Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bicentennial Man 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. febrúar 2000

Geta vélmenni orðið mannleg? / One robot's 200 year journey to become an ordinary man.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Myndin fjallar um "líf" og störf aðalpersónunnar, vélmennisins Andrew, sem er keyptur inn á heimili til að vinna heimilisstörf. Innan nokkurra daga þá áttar Martin fjölskyldan sig á því að vélmennið er ekki eins og hvert annað vélmenni þar sem Andrew fer að upplifa tilfinningar og skapandi hugsanir. Sagan nær yfir tvær aldir, og Andrew lærir allar flækjur... Lesa meira

Myndin fjallar um "líf" og störf aðalpersónunnar, vélmennisins Andrew, sem er keyptur inn á heimili til að vinna heimilisstörf. Innan nokkurra daga þá áttar Martin fjölskyldan sig á því að vélmennið er ekki eins og hvert annað vélmenni þar sem Andrew fer að upplifa tilfinningar og skapandi hugsanir. Sagan nær yfir tvær aldir, og Andrew lærir allar flækjur mannlegrar tilveru, og reynir að koma í veg fyrir að þeir sem sköpuðu hann, eyði honum.... minna

Aðalleikarar

Embeth Davidtz

Little Miss / Portia

Oliver Platt

Rupert Burns

Kiersten Warren

Galatea Robotic / Human

Hallie Eisenberg

Little Miss 7 yrs. old

Lindze Letherman

Miss 9 yrs. old

John Michael Higgins

Bill Feingold

Igor Hiller

Lloyd 10 yrs. old

Joe Bellan

Robot Delivery Man

Stephen Root

Dennis Mansky

Scott Waugh

Motorcycle Punk

George D. Wallace

Male President

Lynne Thigpen

Female President

Adam Bryant

Humanoid Head

Leikstjórn

Handrit


Bicentennial Man er mjög sérstök mynd. Það þarf að horfa á hana með vissu hugarfari. Mér leið eins og ég væri að lesa góða bók þegar ég horfði á myndinna, en á sama tíma fannst mér ég vera að horfa á miðlungs mynd. Þannig að ég gef henni eiginlega tvær einkunnir. Sagan: 3,5 stjörnur Sagan varpar fram skemmtilegri spurningu um "hvað er að vera mennskur". Hins vegar fær maður ekki beint svar við þessari spurningu, heldur fylgir hún manni út úr bíóinu. Sem sagt, myndin (sagan) skilur eitthvað eftir sig. Myndin: 2 stjörnur Tæknilega séð er myndin ágætlega gerð, en það er hins vegar eitthvað sem dregur hana niður, líklega húmorinn hjá Robin Williams. Hann stóð sig annars vel í hlutverkinu sem "vélmennið" Andrews, NEMA þegar hann var með einhvern húmor. Þá breyttist hann strax í "leikarann" Robin Williams.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er eitt af verstu myndum sem ég hef séð hún allt of löng, handritið er rusl og í fyrsta skipti á æfinni fannst mér virkileg a leiðinlegt í bíó. Þegar ég fór á hana bjóst ég við eitthverju góðu ég meina Robin Williams fínn leikari en hann er svo væminn að ég var kominn með ógeð af honum.


Ekki einu sinni leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin var ágæt í byrjun en versnaði, sérstaklega eftir hlé.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru óskarsverðlaunaleikarinn Robin Williams (Good Will Hunting) og leikstjórinn Chris Columbus (Home Alone) sem sameina hér enn á ný krafta sína, en þeir gerðu saman tvær af vinsælli gamanmyndum tíunda áratugarins; Mrs. Doubtfire og Nine Months. Myndin spannar heil 200 ár og hefst árið 2005 á því að fjölskyldufaðirinn Richard Martin festir kaup á nýtísku vélmenni í mannsmynd sem ætlað er að hjálpa til við "einföldustu" húsverk, s.s. þrif, matseld, viðhald og barnapössun. Eiginkona Richards og tvær dætur, Grace og Amanda (sem gefur vélmenninu þegar nafnið Andrew), eru mishrifnar af vélmenninu, en ekki líður á löngu uns fjölskyldan áttar sig á því að Andrew er gæddur eiginleikum sem gera hann öðruvísi en nokkurt annað heimilistæki: Hann hefur einstaka hæfileika til að "læra" af umhverfi sínu og sérstæða löngun til að vita meira um mannlega hegðun, tilfinningar og langanir en honum var ætlað þegar hann var forritaður. Þetta gerir það að verkum að brátt er Andrew orðinn einn af fjölskyldunni og fær til fullra umráða kjallarann í húsinu þar sem hann getur einnig þróað með sér einstaka listræna hæfileika sína. Tíminn líður, og á meðan fjölskyldumeðlimir Martin-fjölskyldunnar eldast, eignast börn og deyja heldur Andrew áfram að þjóna þeim og um leið læra meira um sjálfan sig og mannlegt eðli. Smám saman grípur hann síðan löngun til að stíga skrefið til fulls og verða maður á meðal manna. En það er hægara sagt fyrir vélmenni að öðlast slíka viðurkenningu og spurningin er hvort Andrew fái nokkurn tíma drauma sína uppfyllta. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu eftir Isaac Asimov og í öðrum stórum hlutverkum eru Sam Neill, Embeth Davidtz, Oliver Platt og Wendy Drewson. Víst er Robin Williams góður leikari og gerir hann mikið til þess að halda þessari mynd góðri en það er einfaldlega ekki nóg til að gera mig ánægðan með hana (til þess er hún alltof væmin og tilgerðarleg) hún á þó sínar góðu stundir en það er sama, hún er ekki nógu góð til að halda mér við efnið. Aðall hennar er umgjörð hennar (tæknibrellurnar og förðunin eru stórfenglega úr garði gerð). Myndin hlaut enda tilnefningu til óskarsverðlaunanna 1999 fyrir bestu förðun ársins og kemur það ekki á óvart. Þrátt fyrir alla galla myndarinnar get ég ekki gefið þessari mynd minna en tvær og hálfa stjörnu, (Robin Williams fer hér á kostum og eins og ég sagði fyrr er hún vel úr garði gerð tæknilega, það er hinsvegar handritið sem dregur myndina allmikið niður og gerir hana fullvæmna). Ég gef því "Bicentennial Man" tvær og hálfa stjörnu í einkunn
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2011

Stálhellar Asimovs verða kvikmynd

20th Century Fox hefur ákveðið að láta reyna á aðlögun á hinni klassísku Caves of Steel eftir Isaac Asimov. Myndir eftir bókum Asimovs hafa hingað til verið lauslegar aðlaganir, og ekki reynst aðdáendum hans sérstakl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn