Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Winchell 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He didn't report the news ... he made it.

105 MÍNEnska

Myndin er ævisöguleg og fjallar um hinn umdeilda blaðamann Walter Winchell sem sérhæfði sig í að fletta ofan af spillingarmálum. Eftir að hafa eytt 12 árum ævi sinnar í vaudeville skemmtanalífinu, þá byrjaði Winchell að skrifa dálk í New York Mirror. Dálkurinn var að hluta til slúður, að hluta hálf-sannleikur, og fjallaði einkum um vel þekkta einstaklinga... Lesa meira

Myndin er ævisöguleg og fjallar um hinn umdeilda blaðamann Walter Winchell sem sérhæfði sig í að fletta ofan af spillingarmálum. Eftir að hafa eytt 12 árum ævi sinnar í vaudeville skemmtanalífinu, þá byrjaði Winchell að skrifa dálk í New York Mirror. Dálkurinn var að hluta til slúður, að hluta hálf-sannleikur, og fjallaði einkum um vel þekkta einstaklinga og þeirra daður og dund. Winchell varð smátt og smátt vinsæll, sérstaklega þegar hann byrjaði með vikulegan útvarpsþátt á sunnudagskvöldum. Fréttir hans urðu pólitískari á seinni hluta fjórða áratugar 20. aldarinnar, þegar hann beitti sér gegn Hitler. Frægðarsól hans tók að hníga á lofti á sjötta áratugnum, þegar Josephine Baker var neitað um þjónustu á Stork klúbbnum, og Winchell er sagður hafa neitað að fjalla neitt um það. Ferill hans endaði á því þegar hann studdi öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy og sókn hans gegn kommúnisma. Í stíl McCarthy þá ásakaði Winchell alla sem stóðu í vegi fyrir honum um að vera kommúnistar. Fljótlega var hann farinn að fá á sig lögsóknir, sjónvarpsþáttur hans misheppnaðist, og að lokum var útvarpsþátturinn tekinn af dagskrá. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn