Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Watcher 2000

Justwatch

Frumsýnd: 22. júní 2001

Don't go home alone.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 22
/100

David Allen Griffin er útsmoginn morðingi - hann velur sér ítrekað konur sem fórnarlömb, rannsakar þær svo vikum skiptir til að læra allt sem þær gera, allt niður í smæstu smáatriði. Hann notar þekkingu sína í réttarmeinafræði til að hitta á konuna þegar hún á síst von á því, yfirbuga hana, og drepa með kvalafullum hætti. Joel Campbell varð svo... Lesa meira

David Allen Griffin er útsmoginn morðingi - hann velur sér ítrekað konur sem fórnarlömb, rannsakar þær svo vikum skiptir til að læra allt sem þær gera, allt niður í smæstu smáatriði. Hann notar þekkingu sína í réttarmeinafræði til að hitta á konuna þegar hún á síst von á því, yfirbuga hana, og drepa með kvalafullum hætti. Joel Campbell varð svo vonsvikinn yfir því að handsama ekki Griffin í Los Angeles á sínum tíma, að hann hætti í alríkislögreglunni FBI, flutti til Chicago og fór í sálfræðimeðferð, og nær ekki að virka eðlilega í samfélaginu í kjölfarið. Nú áttar hann sig á því að Griffin er búinn að velja sér nýtt fórnarlamb og hefur sent Campbell myndir af því. Campbell tilkynnir þetta til lögreglunnar, en vill helst ekki taka þátt í rannsókninni sjálfur, og segir að Griffin sé of útsmoginn og klár, en hann sleppur ekki svo auðveldlega ...... minna

Aðalleikarar

James Spader

FBI Special Agent Joel Campbell

Keanu Reeves

David Allen Griffin

Marisa Tomei

Dr. Polly Beilman

Ernie Hudson

FBI Special Agent in Charge Mike Ibby

Leikstjórn

Handrit


Fussumsvei. Ég ætlaði að nota orðtakið "sóun á hæfileikum" einhversstaðar í þessari umfjöllun en ég áttaði mig á því að þegar James Spader, Keanu Reeves og Marisa Tomei eru annars vegar er lítið fyrir hæfileikum að fara til að byrja með. The Watcher er eitthvað það ömurlegasta sem hefur skriðið úr forarpyttum Hollywood undanfarið. Það er engin afsökun fyrir svona hörmung þegar það er augljóst að aðstandendur myndarinnar höfðu talsvert fjármagn á milli handanna. Það eru bílaeltingaleikir og sprengingar og þar fram eftir götunum, en sagan, leikurinn og myndin sjálf eru skelfilega slöpp. James Spader leikur útbrunna FBI-löggu sem flýr til Chicago undan raðmorðingja (Reeves). Inn í málið blandast sálfræðingur (Tomei) sem hefur lítið annað að gera en að vera augljóst skotmark morðingjans. Það er svo margt vont hægt að segja um þessa mynd. Persóna Spaders á að þjást af gífurlegum höfuðverkjum. Hann fær einn slíkan í byrjun myndar en aldrei aftur nema hann sé laminn í hausinn, og hver væri ekki með hausverk þá?? Tomei er í nákvæmlega fimm atriðum og segir kannski 20 setningar. Vantaði hana smápening til að kaupa Óskarsstyttufægilög? Og Keanu Reeves... Jesús María Jósef. Þvílík hörmung. Hann á að leika geðveikan morðingja en að venju getur maðurinn ekki leikið þó lífið liggi undir. Hann nær að leika Keanu Reeves í létt temmilega pirruðu skapi. Það er túlkun hans á morðingja. Myndin fær hálfa stjörnu fyrir hláturinn sem Reeves framkallar, sérstaklega í morðingjadansinum í upphafi og lok myndarinnar. Forðist þessa eins og heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mögnuð spennumynd þar sem áhorfendur fá ekki að slaka á í eitt augnablik. Sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega finnst mér aldrei hafa farið mikið fyrir leikhæfileikum Keanu Reeves, hann hefur bara sloppið vel frá myndum sem eru létt á samtölum og þungar á hasar með örfáum undantekningum eins og Bram Stoker's Dracula. Það boðar því ekki gott að hér er hann í lykilhlutverki, geðsjúki raðmorðinginn í rannsóknarlögreglutrylli. Þetta hlutverk krefst þess að persóna morðingjans sé hættuleg, dularfull og útsjónarsöm ef vel á að vera og Keanu er ekkert af þessu. James Spader og Marisa Tomei gera það besta úr meðalhlutverkum en ná ekki að lyfta myndinni upp í meðallag. Ákveðnir þættir eru afar útreiknanlegir, það er greinilegt að handritshöfundar ofreyndu sig ekkert hér. Það hefur ekki mikið nýtt verði gert við þessa raðmorðingjaformúlu síðan snilldin Seven kom út og þess væri óskandi að Hollywood hlífði okkur við meira af þessu þangað til einhver fær góða og frumlega hugmynd. The Watcher er engan veginn alslæm mynd en þó það gölluð að ég get ekki mælt með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn