Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Galaxy Quest 1999

Justwatch

Frumsýnd: 11. ágúst 2000

The show has been cancelled... But the adventure is just beginning.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Hér er gert gys að geimmyndaflórunni allt frá Star Trek til Star Wars með tilheyrandi furðuverum og klaufalegum grímubúningum. Átján árum eftir að framleiðslu vísindaskáldsögu-ævintýrasjónvarpsþáttarins Galaxy Quest er hætt, þá koma leikarar þáttanna þeir Jason Nesmith, Gwen DeMarco, Alexander Dane, Tommy Webber og Fred Kwan enn fram við ýmis tækifæri,... Lesa meira

Hér er gert gys að geimmyndaflórunni allt frá Star Trek til Star Wars með tilheyrandi furðuverum og klaufalegum grímubúningum. Átján árum eftir að framleiðslu vísindaskáldsögu-ævintýrasjónvarpsþáttarins Galaxy Quest er hætt, þá koma leikarar þáttanna þeir Jason Nesmith, Gwen DeMarco, Alexander Dane, Tommy Webber og Fred Kwan enn fram við ýmis tækifæri, m.a. á vísindaskáldsöguráðstefnum og búðaropnunum, í búningum og sem persónurnar í þáttunum. Þeir velta sér upp úr eigin örvæntingu og vonleysi, allt þar til geimverur sem ganga undir nafninu Thermians birtast, og halda að þættirnir séu raunveruleiki og hafa byggt alla sína menningu á umhverfi þáttanna. Geimverurnar taka leikarana með sér út í geim til að bjarga sér frá Sarris hershöfðingja og her hans, sem vill gereyða Thermians kyninu.... minna

Aðalleikarar

Tim Allen

Jason Nesmith

Sigourney Weaver

Gwen DeMarco

Alan Rickman

Alexander Dane

Tony Shalhoub

Fred Kwan

Sam Rockwell

Guy Fleegman

Daryl Mitchell

Tommy Webber

Justin Long

Brandon

Missi Pyle

Laliari

Jo Dest

Quellek

J.P. Manoux

Excited Alien

Dian Bachar

Nervous Tech

Kevin McDonald

Announcer (as Kevin Hamilton McDonald)

Corbin Bleu

Young Tommy

Joel McKinnon Miller

Warrior Alien

Gordon McLennan

Technician #1

Leikstjórn

Handrit


Tim Allen er snillingur. Þáttaröðin hans Home Improvement var snilld með tveimur ellum. Hann sýnir sitt besta í þessari mynd og myndin tekst vel í alla staði. Hún fjallar um þætti sem gera grín að Star Trek og öllu því rugli. Tim Allen og crewið hans leikur í þáttaröðunum Galaxy Quest í myndinni og fólk í geimnum er búið að horfa á alla þættina og er búið að gera nákvæma eftirlíkingu af geimskipinu sem var í þáttunum. Tim Allen, Sigourny Weaver, Alan Rickman og restin af crewinu fer út í geiminn til að hjálpa fólkinu að berjast við skrýmsli. Þessi mynd Galaxy Quest er algjör snilld þar sem Tim Allen er aðalmaðurinn eins og alltaf. Hann berst meðal annars við ófreskju úr grjótum. Galaxy Quest er ótrúlega skemmtileg mynd, það verða allir að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ÞVÍLÍK STEYPA!! er það fyrsta sem mér dettur í hug að um skrifa um þessa mynd. En ólík mörgum steypum er þessi steypa alveg djöfulli fyndinn. Bakvið þessa steypu er góð og sniðug hugmynd þar sem gert er grín af grátlegustu þáttum sem gerðir hafa verið, nefnilega Star Trek og öllum þessum þvílíku furðufólki sem hafa lagst svo lágt að stúdera það hræðilega náttúruslys. Steypan Galaxy Quest er mjög góð gamanmynd sem allir hafa gaman af (líka Star Trek aðdáendur). Ég mæli eindregið með þessari steypu og þú átt eftir að skemmta þér vel, annars kannt þú ekki að meta góða og heilsteypta steypu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík og önnur eins vitleysa. En ólíkt flestum öðrum myndum sem falla í þann flokk er þessi bráðfyndin og flott gerð. Jason Nesmith (Tim Allen) lék á árum áður æðsta mann á geimskipinu Protector í geimmyndaflokknum Galaxy Quest. Því miður var bundinn endi á þættina árið 1982, og síðan þá hefur "áhöfnin" haft það að aðalstarfi að koma fram á ráðstefnum þar sem safnast saman nördar og frík sem lifa sig inn í þáttinn og kunna söguþræðina betur en leikararnir gerðu nokkurn tíma. (Ætli nokkrum detti Star Trek og William Shatner í hug...?) Dag einn birtist undarlegur hópur á einni ráðstefnunni og áður en Nesmith getur sagt "Dr. Spock" er búið að flytja hann í geimskip Thermiu-búanna sem eiga í stríði við ófrýnileg geimskrímsli. Málið er að Thermiu-búarnir halda að Galaxy Quest séu heimildarþættir um hetjudáðir áhafnar skipsins. Að sjálfsögðu lætur Nesmith "geisla" alla áhöfnina upp til sín. Þar mæta Gwen DeMarco (Sigourney Weaver), Alexander Dane (Alan Rickman), Tommy Webber (Daryl Mitchell), Fred Kwon (Tony Shalhoub) og náungi nokkur sem lék í einum þætti en dó fyrir fyrsta auglýsingahlé (Sam Rockwell). Að góðra mynda hætti takast þau á við ýmis verur og hafa sigur í dagslok. Myndin er stórskemmtileg, maður finnur að allir eru að gera góðlátlegt grín að þessari geim-menningu sem þrífst hérlendis á meðal áhangenda þátta á borð við Star Trek og Babylon 5. Tim Allen er bráðgóður og greinilega feginn að losna úr hlutverki handlagna heimilisföðurins. Bestur er samt Alan Rickman í hlutverki fyrrum Shakespeareleikarans sem festist í hlutverki hins alvitra Dr. Lazarus (Leonard Nimoy og Spock??). Leikstjórinn Dean Parisot gerði hina vanmetnu Home Fries fyrir tveimur árum, og maður sér hér af hverju Spielberg treysti honum fyrir þessari. Mjög góð bíóskemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að þessi mynd kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að hún yrði full af 5-aura bröndurum en hún var bara ansi fyndin. Skemmtileg hugmynd bakvið þetta, að láta leikara í geimþætti stjórna alvöru geimskipi. Það er alveg ótrúlega fyndið hvað það er gert mikið grín að þessum Star Trek(og því um líkt)- aðdáendum. Ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2020

Kvikmyndir.is býður á Bill & Ted

Félagarnir og tímaflakkararnir Bill Preston og Theodore Logan snúa aftur á hvíta tjaldið eftir tæpa þrjátíu ára fjarveru, aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Þeir Keanu Reeves og Alex Winter slógu rækilega í gegn með B...

23.01.2010

Tían: "Spoof" myndir

Í dag þykir það vera algjör plága þegar titill grínmyndar endar á orðinu "Movie." Þetta er orðið alltof reglulegt og spilast frekar út eins og slæm þáttaröð af Spaugsstofunni frekar en eitthvað sem lætur mann h...

24.04.2013

Willis kaupir klósettpappír - Ný Red 2 plaköt

Bruce Willis hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu það sem af er árinu og ekkert lát virðist ætla að verða á því - og allt eru þetta framhaldsmyndir. Í byrjun ársins var það A Good Day to Die Hard, síðan kom G.I. Joe: ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn