Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Highlander: Endgame 2000

(Highlander 4)

Frumsýnd: 8. desember 2000

It will take two immortals to defeat the ultimate evil. But in the end, there can be only one.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 21
/100

Þegar Connor Macleod sér sinn gamla vin Rachel deyja í sprengingu, þá fær hann nóg af því að vera ódauðlegur og hinum ævarandi sársaka sem það hefur í för með sér fyrir hann og ástvini hans. Hann læsir sjálfan sig inni á helgum stað þar sem ódauðlegir sem eru orðnir leiðir á lífinu geta flúið til, og einnig til að tryggja að Verðlaunin falli... Lesa meira

Þegar Connor Macleod sér sinn gamla vin Rachel deyja í sprengingu, þá fær hann nóg af því að vera ódauðlegur og hinum ævarandi sársaka sem það hefur í för með sér fyrir hann og ástvini hans. Hann læsir sjálfan sig inni á helgum stað þar sem ódauðlegir sem eru orðnir leiðir á lífinu geta flúið til, og einnig til að tryggja að Verðlaunin falli ekki í rangar hendur. En gamall óvinur, Jacob Kell, og hópur leigumorðingja hans, ræðst á helgistaðinn og drepur alla þar nema Connor, en hann er þvingaður til að koma út undir bert loft til að berjast. Kell og Connor voru eitt sinn vinir, og þekktust vel þegar Connor var vísað úr Glenfinnan; en hann sneri aftur þegar hann frétti að brenna ætti móður hans á báli, en í tilraun til að bjarga henni, þá drap Connor Kell, sem varð ódauðlegur, bitur og fullur haturs, og einsetti sér það að gera líf Connor að helvíti á jörð. Víkur nú sögunni aftur að nútímanum, en óþokkar Kell, þar á meðal Kate, gömul ástkona Duncan sem vill hefna sín fyrir að hafa óviljandi verið gerð ódauðleg fyrir mörgum öldum síðan, ráðast á Duncan Macleaod, ættingja Connor. Árásin tengdist eitthvað Connor, og Duncan fer að leita að honum til að komast að því afhverju. Á leiðinni þá kemst hann að því að á þessum 450 árum síðan Connor og Kell áttust við í Glenfinnan, þá hefur Kell afhöfðað meira en 600 manns, sem gerir hann að kraftmesta ódauðlega manninum í heiminum. Það sem gerir málin enn verri er að hvorki Connor né Duncan eru nógu sterkir til að mæta Kell einir.... minna

Aðalleikarar

Christopher Lambert

Connor MacLeod

Adrian Paul

Duncan MacLeod

Bruce Payne

Jacob Kell

Lisa Barbuscia

Kate MacLeod / Faith

Donnie Yen

Jin Ke

Jim Byrnes

Joe Dawson

Beatie Edney

Heather MacLeod

David Nicholls

Drunk Friend

Leikstjórn

Handrit


Ok þetta var hryllingur. Hugmyndin orðin útslitin og leikarinnir lítu út fyrir að vera útslitnir líka. Það vottar ekki fyrir leik í þessari mynd. Sem sagt algjör þjáning upp á að horfa. Bruce setur ekkert í leik sinn og Lambert sést ekkert auk þess sem hann kemur illa fyrir eins og hann hafi verið illa sofinn fyrir myndatökurna. Tímaeyðsla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algerlega óskiljanlegt að aðstandendur fyrstu Highlander-myndarinnar skuli halda áfram að nauðga minningunni um hana með að framleiða svona einskisvert drasl. Myndin er vonlaus í alla staði, leikarar vondir, meira að segja Bruce Payne ofleikur svo hryllilega að það hálfa væri nóg, myndatakan arfavond og söguþráðurinn heldur engan veginn vatni. Ég sé mig þó knúinn til að splæsa hálfri stjörnu vegna þess að hún er þó ekki jafn fullkomlega vonlaus og mynd tvö í sömu seríu, auk þess sem aðstandendur hafa lofað að þetta sé síðasta myndin í flokknum og ber að fagna því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.02.2015

Ný Rauð Sonja á leiðinni

Empire kvikmyndaritið segir frá því að undirbúningur sé hafinn fyrir nýja mynd um Rauðu Sonju, eða Red Sonja, sem Brigitte Nielsen, fyrrverandi kona Sylvester Stallone, lék svo eftirminnilega árið 1985, ásamt Arnolds ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn