Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Under Suspicion 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. september 2000

Everyone has secrets. Some of them are crimes.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Virtur lögfræðingur er beðinn að koma á lögreglustöð til að binda nokkra lausa enda í vitnaskýrslu sinni um svívirðilegt morð á 12 ára stúlku, eftir að hafa fundið lík hennar, en um er að ræða annað slíkt morð á tveimur vikum. Þetta á bara að taka tíu mínútur, segja þeir, en þetta endar með að vera hver lausi endinn á eftir öðrum, og tíu... Lesa meira

Virtur lögfræðingur er beðinn að koma á lögreglustöð til að binda nokkra lausa enda í vitnaskýrslu sinni um svívirðilegt morð á 12 ára stúlku, eftir að hafa fundið lík hennar, en um er að ræða annað slíkt morð á tveimur vikum. Þetta á bara að taka tíu mínútur, segja þeir, en þetta endar með að vera hver lausi endinn á eftir öðrum, og tíu mínúturnar lengjast og lengjast, og lögfræðingurinn lendir undir grun ...... minna

Aðalleikarar

Gene Hackman

Henry Hearst

Morgan Freeman

Captain Victor Benezet

Thomas Jane

Detective Felix Owens

Monica Bellucci

Chantal Hearst

Nydia Caro

Isabella

Miguel Ángel Suárez

Superintendent

Pablo Cunqueiro

Detective Castillo

Isabel Algaze

Camille Rodriguez

Luis Caballero

Paco Rodriguez

Leikstjórn

Handrit


Frábær mynd um Gene Hackman sem leikur ríka skattlögmann á San Juan og á fallegu konuna Chantal
en þegar tvö morð eiga sér stað á tveimur vikum þá verður Hackman helsti grunaði. Eitt kvöld þegar
Hackman á að koma með ræðu fyrir fund raiser þá er hann kallaður í yfirherslu hjá Morgan Freeman og
Thomas Jane. en ekki er allt sem sýnist og lygarnar og efinn fer á hraðleið upp með fjölda spurninga.
Góður spennutryllir með sakamálasögu af bestu gerð og besta leik Hackmans sem ég hef séð í langan
tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd með GENE HACKMAN og MORGAN FREEMAN, ég hugsaði með mér að ég gæti ekki misst af þeirri mynd og fór með nokkrar væntingar i huga og viti menn - þessi mynd er meðal þeirra betri sem bíóhúsin bjóða núna, ekki eitthvað hollywood kjaftæði, langtí frá. HACKMAN leikur háttsettan lögfræðing sem er ákærður fyrir morð á tveim unlingsstelpum og fjallar myndin mest um yfirheyrsluna. Margar spurningar vakna og á endanum fær maður svör við öllu. Þetta er ein af þessum myndum þar sem þú labbar út og veist að 700 krónurnar fóru ekki til einskis. Báðir leikaranir standa sig vel en HACKMAN er senuþjófurinn eins og oftast. Mæli með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn