Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

High Fidelity 2000

Justwatch

Frumsýnd: 15. september 2000

A comedy about fear of commitment, hating your job, falling in love and other pop favorites.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Myndin fjallar um Rob, eiganda plötubúðar á fertugsaldri, sem er að ganga í gegnum tivistarkreppu, og þarf að horfast í augu við það að hann er að eldast. Myndin er lofgjörð til tónlistarbransans, og Rob og óvenjulegir fastagestir í búðinni ræða saman flækjurnar í lífinu og tónlistinni, á meðan þeir reyna að láta sambönd sín við hitt kynið ganga... Lesa meira

Myndin fjallar um Rob, eiganda plötubúðar á fertugsaldri, sem er að ganga í gegnum tivistarkreppu, og þarf að horfast í augu við það að hann er að eldast. Myndin er lofgjörð til tónlistarbransans, og Rob og óvenjulegir fastagestir í búðinni ræða saman flækjurnar í lífinu og tónlistinni, á meðan þeir reyna að láta sambönd sín við hitt kynið ganga upp. Eru þeir að hlusta á popptónlist af því að þeim líður illa? Eða líður þeim illa af því að þeir hlusta á popptónlist? Myndin er rómantísk gamanmynd sem gefur okkur innsýn í kenjóttan hugarheim karlmanna og ástarlíf þeirra.... minna

Aðalleikarar

John Cusack

Rob Gordon

Jack Black

Barry Judd

Lisa Bonet

Marie DeSalle

Catherine Zeta-Jones

Charlie Nicholson

Tim Robbins

Ian Raymond

Ben Carr

Justin

Lili Taylor

Sarah Kendrew

Geoffrey Unsworth

Penny Hardwick

Natasha Gregson Wagner

Caroline Fortis

Shannon Stillo

Alison Jr. High

Drake Bell

Rob Jr. High

Sara Gilbert

Anaugh Moss

Brian Powell

Middle Aged Customer

Dick Cusack

Minister

Leikstjórn

Handrit


High Fidelity er bráðskemmtileg gamandrama fyrir alla kvikmyndaunnenda. Rob Gordon (John Cusack) er dæmigerður amerískur rokkari sem á plötubúð. Þegar kærastan (Iben Hjele) fer ætlar hann að rifja upp öll ástarmistök hans í lífinu. Jack Black stelur alltaf senunni enda er hann örugglega með fyndnari leikurum í nútímanum. Myndin er líka með heilan helling af aukaleikurum eins og Tim Robbins,Catherine Zeta-Jones ofl. .Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Nick Hornby.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get nú ekki verið sammála því að þetta sé frábær mynd ég þekki stelpu sem las bókina og hún hafði það um bókina að seigja að þetta hefði verið leiðinleg bók um ekkert eða mann sem er að velta uppúr fyrri smaböndum rn það sem hefði bjargað bókini hefðu verið þessir tveir vinir hsnd í plötu búðiniþví þeir hefðu verið svo fyndnir. ég hef reyndar ekki lesið bókina en ég verð að vera sammála stelpuni því myndin var alveg eins. Svo fannst mér vera svolítilð Wood Alen handbragð á þessari mynd vegna þess að Joan Cussak var að tala við myndavélina eða áhorfendur part af myndini. En svoleiðis stíl finnst mér ennginn geta uppfylt nema Wood Alen. Það er talað um það að Joan Cussak geti orðið næsti forseti bandaríkjan því hann hafi svo mikinn menntnað í það en með því sð leika í þessati mynd finnst mér hann nú ekki vera að sína þann metnað sem talað er um þessi mynd fær þessa einkun útaf því að vinir hans í plötubúðini halda myndini á floti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint ótrúlegt að hægt sé að búa til stórgóða og bráðskemmtilega mynd um plötusala sem á sér EKKERT líf utan heddfónanna.

Brilljant persónur og leikendur, þó stendur Jack Black uppúr sem treggáfaður plötusali með poppstjörnudrauma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rétt eða rangt: Ef að lagið 'You´re Gonna Miss Me' með 13th Floor Elevator er spilað í upphafsatriði myndar, þá er sú mynd frábær? Ef svarið er 'rétt', þá muntu vafalaust elska þessa mynd leikstjórans Stephen Frear sem byggð er á bók snillingsins Nick Hornby (Fever Pitch & About a Boy) um tónlistarnörda og konurnar sem elska þá. Atburðarrásin á sér stað í kringum plötubúðina Championship Vinyl og eiganda hennar Rob (John Cusack) sem vægt til orða tekið er heltekinn af tónlist. Rob er gutti sem skiptist á að búa til topp 5 lista yfir opnunarlög á plötum og topp 5 lista yfir konur sem hafa sagt honum upp. Aðstoðarmenn hans, hin durgslegi Barry (Jack Black) og nördinn Dick (Todd Louiso), eru jafnvel enn skrautlegri í þröngsýni sinni; þeir myndu drepa viðskiptavin fyrir að bæta 'the' við nafn á lagi. Eins og vænta má er leiðin að sannri ást þyrnum stráð, en á þeirri leið kynnumst við óborganlegum persónum í litlum en mikilvægum hlutverkum: Tim Robbins sem viðkvæmur nýaldarbjáni, Catherine Zeta-Jones í hlutverki gamallar kærustu Robs og Bruce Springsteen sem hann sjálfur. Sérhver sem hefur einhvern tímann hefur verið sagt upp eða hefur sagt upp eða hagað sér eins og hálfviti getur samsamað sig við Rob. Ekki má gleyma að minnast á 'soundtrackið' úr myndinni sem er sneisafullt af gömlum góðum lögum. Ef hins vegar svarið við spurningunni að ofan er 'rangt', er sá möguleiki fyrir hendi að 2/3 hluti brandara myndarinnar fari fyrir ofan garð og neðan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.12.2013

Umfjöllun: Philomena (2013)

Eldri kona afhjúpar áratuga leyndarmál. Sem ung stúlka varð hún ófrísk eftir stutt ástarævintýri og faðir hennar skilur hana eftir í klaustri á Írlandi þar sem hún er alin upp af nunnum og þarf að borga fyrir syndir...

29.11.2013

Tökur á Bad Santa 2 á næsta ári

Tökur á Bad Santa 2 hefjast að öllum líkindum á næsta ári. Þetta segir aðalleikarinn Billy Bob Thornton. Síðan Bad Santa kom út 2003 hefur hann reynt að sjá til þess að framhaldsmynd verði gerð og núna virðist sem ha...

17.07.2013

Reese fer í göngutúr

Kvikmyndafyrirtækið Fox Searchlight Pictures tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér kvikmyndaréttinn að kvikmyndagerð breska rithöfundarins Nick Hornby ( High Fidelity, About a Boy, Fever Pitch ) að metsölubók rithöfundarins Cheryl Straye...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn