Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Practical Magic 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 1998

Prepare to come under their spell

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Sally og Gillian Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Þegar þær voru litlar fengu þær súkkilaðiköku í morgunmat, vöktu frameftir og lásu galdrakver, og lögðu stund á hvítagaldur sem... Lesa meira

Sally og Gillian Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Þegar þær voru litlar fengu þær súkkilaðiköku í morgunmat, vöktu frameftir og lásu galdrakver, og lögðu stund á hvítagaldur sem iðkaður hafði verið í fjölskyldunni af hverri kynslóðinni á fætur annarri. Frænkurnar, þær Jet og Frances, leggja sig fram við að vekja hjá systrunum hina einstöku dulrænu hæfileika sem fylgt hafa konum af Owens ættinni í þeirri von að veita þeim þann styrk sem fylgir því að iðka galdra í nytsamlegum tilgangi. En galdrasæringar Owens kvennanna kosta sitt og þeim fylgir reyndar hin mesta bölvun, því mennirnir sem þær verða ástfangnar af eru dæmdir til ótímabærs andláts. Þegar hin hægláta Sally fylgist með frænkum sínum stunda galdra til hjálpar einstæðingum og ástlausu fólki byrjar hún að gera sér grein fyrir því sem hún hefur ætíð haldið, nefnilega að hún muni aldrei eignast sálufélaga. Hún reynir því að draga sig í hlé frá frænkum sínum og afneita þeim öflum sem hún býr yfir, og reynir hún allt hvað hún getur til að lifa galdralausu og eðlilegu lífi. Gillian sem aftur á móti er ærslafull, kærulaus og eirðarlaus og nýtur þess að finna valdið sem hún hefur yfir karlmönnum, leggur ríka rækt við hæfileika sína og skilur margan manninn eftir með brostið hjarta. Þegar Gillian kynnist Jimmy sem er meinfýsinn flækingur verður hún til þess að hrinda af stað atburðarás sem gerir það að verkum að lögreglumaðurinn Gary Hallet leggur leið sína heim til þeirra. Sally snarfellur fyrir honum strax og hún sér hann og úr læðingi leysast allskyns dularfullir kraftar sem ógna lífi allra Owens kvennanna. ... minna

Aðalleikarar

Sandra Bullock

Sally Owens

Nicole Kidman

Gillian Owens

Dianne Wiest

Aunt Jet

Ernest Thesiger

Aunt Frances

Goran Visnjic

Jimmy Angelov

Aidan Quinn

Gary Hallet

Evan Rachel Wood

Kylie Owens

Alexandra Artrip

Antonia Owens

Camilla Belle

Eleven-Year-Old Sally

John L. Cass

Michael

Margo Martindale

Linda Bennett

Lucinda Jenney

Adult Sara

Mary Gross

Debbie

Rose Tobias Shaw

Old Lady Wilkes

John McLeod

Puritan Minister

Leikstjórn

Handrit


Hér er á ferðinni stórskemmtileg gamanmynd sem allir ættu að sjá. Sandra Bullock og Nicole Kidman leika hér stórskemmtilegan leik sem göldróttur systurnar Sally (Bullock) og Gillian (Kidman) Owens, og svo ekki sé minnst á hóp mjög fjörugra aukaleikara sem allir gera myndina stórskemmtlega. Sally og Gillian misstu foreldra sína mjög ungar vegna bölvunar sem liggur á ættinni (hver sá maður sem dirfist að elska konu úr Owens ætt deyr langt um aldur fram). Fullorðinsárin eru þeim heldur ekki auveld. Þær reyna eftir bestu getu að sýnast eðlilegar og ekki batnar það þegar bölvunin skýtur upp kollinum og svo koma mörg vandræðin í ljós. Ég get ekki annað en gefið þessari frábæru mynd fjórar stjörnur. Sandra Bullock, klikkar aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Practical Magic er ágætis afþreying, en sver sig mjög í ætt við aðrar Hollywood-myndir, og ekki hægt að segja að hún komi mjög á óvart. Sandra Bullock er ágæt í myndinni, en sjálf var ég þó hrifnari af Nicole Kidman. Gömlu konurnar tvær voru þó enn betri. Semsagt; hin ágætasta mynd, en ef þið viljið sjá eitthvað nýtt og frumlegt er þetta ekki rétta myndin. Enda held ég að þessari mynd hafi aldrei verið ætlað að vera sérstaklega frumleg né á háu plani.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd um tvær systur sem eru nornir. Sandra Bullock og Nicole Kidman eru nokkuð góðar í sínum hlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Practical Magic er vel heppnuð satíra sem er frumleg, fersk og leikararnir halda henni vel uppi. Hún segir af Owensystrunum sem eru komnar úr fjölskyldu norna en þau álög eru á kvenfólki af ættinni að mennirnir sem þær elska muni allir deyja fljótt. Önnur þeirra er hamingjusamlega gift og á börn á meðan hin er algjört partýdýr og skiptir um karlmenn í hverri viku. Allt í einu gerist það að maður annarrar systurinnar deyr. Hún leggst í mikið þunglyndi en rís upp úr því aftur þegar hún þarf að hjálpa systur sinni þar sem hún þarf að komast undan hinum brjálaða kærasta sínum. Þær drepa hann óvart fyrir slysni og þar sem þær eru í miklum vanda ákveða þær að reyna að lífga hann aftur við með gömlum særingum. Það tekst en hann kemur aftur og nú þurfa þær að snúa á þennan illa anda með hjálp frá frænkum sínum Stockard Channing og Diane Wiest. Myndin er frumleg og athyglisverð og mjög fyndin á köflum. Auk þess er hún vel leikin. Nicole Kidman er góð sem fjörugri systirin en Sandra Bullock er betri sem rólegri systirin. Bestar eru samt Stockard Channing og Diane Wiest sem frænkurnar og fara á kostum. Hin fínasta rómantíska gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn