeins meira af öllu hinu, þá hefði hún getað verið sambærileg við Fantasia. En ég ætla samt að vera örlátur og gefa henni sömu einkunn og ég gaf hinni upprunalegu.

9/10

PS: Disney: Komið með Fantasia 3!

Myndin var hreynt unaðsleg fyrir tónlistaráhugamenn þar nutu bæði litasrskyn og tóneyra sín. Ég sat dolfallin yfir þessu unaðslegu hljómum. þarna upplifaði ég eitthvað sem ég á aldrey efitr að upplifa aftur. þetta var eins og að koma inn í hugarheim barns sem heur yndi af tónlist, þarna voru nokkrar af aðalpersónum Disney í stórskemmtilegum hlutverkum sem þau pössuðu í og allveg var hægt að ýminda sér, t.d mikka mús sem galdramann stjörnandi hljóðfæraslætti hafsinns. ég gef myndinni 4. stjörnur af því að ég er ég, og mér fanst myndin þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábærar teikningar, tónverkin pössuðu gjörsamlega inn í og ekki sé minnst á Hnotubrjótinn sem var með tónverk sem minnti helst á götur rómar, en smell passaði í þessari senu.

Ég verð bara að segja að þetta er snilldin ein í gegn!

Litla systir mín (5ára) elskar þessa spólu og efur horft á hana marg oft og sleppur aldrei augunum af henni.

Ég get ekki sagt annað en þetta er MEISTARAverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki hægt að gagnrýna Fantasiu 2000 á sama hátt og aðrar myndir þar sem hún er óhefðbundin kvikmynd. Hún er samsett af sjö tónverkum sem teiknararnir hjá Disney hafa búið til misflottar og skemmtilegar myndir eftir. Vandinn við mynd eins og þessa er sá að hver einstakur þáttur stendur eða fellur eftir því hvernig áhorfandanum finnst lögin eða teikningarnar, en Fantasia þarf ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem engin þáttur er beint leiðinlegur. En margir eru gallaðir; t.d. sá fyrsti og svo þessi með fljúgandi hvölunum - ofsalega flott en allt of fríkað og skrítið. Rapsody in Blue eftir Gerswhin er flottasta verkið og inniheldur skemmtilegustu teikningarnar. Helsta vandamál Fantasiu er það að hún er allt of stutt, aðeins 75 mínútur, svo að þegar hún er búin þá finnst manni eitthvað vanta. En skemmtunin er til staðar og ég sá að minnsta kosti ekki eftir peningunum, ég bara vildi að ég hefði fengið aðeins meira fyrir þá...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn