Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Man on the Moon 1999

Frumsýnd: 24. mars 2000

Halló, ég heiti Andy og þetta er bíómyndin mín

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Myndin er ævisöguleg mynd um hin goðsagnakennda uppistandara og gamanleikara Andy Kaufman. Auk þess að vera frægur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Taxi, þá var hann frægur fyrir að vera sjálfsskipaður glímumeistari heimsins þvert á kyn. Eftir að hafa lúskrað á konum af og til, þá varð Jerry Lawler, sem var atvinnu glímumaður, þreyttur á þessu og... Lesa meira

Myndin er ævisöguleg mynd um hin goðsagnakennda uppistandara og gamanleikara Andy Kaufman. Auk þess að vera frægur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Taxi, þá var hann frægur fyrir að vera sjálfsskipaður glímumeistari heimsins þvert á kyn. Eftir að hafa lúskrað á konum af og til, þá varð Jerry Lawler, sem var atvinnu glímumaður, þreyttur á þessu og ákvað að skora á Kaufman í glímu, en þeir glímdu oft upp frá því. Fjallað eru um margt fleira í myndinni, sérstakan húmor Kaufman,einkalíf, og samband hans við umboðsmanninn George Shapiro, besta vin og félaga Bob Zmuda, og kærustuna Lynne Margulies.... minna

Aðalleikarar

Jim Carrey

Andy Kaufman / Tony Clifton

Danny DeVito

George Shapiro

Courtney Love

Lynne Margulies

Paul Giamatti

Bob Zmuda

Vincent Schiavelli

Maynard Smith

Diane Kruger

Stanley Kaufman

Lester Fletcher

Janice Kaufman

Greyson Erik Pendry

Little Michael Kaufman

Brittany Colonna

Baby Carol Kaufman

Bobby Boriello

Little Andy Kaufman

George Shapiro

Mr. Besserman

Josef Sommer

Jerry Lawler

Norm Macdonald

Michael Richards

Christina Cabot

Meditation Student

Richard Belzer

Richard Belzer

Michael Kelly

Michael Kaufman

Miles Chapin

SNL Assistant

Greg Travis

ABC Executive

Gero Steffen

Crystal Healer

Maureen Mueller

ABC Executive

Patton Oswalt

Blue Collar Guy

Gerry Robert Byrne

Taxi AD / Stage Manager

Bob Zmuda

Jack Burns

Sydney Lassick

Crystal Healer

J. Alan Thomas

Self (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Milos Forman er hér komin með áhrifaríka mynd um umdeilda grínistann Andy Kaufman, sem margir muna úr þáttunum Taxi. Milos Forman sem hefur leikstýrt tvem Óskarsverðlaunamyndum, þeim Amendus og One Flew Over The Cochoos Nest sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega í. Við þessa mynd nær Forman ekki að byggja upp þessa samúð með Andy og kvikmyndagestir vorkennir honum ekki neitt. Annars er leikurinn hjá Jim Carrey frábær (enda er það þetta sem hann er góður í), það eru allir að tala um að hann hefði átt að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna en að mínu mati er fólk að missa af manni sem hefði alveg eins átt að vinna Óskarinn fyrir besta leik, og það er maðurinn með skallann Danny De Vito sem að mínu mati lék á alls oddi í þessari mynd og á mikklu meiri skilið að fá Óskarinn í staðin fyrir þennan Michael Caine ( Cider House Rules ). Í Man On The Moon er meira gert upp úr húmornum fyrir hlé og er þá verið að kynna Andy Kaufman sem grínista, en eftir hlé verður hún meira dramantísk og Andy farinn að ýkja allt of mikið það sem í raun og veru er bara einkahúmor. Það er einn brandari í myndinni sem mér fannst skera sig út úr og það var þegar hann var með ömurlegan einkaþátt, svo ruglaðist sjónvarpið í miðjum þættinum svo að sá sem væri að horfa á sjónvarpið myndi standa upp úr stólnum og lemja í það, svo eftir 10 sek. þá myndi það hætta (og það átti að vera húmorinn, hehehehehe!). Byrjunin var líka mjög frumleg og fyndinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mögnuð mynd með Jim Carrey í aðalhlutverki og hann sannar það í þessari mynd að hann getur svo sannarlega leikið margt fleira en vitleysinga.

Jim Carrey leikur Andy Kaufman og eins og flestir vita þá átti hann fremur skrautlega ævi. Ekki spillir tónlistin fyrir. R.E.M eru með nokkur lög og þeir eru frábærir. Þetta er indisleg mynd sem að ég bæði grét og hló yfir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hrein snilld. Skil reyndar afhverju hún fékk ekki óskarinn, maður er gjörsamlega ruglaður á því sem er að gerast í myndinni, frábær leikstjórn og handrit og leikur Jim Carreys, en einnig góður leikur hjá Danny Devito. Enn eins og aftur er hann ekki tilnefndur (þá á undan fyrir Truman Show), en hvað vita þessir Bandaríkjamenn???? Frábær mynd!!!Farið að sjá hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er eitthvað með mig að bara þola ekki svona væmnar-fyndnar myndir. Ég er líka með Jim Carrey-óþol (sígellt að hreyfa á sér eyrun og gretta sig eins og froskur, jakk) og það hvað Andy Kaufman var alveg ótrúlega móðgandi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn