Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

U-571 2000

(U571)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. október 2000

Heroes are ordinary men who do extraordinary things in extraordinary times.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Í Seinni heimsstyjöldinni áttu bandamenn í miklu basli með þýska sjóherinn og þá sérstaklega kafbátana þeirra, og þá sérstaklega vegna háþróaðra dulmálsvéla þeirra. Þegar þýskur kafbátur skemmist, og bíður eftir aðstoð, þá ákveða Bandaríkjamenn að þetta sé tækifæri fyrir þá til að ná í dulmálsvélina. Þeir dulbúa því einn af kafbátum... Lesa meira

Í Seinni heimsstyjöldinni áttu bandamenn í miklu basli með þýska sjóherinn og þá sérstaklega kafbátana þeirra, og þá sérstaklega vegna háþróaðra dulmálsvéla þeirra. Þegar þýskur kafbátur skemmist, og bíður eftir aðstoð, þá ákveða Bandaríkjamenn að þetta sé tækifæri fyrir þá til að ná í dulmálsvélina. Þeir dulbúa því einn af kafbátum sínum sem þýskan kafbát, og ætla að þykjast vera björgunarskipið sem sent var þeim til aðstoðar, taka svo stjórnina á laskaða kafbátnum, grípa dulmálsvélina, og granda svo kafbátnum þannig að Þjóðverjar átti sig ekki á því að þeir hafi náð dulmálsvélinni. Allt gekk samkvæmt áætlun; þeir náðu vélinni og fluttu áhöfnina yfir í sinn kafbát og voru um það bil að sigla í burtu þegar tundurskeyti úr þýska björgunarkafbátnum lendir á þeim. Áhafnarmeðlimir sem voru ekki um borð í kafbátnum þegar þetta gerðist, halda áfram og fara yfir í þýska kafbátinn en verða strand þar, og nú þarf yfirmaðurinn að taka erfiðar ákvarðanir ef þeir eiga að halda lífi.... minna

Aðalleikarar

Matthew McConaughey

Lt. Andrew Tyler

Bill Paxton

Lt. Cmdr. Mike Dahlgren

Harvey Keitel

CPO Henry Klough

Jon Bon Jovi

Lt. Pete Emmett

David Keith

Maj. Matthew Coonen

Thomas Kretschmann

Capt. Lt. Gunther Wassner

Jake Weber

Lt. Hirsch

Jack Noseworthy

Bill Wentz

Tom Guiry

Ted Trigger Fitzgerald

Erik Palladino

Seaman Anthony Mazzola

Derk Cheetwood

Seaman Herb Griggs

Matthew Settle

Ens. Keith Larson

Robin Clarke

Mrs. Dahlgren

Oliver Stokowski

German E-Chief

Arnd Klawitter

German Hydrophone Operator

Erich Redman

German Bosun

Leikstjórn

Handrit


Þrátt fyrir hreina og klára nauðgun á sögu seinni heimsstyrjaldarinnar tekst hér að smíða allþolanlega spennumynd. Seint verður þessi mynd talin til ódauðlegra listaverka, nema þá kannski einna helst í einni gagnrýninni hér á síðunni, en skemmtanagildið er ótvírætt og spennan er til staðar, svo myndin verður að flokkast undir hinn þolanlegasta skyndibita. Leikstjórn virðist líka til fyrirmyndar, sem og frammistaða nokkurra úr leikarahópnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

U-571 er frábær skemmtun og rosaleg spenna. Þetta er topp spennumynd og mæli ég hiklaust með henni sem slíkri. Stjörnugjöf mín er miðuð við það. Þrátt fyrir það get ég ekki orða bundizt hvað snýr að sögulegum forsendum myndarinnar. Ég býst við að um það hvort myndin standizt sögulegar staðreyndir kæri sig fáir um að vita, en því skal nú samt komið á framfæri. Í fyrsta lagi leyfi ég mér að fullyrða að eftir þá meðferð sem kafbáturinn U-571 hafði fengið, fyrst frá bandamanna tundurspilli og síðan frá þeim þýzka, hefði hann fyrir löngu átt að vera sokkinn þegar hann loks sökk, ekki sízt þar sem djúpsprengjurnar sprungu bókstaflega á honum. Þjóðverjar byggðu góða og sterka kafbáta eins og fram kemur í myndinni með réttu en ekki til að þola þennan djöflagang. Í annan stað eru Þjóðverjarnir látnir vera á tundurspilli búnum bergmálstækjum sem notuð voru til að finna út staðsetningu óvinakafbáta. Mér vitanlega bjuggu Þjóðverjar aldrei yfir slíkri tækni, hvað þá djúpsprengjum. Í þriðja lagi var númer á síðunni á tundurspillinum, Z654 eða eitthvað álíka. Skip í Síðari heimstyrjöldinni voru aldrei númeruð á þennan hátt mér vitanlega. Slík númer komu ekki til fyrr en einhvern tímann eftir stríð. “Z” á væntanlega að merkja “Zerstörer” sem er þýzka orðið yfir tundurspilli. Þetta er auðvitað bara þýðing á merkingu Bandaríkjamanna á tundurspillum sínum í dag sem eru merkir með “D” fyrir “Destroyer”. Gott dæmi um þröngsýni Bandaríkjamanna. Svona mætti áfram telja og örugglega skrifa ritgerð ef myndin yrði rannsökuð ofan í kjölinn, en ekki eru föng á því hér. Auðvitað má segja að þetta séu bara smáatriði sem skipti engu máli. Málið er bara að ef menn hefðu hugsað málið betur og vandað sig meira þá hefði verið hægt að gera annars ágæta mynd betri. Þessi “smáatriði” öngruðu mig töluvert þó þau eyðilögðu alls ekki fyrir mér myndina, hún er það góð. Ef einhver telur sig vita betur en ég og getur fært rök fyrir því fagna ég allri slíkri gagnrýni. Í ljósi framanritaðs er U-571 því frá sagnfræðilegu sjónarhóli að mörgu leyti gölluð. En þar sem þessari mynd er svo sannarlega ekki ætlað að vera efni í sögukennslu eða vera sögulegur vitnisburður að neinu leyti er þetta að vissu marki afsakanlegt. Ef fólk vill sjá slíka mynd um kafbátahernaðinn í Seinni heimstyrjöld, þ.e. sem er í takt við raunveruleikann, þá bendi ég þeim sömu á “Das Boot”. En auðvitað er U-571 bara ævintýri sem endar vel og því mæli ég hiklaust með henni sem spennumynd, sem fyrr segir, en bendi fólki á að hafa í huga að hér er EKKI á nokkurn hátt um sögulegar staðreyndir að ræða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessa einu og hálfu stjörnu fær myndin fyrir ágætis afþreyingargildi, en annað er nú ekki gott við hana. Þessi mynd er ódýr og það hefur greinilega víða verið sparað. Leikararnir skila sínu og ekkert meira en það. Að Harvey Keitel hafi lagt nafn sitt við þessa mynd er fyrir neðan hans virðingu. Hann virðist rúmlega þrisvar sinnum eldri en þessi börn sem eru með honum. Sögufölsun er besta lýsingarorðið á þessari mynd. Í fyrsta lagi voru það Bretar, en ekki Bandaríkjamenn sem náðu fyrstu Enigma vélinni, eins og þeir að vísu segja í texta í lok myndarinnar. Í öðru lagi héldu þýskir tundurspillar og freigátur sig við strandir Evrópu á þessu stigi stríðsins og börðust ekki við kafbáta úti á rúmsjó og í þriðja lagi, Þjóðverjar voru ekki með Sónar eða sk. Asdic tæki í seinni heimstyrjöldinni og er alveg fáránlegt að heyra í þeim er Þjóðverjarnir eru að elta þá. Það atriði í myndinni er líka allt of langt. Semsagt ef þú ætlar á þessa mynd farðu þá á hana með því hugarfari að láta hafa ofan af fyrir þér í tvo tíma, en taktu ekki of mikið mark á innihaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hiklaust besta spennumynd ársins hingað til; þetta er a.m.k. fyrsta mynd ársins 2000 sem fékk mig til að fá í magann af spennu. Þrátt fyrir að hafa séð margar kafbátamyndir hingað til (Das Boot, Crimson Tide, o.s.frv.) þá er alltaf eitthvað alveg sérlega óþægilegt við að vera lokaður í stálhylki undir endalausum tonnum af sjó. Og maður finnur sko fyrir því í þessari mynd. Matthew McConaughey leikur Andrew Tyler, næst-æðsta yfirmann bandarísks kafbáts í seinni heimsstyrjöldinni. Yfirmaður hans (Bill Paxton) er nýbúinn að neita honum um stöðuhækkun, og Tyler er frekar bitur. Hann neyðist til að kyngja þessu þegar áhöfnin fær það verkefni að dulbúast sem þýskur kafbátur, hitta laskaðan nasistabát á miðju Atlantshafinu, drepa Þjóðverjana og ræna Enigma-vélinni, dulmálsvél sem myndi gera bandamönnunum kleift að ná yfirhöndinni í stríðinu - allt án þess að Þjóðverjarnir viti af. Þegar að kemur tekst þeim að ræna vélinni, en áður en þeir komast yfir í sinn bát aftur er hann sprengdur í loft upp af öðrum þýskum kafbát. Hetjurnar okkar verða því að komast undan um borð í ókunnum, og það sem verra er, þýskum, kafbát. Eftir þetta verður myndin verulega spennandi og þó maður viti nú allan tímann að Þjóðverjarnir vinni ekki tekst aðstandendum myndarinnar að halda manni á sætisbrúninni síðasta klukkutímann eða svo. Það er mjög vel að myndinni staðið. McConaughey bætir fyrir hvað hann er yfirleitt óþolandi leiðinlegur og Bill Paxton er samur við sig. Harvey gamli Keitel gerir gott fyrir hvaða mynd sem hann er í og ungu strákarnir sem leika áhöfnina (sérstaklega Jon Bon Jovi, Jack Noseworthy, Tom Guiry, Matthew Settle og Erik Palladino) mynda sterka heild sem maður er alveg til í að halda með og hvetja áfram. Leikstjórinn Jonathan Mostow (Breakdown) sannar að hann er vel hæfur til að stjórna stórum spennumyndum. U-571 er meira en vel virði peninganna sem fóru í hana. Plús það að þeir sýndu úr Gladiator á undan... namm namm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.10.2012

Frumsýning: House At The End Of The Street

Sambíóin frumsýna spennutryllinn House At The End Of The Street föstudaginn 2. nóvember nk. Myndin fjallar um mæðgur sem í kjölfar skilnaðar flytja til nýs bæjar og komast að því að stúlka sem hafði átt heima í næsta húsi hafði myrt foreldra sína og síðan horfið ...

21.07.2001

Vin Diesel staðfestir T3

Hinn ofursvali Vin Diesel ( The Fast and the Furious ) hefur staðfest að hann muni leika hið illa vélmenni T-1G í þriðju Terminator myndinni sem mun fara í tökur á næsta ári. Í öðrum hlutverkum verða Arnold Schwarze...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn